Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 07:01 Aðstaðan er strax vel nýtt. Samsett/Borgarbókasafn Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp. Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu. Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu.
Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira