Handbolti

Teitur og félagar köstuðu frá sér sigri | Bjarki skoraði þrjú í sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg köstuðu frá sér sex marka forskoti.
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg köstuðu frá sér sex marka forskoti. Frank Molter/picture alliance via Getty Images

Íslendingar voru í eldlínunni í öllum fjórum leikjum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta sem fram fóru í kvöld.

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg halda góðu gengi sínu áfram, en liðið er nú taplaust í seinustu tíu leikjum. Jafnt var í hálfleik, 15-15, en Teitur og félagar náðu mest sex marka forskoti í síðari hálfleik. Heimamenn í Wetzlar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin þegar tæp mínúta var til leiksloka og niðurstaðan varð jafntefli, 29-29.

Teitur skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg, en liðið situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir 18 leiki, sex stigum á eftir toppliði Magdeburg.

Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo unnu öruggan  marka sigur gegn Lubbecke, 27-22. Bjarki hafði hægt um sig miðað við oft áður og skoraði þrjú mörk. Lemgo situr í níunda sæti deildarinnar með 20 stig.

Þá þurftu Viggó Kristjánsson og félagar hans í Stuttgart að sætta sig við stórt tap er liðið tók á móti Kiel. Lokatölur 29-42, en Viggó og félagar eru í harðri fallbaráttu.

Að lokum töpuðu Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen með þriggja marka mun er liðið heimsótti Fuchse Berlin, 23-20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×