Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2022 22:44 Tölvuteiknuð mynd af Proxima d og rauða dverginum Proxima Centauri. ESO Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. Alpha Centauri er í um fjögurra ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar. Það samsvarar um 25 billjón kílómetrum. Reikistjarnan, sem kallast Proxima d, er smá og hefur einungis fjórðung af massa jarðarinnar. Þar með er hún minnsta reikistjarna sem fundist hefur utan okkar sólkerfis. Það var hópur stjörnufræðinga frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) sem fann reikistjörnuna með sjónauka í Síle. Samkvæmt tilkynningu frá ESO er hún í um fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð frá Proxima Centauri. Proxima d er ekki innan lífbeltisins svokallaða, sem táknar það svæði í kringum stjörnur þar sem aðstæður bjóða upp á hitastig þar sem vatn gufar hvorki upp né frýs. Hún er í um fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð frá stjörnunni og fer hring í kringum hana á einungis fimm dögum. Áður var vitað um tvær aðrar reikistjörnur á braut um Proxima Centauri. Þær kallast Proxima b og c. Sú fyrrnefnda er álíka stór og jörðin og er á lífbeltinu. „Uppgötvunin sýnir að okkar næsta nágrannsólkerfi er sneisafullt af forvitnilegum reikistjörnum sem við getum rannsakað enn betur,“ sagði João Faria, stjörnufræðingur við Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço í Portúgal í áðurnefndri tilkynningu frá ESO. Pedro Figueira, tækjasérfræðingur ESPRESSO hjá ESO í Síle, segir uppgötvunina mikið framfaraskref. „Uppgötvunin sýnir að sjónstefnumæliaðferðin er fær um að finna fjölmargar litlar reikistjörnur, eins og okkar eigin, en þær eru taldar vera þær algengustu í Vetrarbrautinni okkar og geta mögulega búið yfir lífi.“ Reikistjarnan fannst með því að horfa eftir vaggi á Proxima Centauri sem rekja má til frá reikistjörnu. Áhugasamir geta lesið frekar um leitina í tilkynningu ESO, sem er á íslensku. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. 8. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Alpha Centauri er í um fjögurra ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar. Það samsvarar um 25 billjón kílómetrum. Reikistjarnan, sem kallast Proxima d, er smá og hefur einungis fjórðung af massa jarðarinnar. Þar með er hún minnsta reikistjarna sem fundist hefur utan okkar sólkerfis. Það var hópur stjörnufræðinga frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) sem fann reikistjörnuna með sjónauka í Síle. Samkvæmt tilkynningu frá ESO er hún í um fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð frá Proxima Centauri. Proxima d er ekki innan lífbeltisins svokallaða, sem táknar það svæði í kringum stjörnur þar sem aðstæður bjóða upp á hitastig þar sem vatn gufar hvorki upp né frýs. Hún er í um fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð frá stjörnunni og fer hring í kringum hana á einungis fimm dögum. Áður var vitað um tvær aðrar reikistjörnur á braut um Proxima Centauri. Þær kallast Proxima b og c. Sú fyrrnefnda er álíka stór og jörðin og er á lífbeltinu. „Uppgötvunin sýnir að okkar næsta nágrannsólkerfi er sneisafullt af forvitnilegum reikistjörnum sem við getum rannsakað enn betur,“ sagði João Faria, stjörnufræðingur við Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço í Portúgal í áðurnefndri tilkynningu frá ESO. Pedro Figueira, tækjasérfræðingur ESPRESSO hjá ESO í Síle, segir uppgötvunina mikið framfaraskref. „Uppgötvunin sýnir að sjónstefnumæliaðferðin er fær um að finna fjölmargar litlar reikistjörnur, eins og okkar eigin, en þær eru taldar vera þær algengustu í Vetrarbrautinni okkar og geta mögulega búið yfir lífi.“ Reikistjarnan fannst með því að horfa eftir vaggi á Proxima Centauri sem rekja má til frá reikistjörnu. Áhugasamir geta lesið frekar um leitina í tilkynningu ESO, sem er á íslensku.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. 8. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00
Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. 8. nóvember 2021 21:01