Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 13:48 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira