Franskir frambjóðendur í vanda með að safna nægum fjölda undirskrifta Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2022 09:00 Frá kosningafundi Erics Zemmour í Lille í Norður-Frakklandi um síðustu helgi. EPA Nýjar reglur gera það að verkum að Marine Le Pen og fleiri popúlistar sem tilkynnt hafa um framboð í frönsku forsetakosningnum í apríl næstkomandi eiga nú í mestu vandræðum með að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að fá að bjóða sig fram. Hægripopúlistarnir Marine Le Pen og Eric Zemmour og vinstripopúlistinn Jean-Luc Mélenchon mælast saman með rúmlega 42 prósenta stuðning í skoðanakönnunum, nú þegar tæplega tveir mánuðir eru í fyrri umferð forsetakosninganna, en eiga öll talsvert í land með að tryggja sér nauðsynlegan fjölda undirskrifta. Öll stefna þau að því að reyna að hafa betur gegn Emmanuel Macron og koma í veg fyrir að hann verði forseti landsins í fimm ár til viðbótar. Emmanuel Macron Frakklandsforseti.EPA Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 10. apríl og svo verður kosið milli tveggja efstu í síðari umferðinni 24. apríl, nái enginn hreinum meirihluta í fyrri umferðinni. Þurfa fimm hundruð undirskriftir kjörinna fulltrúa Til að fá að bjóða fram í frönsku forsetakosningunum þarf að tryggja sér undirskriftir fimm hundruð af rúmlega 40 þúsund lýðræðislega kjörnum fulltrúum í landinu. Þeir sem geta skrifað undir geta í raun verið á hvaða stjórnstigi sem er, en af þessum 40 þúsund eru um 36 þúsund sveitar-, bæjar- eða borgarstjórar. Marine Le Pen.EPA Í ár er svo búið að taka upp nýja reglu sem felur í sér að það birtist opinberlega hverjir skrifa undir fyrir hvaða frambjóðenda. Þessi reglubreyting hefur leitt til þess að sumir af umdeildari frambjóðendunum hafa átt í vandræðum með að safna undirskriftum, þeirra á meðal þau Le Pen, Zemmour og Mélenchon sem saman mælast nú með stuðning um 42 prósent í könnun Ifop. Le Pen hefur lengi verið áberandi í frönsku stjórnmálalífi og talað fyrir því að stöðva straum innflytjenda til Frakklands. Hún komst í síðari umferð forsetakosninganna 2017 þar sem hún hlaut 34 prósent atkvæða, en Macron 66 prósent. Árangur Mélenchon í fyrri umferð kosninganna 2017 vakti sömuleiðis mikla athygli þar sem hann hlaut rétt tæplega 20 prósent atkvæða. Hægriöfgamaðurinn Zemmour, sem hefur lengi starfað sem sjónvarpsmaður, hefur svo komið eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna nú. Hann er sömuleiðis mjög á móti straumi innflytjenda til Frakklands og allri fjölmenningu. Þannig hefur hann lagt til að bannað verði að nefna börn Mohammed í Frakklandi, en hann hefur oftar en einu sinni verið dæmdur fyrir hatursorðræðu. Jean-Luc Mélenchon.EPA Eiga talsvert í land Á heimasíðu frönsku landskjörstjórnarinnar má sjá að Le Pen hefur nú safnað 274 undirskriftum, Zemmour 181 og Mélenchon 258. Frambjóðendur nær miðju stjórnmálanna hafa hins vegar margir nú þegar safnað nægum fjölda undirskrifta, það er fimm hundruð. Þannig hefur Macron safnað 1.050 undirskriftum, Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins 1.249 undirskriftum og Anne Hidalgo, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, 790. Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins.EPA Könnun Ifop sem birt var síðastliðinn þriðjudag sýnir að Macron mælist nú með um 25 prósent stuðning. Le Pen mælist með 17 prósent, Pécresse 15,5 prósent, Zemmour 15 og Mélenchon 10 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast með minna en athygli vekur að Hidalgo, borgarstjóri höfurborgarinnar Parísar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, mælist einungis með um 2,5 prósent stuðning í téðri könnun. Í frétt NRK segir að fastlega sé búist við að Macron, sem kjörinn var forseti árið 2017, muni vera einn þeirra frambjóðenda sem komist í síðari umferð forsetakosninganna en þó er alls óvíst við hvern hann muni etja þar kappi. Anne Hidalgo, frambjóðandi Sósíalistaflokksins.EPA Valérie Pécresse, frambjóðandi íhaldsflokks Repúblikana, er talin vera sú sem á mesta möguleika á að hafa betur gegn Macron í síðari umferð kosninganna. Það mun hins vegar skipta miklu máli hvaða frambjóðendur muni ná að safna nægilegum fjölda undirskrifta og vera á kjörseðlinum í fyrri umferðinni. Takist hvorki Le Pen né Zemmour að safna fimm hundruð undirskriftum má þykja víst að Pécresse verði sá frambjóðandi sem muni kljást við Macron í síðari umferðinni. Eric Zemmour hefur lengi starfað sem sjónvarpsmaður og býðir sig nú fram til forseta.EPA Fari hins vegar svo að Zemmour nái ekki nægum undirskriftum, ólíkt Le Pen, kann svo að fara að stuðningsmenn Zemmour flykkist um Le Pen, sem kynni þá að leiða til þess að Le Pen næði í síðari umferð kosninganna á kostnað Pécresse. Könnun Ifop bendir til að Macron myndi fá tíu prósent fleiri atkvæði en Le Pen í einvígi þeirra tveggja. Macron hefur enn ekki tilkynnt formlega um framboð til endurkjörs þó að allir taki því sem gefnu. Frestur til að skila undirskriftum rennur út 4. mars næstkomandi. Frakkland Kosningar í Frakklandi Fréttaskýringar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Hægripopúlistarnir Marine Le Pen og Eric Zemmour og vinstripopúlistinn Jean-Luc Mélenchon mælast saman með rúmlega 42 prósenta stuðning í skoðanakönnunum, nú þegar tæplega tveir mánuðir eru í fyrri umferð forsetakosninganna, en eiga öll talsvert í land með að tryggja sér nauðsynlegan fjölda undirskrifta. Öll stefna þau að því að reyna að hafa betur gegn Emmanuel Macron og koma í veg fyrir að hann verði forseti landsins í fimm ár til viðbótar. Emmanuel Macron Frakklandsforseti.EPA Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 10. apríl og svo verður kosið milli tveggja efstu í síðari umferðinni 24. apríl, nái enginn hreinum meirihluta í fyrri umferðinni. Þurfa fimm hundruð undirskriftir kjörinna fulltrúa Til að fá að bjóða fram í frönsku forsetakosningunum þarf að tryggja sér undirskriftir fimm hundruð af rúmlega 40 þúsund lýðræðislega kjörnum fulltrúum í landinu. Þeir sem geta skrifað undir geta í raun verið á hvaða stjórnstigi sem er, en af þessum 40 þúsund eru um 36 þúsund sveitar-, bæjar- eða borgarstjórar. Marine Le Pen.EPA Í ár er svo búið að taka upp nýja reglu sem felur í sér að það birtist opinberlega hverjir skrifa undir fyrir hvaða frambjóðenda. Þessi reglubreyting hefur leitt til þess að sumir af umdeildari frambjóðendunum hafa átt í vandræðum með að safna undirskriftum, þeirra á meðal þau Le Pen, Zemmour og Mélenchon sem saman mælast nú með stuðning um 42 prósent í könnun Ifop. Le Pen hefur lengi verið áberandi í frönsku stjórnmálalífi og talað fyrir því að stöðva straum innflytjenda til Frakklands. Hún komst í síðari umferð forsetakosninganna 2017 þar sem hún hlaut 34 prósent atkvæða, en Macron 66 prósent. Árangur Mélenchon í fyrri umferð kosninganna 2017 vakti sömuleiðis mikla athygli þar sem hann hlaut rétt tæplega 20 prósent atkvæða. Hægriöfgamaðurinn Zemmour, sem hefur lengi starfað sem sjónvarpsmaður, hefur svo komið eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna nú. Hann er sömuleiðis mjög á móti straumi innflytjenda til Frakklands og allri fjölmenningu. Þannig hefur hann lagt til að bannað verði að nefna börn Mohammed í Frakklandi, en hann hefur oftar en einu sinni verið dæmdur fyrir hatursorðræðu. Jean-Luc Mélenchon.EPA Eiga talsvert í land Á heimasíðu frönsku landskjörstjórnarinnar má sjá að Le Pen hefur nú safnað 274 undirskriftum, Zemmour 181 og Mélenchon 258. Frambjóðendur nær miðju stjórnmálanna hafa hins vegar margir nú þegar safnað nægum fjölda undirskrifta, það er fimm hundruð. Þannig hefur Macron safnað 1.050 undirskriftum, Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins 1.249 undirskriftum og Anne Hidalgo, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, 790. Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins.EPA Könnun Ifop sem birt var síðastliðinn þriðjudag sýnir að Macron mælist nú með um 25 prósent stuðning. Le Pen mælist með 17 prósent, Pécresse 15,5 prósent, Zemmour 15 og Mélenchon 10 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast með minna en athygli vekur að Hidalgo, borgarstjóri höfurborgarinnar Parísar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, mælist einungis með um 2,5 prósent stuðning í téðri könnun. Í frétt NRK segir að fastlega sé búist við að Macron, sem kjörinn var forseti árið 2017, muni vera einn þeirra frambjóðenda sem komist í síðari umferð forsetakosninganna en þó er alls óvíst við hvern hann muni etja þar kappi. Anne Hidalgo, frambjóðandi Sósíalistaflokksins.EPA Valérie Pécresse, frambjóðandi íhaldsflokks Repúblikana, er talin vera sú sem á mesta möguleika á að hafa betur gegn Macron í síðari umferð kosninganna. Það mun hins vegar skipta miklu máli hvaða frambjóðendur muni ná að safna nægilegum fjölda undirskrifta og vera á kjörseðlinum í fyrri umferðinni. Takist hvorki Le Pen né Zemmour að safna fimm hundruð undirskriftum má þykja víst að Pécresse verði sá frambjóðandi sem muni kljást við Macron í síðari umferðinni. Eric Zemmour hefur lengi starfað sem sjónvarpsmaður og býðir sig nú fram til forseta.EPA Fari hins vegar svo að Zemmour nái ekki nægum undirskriftum, ólíkt Le Pen, kann svo að fara að stuðningsmenn Zemmour flykkist um Le Pen, sem kynni þá að leiða til þess að Le Pen næði í síðari umferð kosninganna á kostnað Pécresse. Könnun Ifop bendir til að Macron myndi fá tíu prósent fleiri atkvæði en Le Pen í einvígi þeirra tveggja. Macron hefur enn ekki tilkynnt formlega um framboð til endurkjörs þó að allir taki því sem gefnu. Frestur til að skila undirskriftum rennur út 4. mars næstkomandi.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Fréttaskýringar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira