Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:20 Töluverð breyting verður á samsetningu fulltrúa flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Stöð 2/Sigurjón Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Sjá meira
Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15
Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00