Kalla eftir úrbótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólarhringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 18:21 Hellisheiði var lokuð í um þrjá sólarhringa, sem bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki ásættanlegt. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið. Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum. Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum.
Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira