Umfjöllun: Njarðvík - Fjölnir 82-55 | Njarðvík valtaði yfir Fjölni í Ljónagryfjunni Siggeir Ævarsson skrifar 13. febrúar 2022 18:00 Heimakonur frá Njarðvík mættu miklu ákveðnari til leiks. Vísir/Vilhelm Það var alvöru toppslagur í Njarðvík í kvöld þar sem heimakonur tóku á móti Fjölni. Fyrir leikinn voru liðin saman í 2. og 3. sæti bæði með 20 stig. Fjölniskonur höfðu verið í mikilli siglingu fram að síðasta leik með 6 sigra í röð en töpuðu gegn Haukum í síðustu umferð. Njarðvíkingar töpuðu nokkuð óvænt gegn Blikum í síðasta leik og bæði lið því eflaust staðráðin í að komast aftur á sigurbraut í kvöld. Njarðvík byrjuðu leikinn einfaldlega miklu betur og voru með öll völd á vellinum í 1. leikhluta. Skotin hjá Fjölni ekki að detta og Njarðvíkingar sýndu mikla áræðni og baráttu, ekki síst Lavína Joao Gomes De Silva sem var með 9 af þessum 25 stigum og góðan slatta af fráköstum með, sem hún reif flest niður af miklu harðfylgi. Halldór þjálfari Fjölnis tók tvö leikhlé í leikhlutanum sem skilaði litlu, þrátt fyrir miklar skammir sem heyrðust vel yfir í blaðamannastúkuna. Fyrri hálfleikur var eign heimakvenna frá A-Ö en þær keyrðu muninn upp í 20 stig þegar mest var. Fjölnir skiptu yfir í svæðisvörn og náðu nokkrum stoppum og hraðaupphlaupum en þær voru einfaldlega að hitta alveg hræðileg. Þær reyndu mikið að minnka muninn af þriggja en voru 0/16 þar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 41-23 heimakonum í vil og allt benti til að þær myndu fara með öruggan sigur af hólmi. Aliyah Collier fór mikinn í þessum fyrri hálfleik og barðist eins og ljón undir körfunni gegn hávöxnu liði Fjölnis, en hún var komin með tvöfalda tvennu strax í hálfleik, 14 stig og 12 fráköst. Hún og Lavina De Silva í sérflokki framan af leik, Lavina með 15 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Seinni hálfleikur var mikið til meira af því sama og bættu heimakonur í frekar en hitt. Munurinn fór í 29 stig þegar verst lét fyrir gestina sem hittu einfaldlega alveg herfilega í þessum leik, og á köflum var eins og Njarðvík gæti hreinlega ekki klikkað úr skoti. Njarðvík keyrðu inn í 4. leikhlutann með 23 stig forskot og leikurinn í raun búinn á þeim tímapunkti. Það var svolítið eins og bæði lið vissu það og síðasti leikhlutinn tíðindalítill, lokatölur 82-55, þar sem minni spámenn í báðum liðum kláruðu síðustu tvær mínúturnar og söfnuðu dýrmætum mínútum í reynslubankann. Af hverju vann Njarðvík? Heimakonur mættu miklu ákveðnari til leiks, tóku t.d. 74 fráköst, á móti 40 hjá Fjölni. Fjölniskonur virtust hreinlega ekki vera tilbúnar í þennan slag í kvöld og þeirra bestu leikmenn eins og skugginn af sjálfum sér og einstaklingsframtakið allsráðandi. Hverjar stóðu uppúr? Þær Lavina De Silva og Aliyah Collier báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í kvöld. Lavina endaði með 22 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar, og Aliyah með 30 stig og 23 fráköst! Strangt til tekið var hún með þrefalda tvennu í kvöld, með 10 tapaða bolta að auki, en látum það liggja á milli hluta. Aliyah Mazyck skilaði fallegri tölfræðilínu og ágætri einstaklingsframmistöðu fyrir gestina, með 24 stig, 9 fráköst, 7 stolna, 11 fiskaðar villur en aðeins 1 stoðsendingu, sem segir kannski allt sem segja þarf um sóknarleik Fjölnis í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Fjölni var hræðilegur í kvöld. Þær voru 0/16 í þriggja í hálfleik og enduðu í 3/23, eða 13% nýtingu. Iva Bosnjak skoraði ekki stig í 8 skotum og Dagný Lísa Davíðsdóttir sem hefur verið að skila 17 stigum og 10 fráköstum í vetur endaði með 6 stig og 4 fráköst. Hvað gerist næst? Njarðvíkurkonur eru þá komnar með jafn marga sigra og topplið Vals, en liðin í þremur efstu sætunum eru öll með 5 tapleiki svo að baráttan um 1. sætið er ennþá í járnum. Fjölnir eiga heimaleik gegn Grindavík 16. febrúar, sem er frestaður leikur, og Njarðvík eiga útileik gegn Haukum 20. Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, segir sigurinn stærri en hann átti von á.Njarðvík á Facebook „Eftir þessa sterku byrjun var þetta eiginlega aldrei spurning“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagðist fyrirfram ekki hafa átt von á svona stórum sigri „Já þetta var kannski stærri sigur en ég átti von á. En við mættum bara hrikalega öflugar til leiks frá fyrstu mínútu sem var klárlega það sem við lögðum upp með og við ætluðum okkur að gera. Við töluðum mikið um það í aðdraganda leiksins að mæta sterkar frá byrjun. Eftir þessa byrjun þá var þetta eiginlega aldrei spurning.“ Fjölnir reyndu að stoppa sóknarleik Njarðvíkinga með svæðisvörn en það virtist engu skipta. „Við gerðum mjög vel á móti svæðinu þegar þær byrjuðu á því í fyrri hálfleiknum. Þá héldum við tempóinu og boltahreyfingunni, og hreyfðum okkur vel. En í seinni hálfleik þá svona gleymdum við því aðeins að við mættum hreyfa okkur án boltans, og jafnvel með boltann. Það má drippla líka á móti svæði. Það komu aðeins of margir tapaðir boltar í seinni hálfleik en baráttan, viljinn og karakterinn voru til staðar í 40 mínútur og ég er alveg ótrúlega ánægður með það.“ Rúnar var á því að toppnum væri alls ekki náð í frammistöðu hjá liðinu þrátt fyrir stóran sigur í kvöld. „Þetta snýst bara um að bæta sig og halda áfram að reyna þó að það gangi ekki alltaf allt upp. Það er ennþá fullt af leikjum eftir þó að við höfum unnið einn í kvöld, og það eru bara 2 stig þrátt fyrir stóran sigur. Það er bara vika í næsta hörkuleik, og þetta eru allt saman hörkuleikir í þessari deild svo að við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir
Það var alvöru toppslagur í Njarðvík í kvöld þar sem heimakonur tóku á móti Fjölni. Fyrir leikinn voru liðin saman í 2. og 3. sæti bæði með 20 stig. Fjölniskonur höfðu verið í mikilli siglingu fram að síðasta leik með 6 sigra í röð en töpuðu gegn Haukum í síðustu umferð. Njarðvíkingar töpuðu nokkuð óvænt gegn Blikum í síðasta leik og bæði lið því eflaust staðráðin í að komast aftur á sigurbraut í kvöld. Njarðvík byrjuðu leikinn einfaldlega miklu betur og voru með öll völd á vellinum í 1. leikhluta. Skotin hjá Fjölni ekki að detta og Njarðvíkingar sýndu mikla áræðni og baráttu, ekki síst Lavína Joao Gomes De Silva sem var með 9 af þessum 25 stigum og góðan slatta af fráköstum með, sem hún reif flest niður af miklu harðfylgi. Halldór þjálfari Fjölnis tók tvö leikhlé í leikhlutanum sem skilaði litlu, þrátt fyrir miklar skammir sem heyrðust vel yfir í blaðamannastúkuna. Fyrri hálfleikur var eign heimakvenna frá A-Ö en þær keyrðu muninn upp í 20 stig þegar mest var. Fjölnir skiptu yfir í svæðisvörn og náðu nokkrum stoppum og hraðaupphlaupum en þær voru einfaldlega að hitta alveg hræðileg. Þær reyndu mikið að minnka muninn af þriggja en voru 0/16 þar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 41-23 heimakonum í vil og allt benti til að þær myndu fara með öruggan sigur af hólmi. Aliyah Collier fór mikinn í þessum fyrri hálfleik og barðist eins og ljón undir körfunni gegn hávöxnu liði Fjölnis, en hún var komin með tvöfalda tvennu strax í hálfleik, 14 stig og 12 fráköst. Hún og Lavina De Silva í sérflokki framan af leik, Lavina með 15 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Seinni hálfleikur var mikið til meira af því sama og bættu heimakonur í frekar en hitt. Munurinn fór í 29 stig þegar verst lét fyrir gestina sem hittu einfaldlega alveg herfilega í þessum leik, og á köflum var eins og Njarðvík gæti hreinlega ekki klikkað úr skoti. Njarðvík keyrðu inn í 4. leikhlutann með 23 stig forskot og leikurinn í raun búinn á þeim tímapunkti. Það var svolítið eins og bæði lið vissu það og síðasti leikhlutinn tíðindalítill, lokatölur 82-55, þar sem minni spámenn í báðum liðum kláruðu síðustu tvær mínúturnar og söfnuðu dýrmætum mínútum í reynslubankann. Af hverju vann Njarðvík? Heimakonur mættu miklu ákveðnari til leiks, tóku t.d. 74 fráköst, á móti 40 hjá Fjölni. Fjölniskonur virtust hreinlega ekki vera tilbúnar í þennan slag í kvöld og þeirra bestu leikmenn eins og skugginn af sjálfum sér og einstaklingsframtakið allsráðandi. Hverjar stóðu uppúr? Þær Lavina De Silva og Aliyah Collier báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í kvöld. Lavina endaði með 22 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar, og Aliyah með 30 stig og 23 fráköst! Strangt til tekið var hún með þrefalda tvennu í kvöld, með 10 tapaða bolta að auki, en látum það liggja á milli hluta. Aliyah Mazyck skilaði fallegri tölfræðilínu og ágætri einstaklingsframmistöðu fyrir gestina, með 24 stig, 9 fráköst, 7 stolna, 11 fiskaðar villur en aðeins 1 stoðsendingu, sem segir kannski allt sem segja þarf um sóknarleik Fjölnis í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Fjölni var hræðilegur í kvöld. Þær voru 0/16 í þriggja í hálfleik og enduðu í 3/23, eða 13% nýtingu. Iva Bosnjak skoraði ekki stig í 8 skotum og Dagný Lísa Davíðsdóttir sem hefur verið að skila 17 stigum og 10 fráköstum í vetur endaði með 6 stig og 4 fráköst. Hvað gerist næst? Njarðvíkurkonur eru þá komnar með jafn marga sigra og topplið Vals, en liðin í þremur efstu sætunum eru öll með 5 tapleiki svo að baráttan um 1. sætið er ennþá í járnum. Fjölnir eiga heimaleik gegn Grindavík 16. febrúar, sem er frestaður leikur, og Njarðvík eiga útileik gegn Haukum 20. Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, segir sigurinn stærri en hann átti von á.Njarðvík á Facebook „Eftir þessa sterku byrjun var þetta eiginlega aldrei spurning“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagðist fyrirfram ekki hafa átt von á svona stórum sigri „Já þetta var kannski stærri sigur en ég átti von á. En við mættum bara hrikalega öflugar til leiks frá fyrstu mínútu sem var klárlega það sem við lögðum upp með og við ætluðum okkur að gera. Við töluðum mikið um það í aðdraganda leiksins að mæta sterkar frá byrjun. Eftir þessa byrjun þá var þetta eiginlega aldrei spurning.“ Fjölnir reyndu að stoppa sóknarleik Njarðvíkinga með svæðisvörn en það virtist engu skipta. „Við gerðum mjög vel á móti svæðinu þegar þær byrjuðu á því í fyrri hálfleiknum. Þá héldum við tempóinu og boltahreyfingunni, og hreyfðum okkur vel. En í seinni hálfleik þá svona gleymdum við því aðeins að við mættum hreyfa okkur án boltans, og jafnvel með boltann. Það má drippla líka á móti svæði. Það komu aðeins of margir tapaðir boltar í seinni hálfleik en baráttan, viljinn og karakterinn voru til staðar í 40 mínútur og ég er alveg ótrúlega ánægður með það.“ Rúnar var á því að toppnum væri alls ekki náð í frammistöðu hjá liðinu þrátt fyrir stóran sigur í kvöld. „Þetta snýst bara um að bæta sig og halda áfram að reyna þó að það gangi ekki alltaf allt upp. Það er ennþá fullt af leikjum eftir þó að við höfum unnið einn í kvöld, og það eru bara 2 stig þrátt fyrir stóran sigur. Það er bara vika í næsta hörkuleik, og þetta eru allt saman hörkuleikir í þessari deild svo að við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum