Leiðtogi sem kann að leiða kjarabaráttu Björn Páll Fálki Valsson skrifar 12. febrúar 2022 16:01 Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar. Ný forysta félagsins – fremst í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins - lét aldrei deigan síga og náði mjög góðum samningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Niðurstaða mín er alveg skýr: Sólveig Anna kann að leiða kjarabaráttu. Hún kann þá list að blása félagsmönnum baráttuanda í brjóst, og hún kann að tala máli þeirra við samningaborðið og í fjölmiðlum. En hún kann líka að fylkja fólki saman og leiða fram samstöðuna sem öllu skiptir. Þess vegna treysti ég Sólveigu Önnu til að vera formaður Eflingar. Mikið hefur gert til að setja athyglina í þessari kosningabaráttu á aðra hluti heldur en árangur Eflingar í kjarabaráttunni. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru valdamikil öfl í samfélaginu sem vilja ekki sjá herskáa verkalýðsbaráttu. Fyrir mig sem félagsmann í Eflingu er það samt þannig, að árangur í kjaramálum skiptir öllu máli. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með árásum úr öllum áttum gegn Sólveigu Önnu. Ég er henni mjög þakklátur fyrir þær fórnir sem hún hefur fært, til þess að setja loksins félagsfólk í fyrsta sæti í öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Það var ekki fyrr en hún varð formaður að Efling fór að skipta máli í íslensku samfélagi. Ég hvet Eflingarfélaga til að standa við bakið á Sólveigu Önnu og kjósa Baráttulistann áður en kosningu lýkur á þriðjudaginn, vegna þess að það skiptir máli að sá sem leiðir kjarabaráttuna næsta vetur hafi reynslu, þrautseigju og hugrekki. Ekki má missa sjónar á lokamarkmiði okkar Eflingarfélaga, sem eru bætt kjör, þrátt fyrir fjaðrafok um önnur mál. Þótt kjarabarátta verka- og láglaunafólks sé ekki auðveld, þá hefur Sólveig Anna sýnt að það er mögulegt að ljúka kjaraviðræðum með farsælum hætti. Þess vegna skiptir lykilmáli að hafa hana í brúnni. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar. Ný forysta félagsins – fremst í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins - lét aldrei deigan síga og náði mjög góðum samningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Niðurstaða mín er alveg skýr: Sólveig Anna kann að leiða kjarabaráttu. Hún kann þá list að blása félagsmönnum baráttuanda í brjóst, og hún kann að tala máli þeirra við samningaborðið og í fjölmiðlum. En hún kann líka að fylkja fólki saman og leiða fram samstöðuna sem öllu skiptir. Þess vegna treysti ég Sólveigu Önnu til að vera formaður Eflingar. Mikið hefur gert til að setja athyglina í þessari kosningabaráttu á aðra hluti heldur en árangur Eflingar í kjarabaráttunni. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru valdamikil öfl í samfélaginu sem vilja ekki sjá herskáa verkalýðsbaráttu. Fyrir mig sem félagsmann í Eflingu er það samt þannig, að árangur í kjaramálum skiptir öllu máli. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með árásum úr öllum áttum gegn Sólveigu Önnu. Ég er henni mjög þakklátur fyrir þær fórnir sem hún hefur fært, til þess að setja loksins félagsfólk í fyrsta sæti í öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Það var ekki fyrr en hún varð formaður að Efling fór að skipta máli í íslensku samfélagi. Ég hvet Eflingarfélaga til að standa við bakið á Sólveigu Önnu og kjósa Baráttulistann áður en kosningu lýkur á þriðjudaginn, vegna þess að það skiptir máli að sá sem leiðir kjarabaráttuna næsta vetur hafi reynslu, þrautseigju og hugrekki. Ekki má missa sjónar á lokamarkmiði okkar Eflingarfélaga, sem eru bætt kjör, þrátt fyrir fjaðrafok um önnur mál. Þótt kjarabarátta verka- og láglaunafólks sé ekki auðveld, þá hefur Sólveig Anna sýnt að það er mögulegt að ljúka kjaraviðræðum með farsælum hætti. Þess vegna skiptir lykilmáli að hafa hana í brúnni. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun