„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 20:31 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. Óttast er að Rússar muni láta til skarar skríða á næstu dögum en þeir hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sin ná landamærum Úkraínu. „Staðan er mjög alvarleg og hún er ekki að lagast svona með klukkustundunum sem líða. En við vonumst enn þá eftir friðsamlegri lausn. Við vonum að það sé nægur vilji til þess að leita slíkra lausna þannig að við leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, segir enn fremur að heræfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi hafi aukið á áhyggjurnar. „Þetta verður hættulegur tími næstu vikuna meðan á þessum heræfingum stendur, þá er alltaf möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis. Að einhverjar sprengjur rati á vitlausa staði og svo fram vegis. En það er ekkert held ég sem bendir sérstaklega til þess að það sé innrás í aðsigi frekar heldur en vanalega eins og svo má segja,“ segir Valur. Margeir Pétursson, bankamaður og skákmaður, hefur verið með annan fótinn í Lviv í vesturhluta landsins um árabil. Hann segist að vel athuguðu máli ekki ætla að verða við tilmælum íslenskra stjórnvalda um að yfirgefa landið, hann vilji sýna samstöðu með úkraínsku starfsfólki. Aðrir Íslendingar séu sömuleiðis rólegir og almenningur hafi ekki áhyggjur. Þeir sem hagnist af þessu ástandi séu Rússar og segir Margeir að hið sama gildi og í skákinni; að hótunin sé sterkari en leikurinn. Valur tekur undir þetta en tekur fram að Úkraínumenn hafi búið sig undir þessa hættu síðustu ár. „Ég er búinn að tala við fólk í Úkraínu í dag og sumir hafa litlar áhyggjur, aðrir segja látum þá bara koma því Úkraínumenn eru bunir að undirbúa sig undir þetta í átta ár og eru orðnir miklu vígreifari og betur vopnum búnir heldur en þeir voru fyrir átta árum síðan,“ segir Valur. Utanríkisráðuneytið hefur verið í samskiptum við Íslendinga í landinu. „Við vitum dæmi þess að einhverjir hafi farið veit ekki hingað en farið úr landinu, við biðlum til fólks að láta vita af sér og hins vegar í raun að beita almennri skynsemi, vera á varðbergi,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Utanríkismál Rússland Hvíta-Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Óttast er að Rússar muni láta til skarar skríða á næstu dögum en þeir hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sin ná landamærum Úkraínu. „Staðan er mjög alvarleg og hún er ekki að lagast svona með klukkustundunum sem líða. En við vonumst enn þá eftir friðsamlegri lausn. Við vonum að það sé nægur vilji til þess að leita slíkra lausna þannig að við leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, segir enn fremur að heræfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi hafi aukið á áhyggjurnar. „Þetta verður hættulegur tími næstu vikuna meðan á þessum heræfingum stendur, þá er alltaf möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis. Að einhverjar sprengjur rati á vitlausa staði og svo fram vegis. En það er ekkert held ég sem bendir sérstaklega til þess að það sé innrás í aðsigi frekar heldur en vanalega eins og svo má segja,“ segir Valur. Margeir Pétursson, bankamaður og skákmaður, hefur verið með annan fótinn í Lviv í vesturhluta landsins um árabil. Hann segist að vel athuguðu máli ekki ætla að verða við tilmælum íslenskra stjórnvalda um að yfirgefa landið, hann vilji sýna samstöðu með úkraínsku starfsfólki. Aðrir Íslendingar séu sömuleiðis rólegir og almenningur hafi ekki áhyggjur. Þeir sem hagnist af þessu ástandi séu Rússar og segir Margeir að hið sama gildi og í skákinni; að hótunin sé sterkari en leikurinn. Valur tekur undir þetta en tekur fram að Úkraínumenn hafi búið sig undir þessa hættu síðustu ár. „Ég er búinn að tala við fólk í Úkraínu í dag og sumir hafa litlar áhyggjur, aðrir segja látum þá bara koma því Úkraínumenn eru bunir að undirbúa sig undir þetta í átta ár og eru orðnir miklu vígreifari og betur vopnum búnir heldur en þeir voru fyrir átta árum síðan,“ segir Valur. Utanríkisráðuneytið hefur verið í samskiptum við Íslendinga í landinu. „Við vitum dæmi þess að einhverjir hafi farið veit ekki hingað en farið úr landinu, við biðlum til fólks að láta vita af sér og hins vegar í raun að beita almennri skynsemi, vera á varðbergi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Utanríkismál Rússland Hvíta-Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44