„Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 19:35 Ævar hefur vakið athygli fyrir leik sinn í Svörtu söndum. Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi. „Þetta er gríðarlega stór og merkileg hátíð og það er mikill heiður að vera boðið hingað. Það eru sjö seríur sem eru í þessum flokki sem við erum í sem eru valdar alls staðar að úr heiminum og þetta er í fyrsta skipti sem glæpasería hefur verið valin inn í þennan flokk,“ segir Ævar Þór Benediktsson leikari. „ Það sem er að fara að gerast í kvöld er heimsfrumsýning og við erum bara gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn sem við misstum af heima af því að það voru komin einhver ný afbrigði og við bara pössuðum okkur og sáum þetta á milli jóla og nýárs eins og allir aðrir. Núna fáum við aðeins að fagna og hlökkum til að heimurinn fái að dýfa sér á bólakaf í Svörtu sanda.“ Ævar segir það stórt skref að komast inn á hátíðina, sem er ein sú virtasta í heimi, og hjálpi vissulega til við að vekja athygli á seríunni, enda verði hún sýnd um allan heim á næstu vikum og mánuðum. „Vonandi verður til þess að fleiri lönd fái áhuga og heyri af seríunni,“ segir hann. Ævar er þekktastur sem Ævar vísindamaður enda hefur hann í áraraðir frætt krakka um vísindi, og bæði gefið út sjónvarpsþætti og bækur. Hann leikur hins vegar lögreglumann í þáttunum, þar sem hann fer meðal annars með nokkrar ansi djarfar senur. Hann hlær þegar hann er spurður hvort fólki hafi ekki brugðið svolítið í brún við að sjá hann í þessu nýja hlutverki. Bara í fyrradag var nágrannakona mín í næstu blokk að hrópa á mig og hrósa mér fyrir Svörtu sanda. Mér finnst það svona ágætis meðaltal, þetta kom fólki aðeins á óvart en á mjög góðan hátt og fyrir mig sem leikara að fá að gera eitthvað svona allt öðruvísi og finna traustið til að gera það var bara æðislegt.“ Íslendingar erlendis Svörtu sandar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlega stór og merkileg hátíð og það er mikill heiður að vera boðið hingað. Það eru sjö seríur sem eru í þessum flokki sem við erum í sem eru valdar alls staðar að úr heiminum og þetta er í fyrsta skipti sem glæpasería hefur verið valin inn í þennan flokk,“ segir Ævar Þór Benediktsson leikari. „ Það sem er að fara að gerast í kvöld er heimsfrumsýning og við erum bara gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn sem við misstum af heima af því að það voru komin einhver ný afbrigði og við bara pössuðum okkur og sáum þetta á milli jóla og nýárs eins og allir aðrir. Núna fáum við aðeins að fagna og hlökkum til að heimurinn fái að dýfa sér á bólakaf í Svörtu sanda.“ Ævar segir það stórt skref að komast inn á hátíðina, sem er ein sú virtasta í heimi, og hjálpi vissulega til við að vekja athygli á seríunni, enda verði hún sýnd um allan heim á næstu vikum og mánuðum. „Vonandi verður til þess að fleiri lönd fái áhuga og heyri af seríunni,“ segir hann. Ævar er þekktastur sem Ævar vísindamaður enda hefur hann í áraraðir frætt krakka um vísindi, og bæði gefið út sjónvarpsþætti og bækur. Hann leikur hins vegar lögreglumann í þáttunum, þar sem hann fer meðal annars með nokkrar ansi djarfar senur. Hann hlær þegar hann er spurður hvort fólki hafi ekki brugðið svolítið í brún við að sjá hann í þessu nýja hlutverki. Bara í fyrradag var nágrannakona mín í næstu blokk að hrópa á mig og hrósa mér fyrir Svörtu sanda. Mér finnst það svona ágætis meðaltal, þetta kom fólki aðeins á óvart en á mjög góðan hátt og fyrir mig sem leikara að fá að gera eitthvað svona allt öðruvísi og finna traustið til að gera það var bara æðislegt.“
Íslendingar erlendis Svörtu sandar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira