Klifurfélag Reykjavíkur - 20 ára Hilmar Ingimundarson skrifar 12. febrúar 2022 21:31 Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins. Fimm einstaklingar hafa síðan leitt félagið í gegnum mikinn vöxt og uppbyggingarstarf (frekari upplýsingar um stjórn: https://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/stjorn/ ). En saga klifurs á sér lengri sögu hér á landi og er gaman að líta yfir farinn veg á tímamótum sem þessum og meta allt það sem hefur áunnist áður en lengra er haldið og hugað að framtíðinni. Klifur hefur þróast mjög mikið undanfarna áratugi. Í hugum margra er klifur lífsstíll og getur tekið á sig mörg form. Það er hægt að stunda klifur innandyra, á þar til gerðum veggjum með festum til að líkja sem mest eftir fjölbreytileika náttúrunnar eða utandyra í klettum og fjalllendi. Það er stundað allan ársins hring þar sem klifrað er í klettum, ís eða snjó. Allt eftir áhuga, metnaði og dirfsku viðkomandi. Klifur er einstaklingsíþrótt en oftast stunduð í hóp, og skiptir félagskapurinn oft á tíðum meira máli heldur en afrekin hverju sinni. Fyrsta vísi að skipulögðu starfi tengdu klifri má rekja til stofnunar Ísalp (Íslenska Alpaklúbbsins: www.isalp.is ) árið 1977, sem er starfrækt enn í dag sem félag áhugamanna um fjallamennsku, og var mikill vöxtur í klifri hér á landi í framhaldi af stofnun klúbbsins. Um miðjan níunda áratuginn var fyrsta skipulagða keppnin í klifri haldin á Ítalíu á sérsmíðuðum keppnisvegg og það var síðan 1991 sem fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Frankfurt í Þýskalandi. Klifur þróaðist sem íþrótt á þessum tíma og á heimsvísu var skipulögð keppni og utanumhald að mótast eftir reglum og stöðlum alþjóðlegu íþróttahreyfinganna. Á sama tíma voru sterkir klifrarar hér á landi að hasla sér völl á erlendri grundu og áhuginn á því að keppa var aldrei langt undan. Úr varð að Sportklifurfélag Reykjavíkur (SKFR) var stofnað árið 1994 til að geta skráð keppendur á mót erlendis, en jafnframt til að standa að keppnismótum hér á landi. Markmiðið var einnig að koma upp viðunandi æfingar- og keppnisaðstöðu, en raunin varð síðan sú að brautryðjendur í sportklifri hér á landi opnuðu fyrstu æfingaraðstöðuna árið 1997 á eigin kostnað. Þeir ráku hana undir nafni Vektor í Borgartúni þar til það rann inn í nýstofnað Klifurfélag Reykjavíkur, sem hélt utan um rekstur og byggingu á nýrri aðstöðu. Úr varð að Klifurhúsið opnaði 300 m² aðstöðu í Skútuvogi 1 i Reykjavík og hélt þar úti öflugri æfingaaðstöðu, námskeiðum og keppnum ásamt því að halda uppi frekari uppbyggingu og kynningu klifurs á Íslandi. Um fimm þúsund manns nýttu sér aðstöðuna á ári þegar mest lét og þar af voru 300 manns í reglubundnum æfingum, rúmlega þúsund manns voru með aðgangskort og 3.500 manns komu í stök skipti. Klifurfélagið gerðist aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur í júní 2004 og var það mikil viðurkenning á öllu því uppbyggingarstarfi, sem hafði verið lagt upp með fram að því. Árið 2013 missti Klifurfélagið húsnæðið í Skútuvogi og í annað sinn á rúmum 10 árum var félagið húsnæðislaust. Eftir mikla þrautagöngu og elju náðist að opna nýja aðstöðu í Ármúla 23, eftir tæpt ár í rekstrarstoppi, og nú þá í tvöfalt stærra rými. Þá reyndist stuðningur Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur mikilvægur á ögurstundu í rekstri félagsins. Klifurfélag Reykjavíkur, sem rekur Klifurhúsið, stendur nú enn og aftur á tímamótum eins og áður sagði. Rúmlega 1400 iðkendur stunda reglubundnar æfingar í Klifurhúsinu og yfir árið eru yfir 8000 heimsóknir seldar í stök skipti. Klifurfélagið heldur að jafnaði 5 klifurmót, sem hluti af Íslandsmótaröðinni og Bikarmót, en undanfarin 3 ár hefur félagið einnig haldið utan um klifurmót fyrir Reykjavík International Games. Mikil gróska er í klifri hér á landi, bæði í barna- og unglingastarfi sem og afreksstarfinu. Margir vilja stunda klifur sem líkamsrækt, en félagskapurinn er það sem flestir sækjast í. Við erum með iðkendur sem hafa staðið sig vel á Norðurlandamótum undanfarin ár og stefnan er að komast að með keppendur á alþjóðlegum mótum, þegar farið verður að keppa aftur reglulega. Það má því til sanns vegar færa að klifuríþróttin hafi vaxið hratt hér á landi undanfarin ár og er gaman að geta þess í því sambandi að á nýliðnu ári fékk Klifurfélag Reykjavíkur aðild að nýstofnuðu Klifursambandi Íslands. Klifurnefnd ÍSÍ var sett á laggirnar árið 2018, en slíkt er undanfari þess að verða sérsamband. Nú er klifur stundað í sex íþróttafélögum innan sex héraðssambanda ÍSÍ og er von á því að fleiri sambönd taki klifuríþróttina upp á næstu misserum. Klifur var í fyrsta sinn keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar og þótti klifurkeppnin heppnast ákaflega vel Stefnt að því að klifur verði áfram keppnisíþrótt á næstu Ólympíuleikum í París 2024 og er því að miklu að keppa fyrir íslenska klifrara. Í tilefni af 20 ára afmæli Klifurfélags Reykjavíkur er opið hús í æfingaaðstöðu félagsins í Armúla 23 í Reykjavík á afmælisdagin, 13. febrúar, kl. 14-16. Félagar og velunnarar eru boðnir hjartanlega velkomnir. Höfundur er formaður Klifurfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Klifur Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins. Fimm einstaklingar hafa síðan leitt félagið í gegnum mikinn vöxt og uppbyggingarstarf (frekari upplýsingar um stjórn: https://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/stjorn/ ). En saga klifurs á sér lengri sögu hér á landi og er gaman að líta yfir farinn veg á tímamótum sem þessum og meta allt það sem hefur áunnist áður en lengra er haldið og hugað að framtíðinni. Klifur hefur þróast mjög mikið undanfarna áratugi. Í hugum margra er klifur lífsstíll og getur tekið á sig mörg form. Það er hægt að stunda klifur innandyra, á þar til gerðum veggjum með festum til að líkja sem mest eftir fjölbreytileika náttúrunnar eða utandyra í klettum og fjalllendi. Það er stundað allan ársins hring þar sem klifrað er í klettum, ís eða snjó. Allt eftir áhuga, metnaði og dirfsku viðkomandi. Klifur er einstaklingsíþrótt en oftast stunduð í hóp, og skiptir félagskapurinn oft á tíðum meira máli heldur en afrekin hverju sinni. Fyrsta vísi að skipulögðu starfi tengdu klifri má rekja til stofnunar Ísalp (Íslenska Alpaklúbbsins: www.isalp.is ) árið 1977, sem er starfrækt enn í dag sem félag áhugamanna um fjallamennsku, og var mikill vöxtur í klifri hér á landi í framhaldi af stofnun klúbbsins. Um miðjan níunda áratuginn var fyrsta skipulagða keppnin í klifri haldin á Ítalíu á sérsmíðuðum keppnisvegg og það var síðan 1991 sem fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Frankfurt í Þýskalandi. Klifur þróaðist sem íþrótt á þessum tíma og á heimsvísu var skipulögð keppni og utanumhald að mótast eftir reglum og stöðlum alþjóðlegu íþróttahreyfinganna. Á sama tíma voru sterkir klifrarar hér á landi að hasla sér völl á erlendri grundu og áhuginn á því að keppa var aldrei langt undan. Úr varð að Sportklifurfélag Reykjavíkur (SKFR) var stofnað árið 1994 til að geta skráð keppendur á mót erlendis, en jafnframt til að standa að keppnismótum hér á landi. Markmiðið var einnig að koma upp viðunandi æfingar- og keppnisaðstöðu, en raunin varð síðan sú að brautryðjendur í sportklifri hér á landi opnuðu fyrstu æfingaraðstöðuna árið 1997 á eigin kostnað. Þeir ráku hana undir nafni Vektor í Borgartúni þar til það rann inn í nýstofnað Klifurfélag Reykjavíkur, sem hélt utan um rekstur og byggingu á nýrri aðstöðu. Úr varð að Klifurhúsið opnaði 300 m² aðstöðu í Skútuvogi 1 i Reykjavík og hélt þar úti öflugri æfingaaðstöðu, námskeiðum og keppnum ásamt því að halda uppi frekari uppbyggingu og kynningu klifurs á Íslandi. Um fimm þúsund manns nýttu sér aðstöðuna á ári þegar mest lét og þar af voru 300 manns í reglubundnum æfingum, rúmlega þúsund manns voru með aðgangskort og 3.500 manns komu í stök skipti. Klifurfélagið gerðist aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur í júní 2004 og var það mikil viðurkenning á öllu því uppbyggingarstarfi, sem hafði verið lagt upp með fram að því. Árið 2013 missti Klifurfélagið húsnæðið í Skútuvogi og í annað sinn á rúmum 10 árum var félagið húsnæðislaust. Eftir mikla þrautagöngu og elju náðist að opna nýja aðstöðu í Ármúla 23, eftir tæpt ár í rekstrarstoppi, og nú þá í tvöfalt stærra rými. Þá reyndist stuðningur Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur mikilvægur á ögurstundu í rekstri félagsins. Klifurfélag Reykjavíkur, sem rekur Klifurhúsið, stendur nú enn og aftur á tímamótum eins og áður sagði. Rúmlega 1400 iðkendur stunda reglubundnar æfingar í Klifurhúsinu og yfir árið eru yfir 8000 heimsóknir seldar í stök skipti. Klifurfélagið heldur að jafnaði 5 klifurmót, sem hluti af Íslandsmótaröðinni og Bikarmót, en undanfarin 3 ár hefur félagið einnig haldið utan um klifurmót fyrir Reykjavík International Games. Mikil gróska er í klifri hér á landi, bæði í barna- og unglingastarfi sem og afreksstarfinu. Margir vilja stunda klifur sem líkamsrækt, en félagskapurinn er það sem flestir sækjast í. Við erum með iðkendur sem hafa staðið sig vel á Norðurlandamótum undanfarin ár og stefnan er að komast að með keppendur á alþjóðlegum mótum, þegar farið verður að keppa aftur reglulega. Það má því til sanns vegar færa að klifuríþróttin hafi vaxið hratt hér á landi undanfarin ár og er gaman að geta þess í því sambandi að á nýliðnu ári fékk Klifurfélag Reykjavíkur aðild að nýstofnuðu Klifursambandi Íslands. Klifurnefnd ÍSÍ var sett á laggirnar árið 2018, en slíkt er undanfari þess að verða sérsamband. Nú er klifur stundað í sex íþróttafélögum innan sex héraðssambanda ÍSÍ og er von á því að fleiri sambönd taki klifuríþróttina upp á næstu misserum. Klifur var í fyrsta sinn keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar og þótti klifurkeppnin heppnast ákaflega vel Stefnt að því að klifur verði áfram keppnisíþrótt á næstu Ólympíuleikum í París 2024 og er því að miklu að keppa fyrir íslenska klifrara. Í tilefni af 20 ára afmæli Klifurfélags Reykjavíkur er opið hús í æfingaaðstöðu félagsins í Armúla 23 í Reykjavík á afmælisdagin, 13. febrúar, kl. 14-16. Félagar og velunnarar eru boðnir hjartanlega velkomnir. Höfundur er formaður Klifurfélags Reykjavíkur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun