Fólk stundum feimið við að taka niður grímuna Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 12. febrúar 2022 22:03 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir enn marga feimna við að taka grímuna af sér eftir að slakað var á samkomutakmörkunum í gær. Hún telur að afnám grímuskyldu eigi eftir að ganga vel og segir það ekki síst létti fyrir starfsfólk. Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02