Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. febrúar 2022 23:48 Ekkert lát hefur verið á mótmælunum í dag. Getty/Cole Burston Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. Mótmælin eru hluti af Frelsislestar-mótmælunum svokölluðu sem hafa verið í gangi víðs vegar um Kanada en þau hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Upprunalega var um að ræða mótmæli vörubílsstjóra vegna bólusetningarskyldu en síðar meir tóku þau almennt að snúa að hvers kyns takmörkunum vegna Covid. Dómstóll úrskurðaði í gær að mótmælunum á brúnni yrði hætt en um er að ræða mikilvæga flutningsleið og hafa atvinnugreinasamtök lýst því yfir að mótmælin séu að valda þeim gríðarlegu tjóni. Úrskurðurinn tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær og gaf lögregla skömmu síðar út tilkynningu um að allir þeir sem enn væru á staðnum gætu átt yfir höfði sér ákæru. Í morgun virtust mótmælin vera að tvístrast en fleiri tóku að mæta þegar líða fór á daginn. Að því er kemur fram í frétt BBC eru lögreglumenn nú byrjaðir að vísa fólki af brúnni en enn eru töluvert margir á staðnum, að því er kemur fram í frétt CTV um málið. Drew Dilkens, bæjarstjóri Windsor í Kanada, segist búast við því að málið verði leyst um helgina en hann segir koma til greina að lögregla beiti valdi til að koma fólki frá. Mótmælin fara þó einnig fram víðar en við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Ottawa er búist við fleiri mæti þegar líða fer á daginn. 6 hours after police moved in to clear the Ambassador Bridge blockade, 200 protesters are staying put. Officers are allowing them to come and go as they wish. pic.twitter.com/p25f0Zs49H— Thomas Daigle (@thomasdaigle) February 12, 2022 Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Mótmælin eru hluti af Frelsislestar-mótmælunum svokölluðu sem hafa verið í gangi víðs vegar um Kanada en þau hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Upprunalega var um að ræða mótmæli vörubílsstjóra vegna bólusetningarskyldu en síðar meir tóku þau almennt að snúa að hvers kyns takmörkunum vegna Covid. Dómstóll úrskurðaði í gær að mótmælunum á brúnni yrði hætt en um er að ræða mikilvæga flutningsleið og hafa atvinnugreinasamtök lýst því yfir að mótmælin séu að valda þeim gríðarlegu tjóni. Úrskurðurinn tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær og gaf lögregla skömmu síðar út tilkynningu um að allir þeir sem enn væru á staðnum gætu átt yfir höfði sér ákæru. Í morgun virtust mótmælin vera að tvístrast en fleiri tóku að mæta þegar líða fór á daginn. Að því er kemur fram í frétt BBC eru lögreglumenn nú byrjaðir að vísa fólki af brúnni en enn eru töluvert margir á staðnum, að því er kemur fram í frétt CTV um málið. Drew Dilkens, bæjarstjóri Windsor í Kanada, segist búast við því að málið verði leyst um helgina en hann segir koma til greina að lögregla beiti valdi til að koma fólki frá. Mótmælin fara þó einnig fram víðar en við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Ottawa er búist við fleiri mæti þegar líða fer á daginn. 6 hours after police moved in to clear the Ambassador Bridge blockade, 200 protesters are staying put. Officers are allowing them to come and go as they wish. pic.twitter.com/p25f0Zs49H— Thomas Daigle (@thomasdaigle) February 12, 2022
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51