Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. febrúar 2022 23:48 Ekkert lát hefur verið á mótmælunum í dag. Getty/Cole Burston Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. Mótmælin eru hluti af Frelsislestar-mótmælunum svokölluðu sem hafa verið í gangi víðs vegar um Kanada en þau hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Upprunalega var um að ræða mótmæli vörubílsstjóra vegna bólusetningarskyldu en síðar meir tóku þau almennt að snúa að hvers kyns takmörkunum vegna Covid. Dómstóll úrskurðaði í gær að mótmælunum á brúnni yrði hætt en um er að ræða mikilvæga flutningsleið og hafa atvinnugreinasamtök lýst því yfir að mótmælin séu að valda þeim gríðarlegu tjóni. Úrskurðurinn tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær og gaf lögregla skömmu síðar út tilkynningu um að allir þeir sem enn væru á staðnum gætu átt yfir höfði sér ákæru. Í morgun virtust mótmælin vera að tvístrast en fleiri tóku að mæta þegar líða fór á daginn. Að því er kemur fram í frétt BBC eru lögreglumenn nú byrjaðir að vísa fólki af brúnni en enn eru töluvert margir á staðnum, að því er kemur fram í frétt CTV um málið. Drew Dilkens, bæjarstjóri Windsor í Kanada, segist búast við því að málið verði leyst um helgina en hann segir koma til greina að lögregla beiti valdi til að koma fólki frá. Mótmælin fara þó einnig fram víðar en við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Ottawa er búist við fleiri mæti þegar líða fer á daginn. 6 hours after police moved in to clear the Ambassador Bridge blockade, 200 protesters are staying put. Officers are allowing them to come and go as they wish. pic.twitter.com/p25f0Zs49H— Thomas Daigle (@thomasdaigle) February 12, 2022 Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Hlýnandi veður Veður Fleiri fréttir Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Sjá meira
Mótmælin eru hluti af Frelsislestar-mótmælunum svokölluðu sem hafa verið í gangi víðs vegar um Kanada en þau hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Upprunalega var um að ræða mótmæli vörubílsstjóra vegna bólusetningarskyldu en síðar meir tóku þau almennt að snúa að hvers kyns takmörkunum vegna Covid. Dómstóll úrskurðaði í gær að mótmælunum á brúnni yrði hætt en um er að ræða mikilvæga flutningsleið og hafa atvinnugreinasamtök lýst því yfir að mótmælin séu að valda þeim gríðarlegu tjóni. Úrskurðurinn tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær og gaf lögregla skömmu síðar út tilkynningu um að allir þeir sem enn væru á staðnum gætu átt yfir höfði sér ákæru. Í morgun virtust mótmælin vera að tvístrast en fleiri tóku að mæta þegar líða fór á daginn. Að því er kemur fram í frétt BBC eru lögreglumenn nú byrjaðir að vísa fólki af brúnni en enn eru töluvert margir á staðnum, að því er kemur fram í frétt CTV um málið. Drew Dilkens, bæjarstjóri Windsor í Kanada, segist búast við því að málið verði leyst um helgina en hann segir koma til greina að lögregla beiti valdi til að koma fólki frá. Mótmælin fara þó einnig fram víðar en við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Ottawa er búist við fleiri mæti þegar líða fer á daginn. 6 hours after police moved in to clear the Ambassador Bridge blockade, 200 protesters are staying put. Officers are allowing them to come and go as they wish. pic.twitter.com/p25f0Zs49H— Thomas Daigle (@thomasdaigle) February 12, 2022
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Hlýnandi veður Veður Fleiri fréttir Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Sjá meira
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51