Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 08:08 Almennir borgarar hafa sótt hernaðaræfingar til að undirbúa sig yrir yfirvofandi innrás. Getty/Sergei Chuzavkov Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. Spennan milli Rússlands og Úkraínu, og bandamanna hennar, hefur aukist gífurlega á undanförnum dögum og yfirvofandi innrás talin líklegri með hverjum deginum. Nú hefur rúmur tugur ríkja biðlað til ríkisborgara sinna í Úkraínu að fara þaðan, þar á meðal Ísland. Þúsundir söfnuðust saman í Kænugarði í gær til að mótmæla hernaðarumsvifum Rússa við landamærin að Úkraínu.AP Photo/Efrem Lukatsky Úkraínumenn virðast undir það búnir að Rússar ráðist inn í landið og hafa margir almennir borgarar til að mynda tekið þátt í hernaðaræfingum í Kænugarði. Biden og Pútín funduðu í gær Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í gær í von um að losa um spennuna sem myndast hefur milli vesturveldanna og Rússlands vegna Úkraínu. Biden varaði Pútín við því að vesturveldin muni svara af hörku ráðist Rússar inn í Úkraínu og muni slík innrás valda miklu kvalræði og einangra stjórnvöld í Moskvu. Meira en 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú staddir á landamærum Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússar taka fyrir það. Hér má sjá gróft kort af því hvar rússneksar hersveitir eru staddar í kring um Úkraínu.Vísir/Google Maps Samkvæmt fréttum frá Hvíta húsinu bar fundurinn engan árangur og staðan er enn óbreytt. Þá segir í yfirlýsingu frá Kreml að Biden hafi ekki hlusað á áhyggjur Rússa um stækkun Atlantshafsbandalagsins og komu erlendra hermanna til Úkraínu. Ekkert í máli Pútíns bendi til innrásar Biden fundaði með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu að loknum fundi hans með Pútín í gær en þeir hafa báðir fundað með Pútín á undanförnum dögum. Að sögn franska forsetaembættisins gaf ekkert til kynna í máli Pútíns við Frakklands- og Bandaríkjaforseta að Rússland væri að undirbúa innrás í Úkraínu. Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman í Kænugarði í gær.Getty/Chris McGrath „Við munum samt sem áður fylgjast grannt með stöðu mála og starfsemi rússneska hersins til þess að forðast það versta,“ segir í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu. Biden hefur sömuleiðis fundað með Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem á landamæri við Úkraínu í norðri. Lúkasjenka og Pútín hafa verið nánir bandamenn og hræðast margir að ráðist Rússar inn í Úkraínu úr austri muni Hvítrússar ráðast inn úr norðri, þar sem hvítrússneski herinn er samankominn á landamærunum að Úkraínu. Rúmur tugur ríkja biðlar til ríkisborgara sinna að flýja Úkraínu Bandarísk yfirvöld hafa byrjað að flytja flest sendiráðsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Þá hefur utanríkisráðuneyti Íslands óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Mótmælendur bera fána sem á stendur: Úkraínumenn munu veita viðnám.Getty/Pavlo Gonchar Rússnesk yfirvöld hafa sömuleiðis tekið ákvörðun um að hagræða sinni utanríkisþjónustu í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kænugarði. Ísrael, Portúgal, Belgía, Bretland og fleiri ríki hafa sömuleiðis beint því til sinna ríkisborgara að yfirgefa Úkraínu. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Pútín hafi fundað með Alexander Lúkasjenka forseta Hvíta-Rússlands en þar átti að segja að Biden hafi fundað með honum. Þetta hefur verið leiðrétt. Úkraína Rússland Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Spennan milli Rússlands og Úkraínu, og bandamanna hennar, hefur aukist gífurlega á undanförnum dögum og yfirvofandi innrás talin líklegri með hverjum deginum. Nú hefur rúmur tugur ríkja biðlað til ríkisborgara sinna í Úkraínu að fara þaðan, þar á meðal Ísland. Þúsundir söfnuðust saman í Kænugarði í gær til að mótmæla hernaðarumsvifum Rússa við landamærin að Úkraínu.AP Photo/Efrem Lukatsky Úkraínumenn virðast undir það búnir að Rússar ráðist inn í landið og hafa margir almennir borgarar til að mynda tekið þátt í hernaðaræfingum í Kænugarði. Biden og Pútín funduðu í gær Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í gær í von um að losa um spennuna sem myndast hefur milli vesturveldanna og Rússlands vegna Úkraínu. Biden varaði Pútín við því að vesturveldin muni svara af hörku ráðist Rússar inn í Úkraínu og muni slík innrás valda miklu kvalræði og einangra stjórnvöld í Moskvu. Meira en 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú staddir á landamærum Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússar taka fyrir það. Hér má sjá gróft kort af því hvar rússneksar hersveitir eru staddar í kring um Úkraínu.Vísir/Google Maps Samkvæmt fréttum frá Hvíta húsinu bar fundurinn engan árangur og staðan er enn óbreytt. Þá segir í yfirlýsingu frá Kreml að Biden hafi ekki hlusað á áhyggjur Rússa um stækkun Atlantshafsbandalagsins og komu erlendra hermanna til Úkraínu. Ekkert í máli Pútíns bendi til innrásar Biden fundaði með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu að loknum fundi hans með Pútín í gær en þeir hafa báðir fundað með Pútín á undanförnum dögum. Að sögn franska forsetaembættisins gaf ekkert til kynna í máli Pútíns við Frakklands- og Bandaríkjaforseta að Rússland væri að undirbúa innrás í Úkraínu. Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman í Kænugarði í gær.Getty/Chris McGrath „Við munum samt sem áður fylgjast grannt með stöðu mála og starfsemi rússneska hersins til þess að forðast það versta,“ segir í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu. Biden hefur sömuleiðis fundað með Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem á landamæri við Úkraínu í norðri. Lúkasjenka og Pútín hafa verið nánir bandamenn og hræðast margir að ráðist Rússar inn í Úkraínu úr austri muni Hvítrússar ráðast inn úr norðri, þar sem hvítrússneski herinn er samankominn á landamærunum að Úkraínu. Rúmur tugur ríkja biðlar til ríkisborgara sinna að flýja Úkraínu Bandarísk yfirvöld hafa byrjað að flytja flest sendiráðsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Þá hefur utanríkisráðuneyti Íslands óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Mótmælendur bera fána sem á stendur: Úkraínumenn munu veita viðnám.Getty/Pavlo Gonchar Rússnesk yfirvöld hafa sömuleiðis tekið ákvörðun um að hagræða sinni utanríkisþjónustu í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kænugarði. Ísrael, Portúgal, Belgía, Bretland og fleiri ríki hafa sömuleiðis beint því til sinna ríkisborgara að yfirgefa Úkraínu. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Pútín hafi fundað með Alexander Lúkasjenka forseta Hvíta-Rússlands en þar átti að segja að Biden hafi fundað með honum. Þetta hefur verið leiðrétt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08