„Það var kona við bústaðinn þegar við komum. Sjúkrabíllinn kíkti á hana en hún þurfti ekki aðstoð frá okkur. svo fór hún bara til lögreglunnar út af rannsóknarhagsmunum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
Hann sagðist ekki vita hvort konan hafi verið eigandi bústaðarins og engin gæludýr hafi verið inni í bústaðnum að hans vitund.
Slökkvistarf stóð yfir í fjórar klukkustundir áður en lögreglu var afhentur vettvangurinn.
„Við vorum búnir að slökkva mest allt í kring um sex leytið en svo voru þarna glæður. Við þurftum að rífa eitthvað upp til að passa að þetta myndi ekki blossa upp aftur. Það er yfirleitt svolítið mikil vinna líka.“
Eldsupptök eru ókunn.