„Ég er fullorðinn, en ekki fábjáni“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. febrúar 2022 14:21 Carlos San Juan berst fyrir bættri bankaþjónustu. EPA/FERNANDO ALVARADO „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins. Það er ekki bara á Íslandi sem bankar loka útibúum sínum í löngum bunum, draga úr persónulegri þjónustu og beina viðskiptavinum sínum inn á netið. Á Spáni gerist það einnig í ríkum mæli. Frá 2008 til dagsins í dag hefur bankaútibúum á Spáni fækkað um 54 prósent og starfsfólki bankanna hefur fækkað um 40 prósent. Sá er samt munurinn á Spáni og Íslandi að hér í landi hefur 78 ára gamall eftirlaunaþegi, Carlos San Juan, skorið upp herör gegn síversnandi þjónustu bankanna og krafist úrbóta. „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“, er yfirskrift undirskriftasöfnunar sem Carlos hefur stofnað til. Nú þegar hafa 600.000 manns skrifað undir kröfuskjalið um betri þjónustu og þeim fjölgar hratt frá degi til dags. Bankarnir eru samhentir þegar kemur að versnandi þjónustu Carlos segir að bankarnir séu afskaplega samhentir í að draga úr þjónustu við almenning, hann segist oft upplifa niðurlægingu þegar hann biðji um aðstoð í bönkum, honum sé hreinlega svarað eins og hann sé fábjáni. Þá hegði bankarnir sér oft eins og eitt samhent einokunarfyrirtæki, svo samstíga séu þeir í að draga úr allri persónulegri þjónustu. Carlos segir að kröfurnar séu einfaldar, það þurfi að auðvelda persónulegt aðgengi viðskiptavina að bönkunum og það strax. Já, og Carlos leggur áherslu á það að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta peningar fólksins, en ekki peningar sem bankarnir eigi. Hann fundaði í vikunni með efnahagsmálaráðherra landsins, sem tilkynnti honum að stjórnvöld hefðu þegar í stað ákveðið að setja fjármálafyrirtækjum landsins úrslitakosti. Fyrir næstu mánaðamót ber þeim að kynna aðgerðir sem tryggi að viðskiptavinir bankanna fái í framtíðinni betri og persónulegri þjónustu. Og bankarnir voru ekki lengi að bregðast við. Þegar daginn eftir fund Carlosar og ráðherrans lýsti talsmaður fjármálafyrirtækja því yfir að brugðist yrði við ákalli fjöldans og gerð gangskör í því að bæta þjónustu bankanna við eldra fólk. Bankarnir skila milljarða hagnaði Á sama tíma og persónuleg þjónusta bankanna versnar skila bankarnir gríðarlega miklum hagnaði. Hagnaður fimm stærstu bankanna á Spáni nam í fyrra tæplega 20 milljörðum evra, andvirði 2.900 milljarða íslenskra króna. Þetta er tala sem örfáir dauðlegir menn skilja. Til þess að gera hana skiljanlegri þá jafngildir gróði bankanna fimm á árinu 2021 80 milljónum króna á hverjum einasta degi í 100 ár. Spánn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Það er ekki bara á Íslandi sem bankar loka útibúum sínum í löngum bunum, draga úr persónulegri þjónustu og beina viðskiptavinum sínum inn á netið. Á Spáni gerist það einnig í ríkum mæli. Frá 2008 til dagsins í dag hefur bankaútibúum á Spáni fækkað um 54 prósent og starfsfólki bankanna hefur fækkað um 40 prósent. Sá er samt munurinn á Spáni og Íslandi að hér í landi hefur 78 ára gamall eftirlaunaþegi, Carlos San Juan, skorið upp herör gegn síversnandi þjónustu bankanna og krafist úrbóta. „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“, er yfirskrift undirskriftasöfnunar sem Carlos hefur stofnað til. Nú þegar hafa 600.000 manns skrifað undir kröfuskjalið um betri þjónustu og þeim fjölgar hratt frá degi til dags. Bankarnir eru samhentir þegar kemur að versnandi þjónustu Carlos segir að bankarnir séu afskaplega samhentir í að draga úr þjónustu við almenning, hann segist oft upplifa niðurlægingu þegar hann biðji um aðstoð í bönkum, honum sé hreinlega svarað eins og hann sé fábjáni. Þá hegði bankarnir sér oft eins og eitt samhent einokunarfyrirtæki, svo samstíga séu þeir í að draga úr allri persónulegri þjónustu. Carlos segir að kröfurnar séu einfaldar, það þurfi að auðvelda persónulegt aðgengi viðskiptavina að bönkunum og það strax. Já, og Carlos leggur áherslu á það að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta peningar fólksins, en ekki peningar sem bankarnir eigi. Hann fundaði í vikunni með efnahagsmálaráðherra landsins, sem tilkynnti honum að stjórnvöld hefðu þegar í stað ákveðið að setja fjármálafyrirtækjum landsins úrslitakosti. Fyrir næstu mánaðamót ber þeim að kynna aðgerðir sem tryggi að viðskiptavinir bankanna fái í framtíðinni betri og persónulegri þjónustu. Og bankarnir voru ekki lengi að bregðast við. Þegar daginn eftir fund Carlosar og ráðherrans lýsti talsmaður fjármálafyrirtækja því yfir að brugðist yrði við ákalli fjöldans og gerð gangskör í því að bæta þjónustu bankanna við eldra fólk. Bankarnir skila milljarða hagnaði Á sama tíma og persónuleg þjónusta bankanna versnar skila bankarnir gríðarlega miklum hagnaði. Hagnaður fimm stærstu bankanna á Spáni nam í fyrra tæplega 20 milljörðum evra, andvirði 2.900 milljarða íslenskra króna. Þetta er tala sem örfáir dauðlegir menn skilja. Til þess að gera hana skiljanlegri þá jafngildir gróði bankanna fimm á árinu 2021 80 milljónum króna á hverjum einasta degi í 100 ár.
Spánn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira