Hollywood-endir þegar Hrútarnir frá LA unnu Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 03:33 Sean McVay er yngsti þjálfari NFL-deildarinnar og í nótt gerði hann Los Angeles Rams að NFL-meisturum. AP/Marcio Jose Sanchez Annað árið í röð tókst heimaliðinu að vinna Super Bowl leikinn en Los Angeles Rams vann 23-20 sigur á Cincinnati Bengals á SoFi leikvanginum í Los Angeles í nótt. Hrútarnir voru að vinna sinn fyrsta NFL-titil í 22 ár og þann fyrsta síðan þeir fluttu sig yfir til Los Angeles en þeir Rams liðið vann titilinn 2000 þá með aðsetur í St. Louis. THE @RAMSNFL ARE SUPER BOWL LVI CHAMPIONS! #SBLVI #RAMSHOUSE pic.twitter.com/PueeR6DfhA— NFL (@NFL) February 14, 2022 Það var stjörnuframmistaða stjörnuútherja tímabilsins Cooper Kupp þegar mest á reyndi og frábær vörn með Aaron Donald í fararbroddi sem skilaði þessum endurkomusigri. Bengals var í mjög góðri stöðu í leiknum og gekk vel að verjast Rams fram eftir leik. Það breyttist í lokin. Rams liðið missti einn sinn besta leikmann meiddan af velli en draumabyrjun Odell Beckham Jr. breyttist snögglega í martröð þegar hann meiddist í fyrri hálfleiknum og það tók sóknarleik Los Angeles langan tíma að jafna sig á því. Hlaupaleikurinn gekk ekkert og því var eina leiðin að treysta því sem skilaði svö mörgum góðum hlutum á leiktíðinni. Matthew Stafford's instant reaction to winning the Super Bowl! #SBLVI pic.twitter.com/rWTa7VOhnm— NFL (@NFL) February 14, 2022 Cooper Kupp var magnaður í vetur og hann var heldur betur magnaður á lokakafla leiksins. Kupp skoraði á endanum sigursnertimarkið einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Lokasóknin snerist um hann og hann greip þá hvern boltann á fætur öðrum. Kupp var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins en á föstudaginn hafði hann verið kosinn besti sóknarmaður tímabilsins. Það er góð leið til að halda upp á slík verðlaun með að sýna fram á virði sitt á allra stærsta sviðinu. Cooper Kupp finished his high school football career with zero scholarship offers.3 weeks later, he finally got one from Eastern Washington.This year, he led the NFL in receptions, yards and TDs.Now, he's: OPOY Super Bowl Champ Super Bowl MVP( : @nfl) pic.twitter.com/IY63YoHHWE— Front Office Sports (@FOS) February 14, 2022 Kupp endaði leikinn með tvö snertimörk og 92 jarda eftir gripna bolta. Leikstjórnandinn Matthew Stafford átti þrjár snertimarksendingar en Rams sóknin þurfti að treysta á hendi hans þar sem hlaupararnir komust aðeins 43 jarda samanlagt með boltann í leiknum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Rams-útherjann Odell Beckham Jr. sem skoraði fyrsta snertimark leiksins en Bengals mönnum tókst að svara með vallarmerki eftir 46 jarda lykilgrip frá Ja'Marr Chase í sókninni. Matthew Stafford var að finna báða stjörnuútherja sína framan af leik því Cooper Kupp kom Rams liðinu í 13-3 með laglegu snertimarki snemma í öðrum leikhluta. Bengalsmönnum tókst að svara með sínu fyrsta snertimarki en það kom þó ekki eftir sendingu frá leikstjórnandanum Joe Burrow. Brellukerfi bauð upp á sendingu frá hlauparanum Joe Mixon og snertimark hjá Tee Higgins. Hálfleikurinn, sem byrjaði svo vel fyrir Beckham, breyttist fljótt í martröð þegar hann meiddist á vinstra hné þegar enginn var nálægt. Í fyrstu sókninni eftir meiðslin kastaði Matthew Stafford boltanum frá sér en Bengals tókst á móti ekki að nýta sína lokasókn í hálfleiknum. Rams leiddi því með þremur stigum í hálfleik, 13-10. Burrow to Higgins for 75 yards and the @Bengals have the lead! #RuleItAll : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/lTfM3W8nyA— NFL (@NFL) February 14, 2022 Það tók aftur á móti aðeins nokkrar sekúndur fyrir Bengals að koma yfir í upphafi seinni hálfleiks og vinna svo boltann aftur. Tee Higgins skoraði 75 jarda snertimark eftir tólf sekúndur og tíu sekúndum síðar voru varnarmenn Bengals búnir að komast inn í sendingu frá Stafford. Stafford var þannig búinn að kasta boltanum tvisvar sinnum frá sér eftir að Beckham fór meiddur af velli. Snertimark Higgins, var hans annað í leiknum, en var um leið umdeilt því hann virtist brjóta af sér til að losa sig við varnarmanninn snjalla Jalen Ramsey. Annað vallarmark frá sparkaranum Evan McPherson kom Bengals síðan sjö stigum yfir, 20-13, og nú var pressan öll á Rams mönnum. Vallarmark minnkaði muninn í fjögur stig og lítið var að frétta í sóknarleik Bengals. COOPER KUPP FOR THE LEAD! : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/vhHjVNRsnC— NFL (@NFL) February 14, 2022 Samvinna Matthew Stafford og Cooper Kupp hefur verið frábær í vetur og þjálfarar Rams treystu á hana í lok leiksins. Þar skilaði mörgum gripnum boltum og loks snertimarki Kupp þegar 89 sekúndur voru eftir af leiknum. Rams liðið var komið yfir, 23-20. Nú voru augu allra á Burrow sem þurfti að fara upp völlinn með lið sitt þegar rétt rúm mínúta var eftir af leiknum. Það tókst ekki, Rams-vörnin stóð sína vakt og lokasóknin varð að engu. IT'S BEEN COOPER KUPP ALL YEAR. HE DOES IT AGAIN. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/02QlsZmirX— NFL (@NFL) February 14, 2022 NFL Ofurskálin Bandaríkin Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Hrútarnir voru að vinna sinn fyrsta NFL-titil í 22 ár og þann fyrsta síðan þeir fluttu sig yfir til Los Angeles en þeir Rams liðið vann titilinn 2000 þá með aðsetur í St. Louis. THE @RAMSNFL ARE SUPER BOWL LVI CHAMPIONS! #SBLVI #RAMSHOUSE pic.twitter.com/PueeR6DfhA— NFL (@NFL) February 14, 2022 Það var stjörnuframmistaða stjörnuútherja tímabilsins Cooper Kupp þegar mest á reyndi og frábær vörn með Aaron Donald í fararbroddi sem skilaði þessum endurkomusigri. Bengals var í mjög góðri stöðu í leiknum og gekk vel að verjast Rams fram eftir leik. Það breyttist í lokin. Rams liðið missti einn sinn besta leikmann meiddan af velli en draumabyrjun Odell Beckham Jr. breyttist snögglega í martröð þegar hann meiddist í fyrri hálfleiknum og það tók sóknarleik Los Angeles langan tíma að jafna sig á því. Hlaupaleikurinn gekk ekkert og því var eina leiðin að treysta því sem skilaði svö mörgum góðum hlutum á leiktíðinni. Matthew Stafford's instant reaction to winning the Super Bowl! #SBLVI pic.twitter.com/rWTa7VOhnm— NFL (@NFL) February 14, 2022 Cooper Kupp var magnaður í vetur og hann var heldur betur magnaður á lokakafla leiksins. Kupp skoraði á endanum sigursnertimarkið einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Lokasóknin snerist um hann og hann greip þá hvern boltann á fætur öðrum. Kupp var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins en á föstudaginn hafði hann verið kosinn besti sóknarmaður tímabilsins. Það er góð leið til að halda upp á slík verðlaun með að sýna fram á virði sitt á allra stærsta sviðinu. Cooper Kupp finished his high school football career with zero scholarship offers.3 weeks later, he finally got one from Eastern Washington.This year, he led the NFL in receptions, yards and TDs.Now, he's: OPOY Super Bowl Champ Super Bowl MVP( : @nfl) pic.twitter.com/IY63YoHHWE— Front Office Sports (@FOS) February 14, 2022 Kupp endaði leikinn með tvö snertimörk og 92 jarda eftir gripna bolta. Leikstjórnandinn Matthew Stafford átti þrjár snertimarksendingar en Rams sóknin þurfti að treysta á hendi hans þar sem hlaupararnir komust aðeins 43 jarda samanlagt með boltann í leiknum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Rams-útherjann Odell Beckham Jr. sem skoraði fyrsta snertimark leiksins en Bengals mönnum tókst að svara með vallarmerki eftir 46 jarda lykilgrip frá Ja'Marr Chase í sókninni. Matthew Stafford var að finna báða stjörnuútherja sína framan af leik því Cooper Kupp kom Rams liðinu í 13-3 með laglegu snertimarki snemma í öðrum leikhluta. Bengalsmönnum tókst að svara með sínu fyrsta snertimarki en það kom þó ekki eftir sendingu frá leikstjórnandanum Joe Burrow. Brellukerfi bauð upp á sendingu frá hlauparanum Joe Mixon og snertimark hjá Tee Higgins. Hálfleikurinn, sem byrjaði svo vel fyrir Beckham, breyttist fljótt í martröð þegar hann meiddist á vinstra hné þegar enginn var nálægt. Í fyrstu sókninni eftir meiðslin kastaði Matthew Stafford boltanum frá sér en Bengals tókst á móti ekki að nýta sína lokasókn í hálfleiknum. Rams leiddi því með þremur stigum í hálfleik, 13-10. Burrow to Higgins for 75 yards and the @Bengals have the lead! #RuleItAll : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/lTfM3W8nyA— NFL (@NFL) February 14, 2022 Það tók aftur á móti aðeins nokkrar sekúndur fyrir Bengals að koma yfir í upphafi seinni hálfleiks og vinna svo boltann aftur. Tee Higgins skoraði 75 jarda snertimark eftir tólf sekúndur og tíu sekúndum síðar voru varnarmenn Bengals búnir að komast inn í sendingu frá Stafford. Stafford var þannig búinn að kasta boltanum tvisvar sinnum frá sér eftir að Beckham fór meiddur af velli. Snertimark Higgins, var hans annað í leiknum, en var um leið umdeilt því hann virtist brjóta af sér til að losa sig við varnarmanninn snjalla Jalen Ramsey. Annað vallarmark frá sparkaranum Evan McPherson kom Bengals síðan sjö stigum yfir, 20-13, og nú var pressan öll á Rams mönnum. Vallarmark minnkaði muninn í fjögur stig og lítið var að frétta í sóknarleik Bengals. COOPER KUPP FOR THE LEAD! : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/vhHjVNRsnC— NFL (@NFL) February 14, 2022 Samvinna Matthew Stafford og Cooper Kupp hefur verið frábær í vetur og þjálfarar Rams treystu á hana í lok leiksins. Þar skilaði mörgum gripnum boltum og loks snertimarki Kupp þegar 89 sekúndur voru eftir af leiknum. Rams liðið var komið yfir, 23-20. Nú voru augu allra á Burrow sem þurfti að fara upp völlinn með lið sitt þegar rétt rúm mínúta var eftir af leiknum. Það tókst ekki, Rams-vörnin stóð sína vakt og lokasóknin varð að engu. IT'S BEEN COOPER KUPP ALL YEAR. HE DOES IT AGAIN. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/02QlsZmirX— NFL (@NFL) February 14, 2022
NFL Ofurskálin Bandaríkin Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira