Brosað í gegnum tárin: Meiddist illa í Super Bowl en endaði kvöldið 125 milljónum ríkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 03:53 Odell Beckham Jr. liggur sárþjáður í grasinu haldandi um hné sitt. AP/Marcio Jose Sanchez Odell Beckham Jr. og félagar í Los Angeles Rams eru NFL-meistarar eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í Super Bowl í nótt. Það er óhætt að þetta kvöld hafi verið tilfinningarússíbani fyrir stjörnuútherjann. Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022 NFL Ofurskálin Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022
NFL Ofurskálin Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira