Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 08:34 Kamila Valieva er afar líkleg til að vinna einstaklingskeppnina í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum. Getty/Valery Sharifulin Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf. Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira