Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 08:34 Kamila Valieva er afar líkleg til að vinna einstaklingskeppnina í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum. Getty/Valery Sharifulin Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf. Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira