Rugla sjónvarpslæknar saman hættu og áhættu? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 14. febrúar 2022 08:30 Við fjölskyldan smituðumst nýverið af veirunni fræknu, en nú hefur hún sennilega sýkt um 40% þjóðarinnar (1). Við fengum skammvinn og væg einkenni, eins og flestir. Á samfélagsmiðlum óska hundruð manna einkennalausum áhrifavöldum góðs bata. Hvernig nær maður bata ef það er ekkert að manni? Við einkennalausan Bjarna Ben sagði einn: „Vonandi lifir þú þetta af.“ Fólk sem fær væg eða engin einkenni er sagt heppið. Til að róa áhyggjur fólks tilkynna sumir einkennaleysi sitt, en þora vart að lýsa reynslu sinni, ella verði þeir ásakaðir um að gera lítið úr veirunni. Eftir standa litríkar lýsingar af verstu tilfellunum, sem gefa villandi mynd. Heppninnar vegna eru lýsingar flestra einskis virði. Þetta er öfugsnúið eins og svo margt annað í umræðunni. Upp er niður og niður er upp. Raunveruleikinn er þessi: 98% á göngudeildar einkennalitlir eða einkennalausir. 0,15% þeirra sem eru í einangrun liggja á spítala vegna COVID-19 (2). 0,06% þeirra sem hafa greinst hér á landi hafa látið lífið með eða vegna COVID-19. Það er ekki heppni að fá væg eða engin einkenni, enda við því að búast. Þvert á móti er óheppni að veikjast illa. Það er nefnilega óheppni að verða fyrir ólíklegum skaða, en það er ekki heppni að verða fyrir líklegum viðburði. Við getum ekki lifað í ótta við ólíklegar uppákomur og látið óttann stjórna lífi okkar. Þegar litið er fram hjá líkindunum er gjarnan einblínt á það versta sem getur gerst. Hættu og áhættu er ruglað saman. Hætta er eiginleiki sem getur valdið tjóni eða skaða. Áhætta er hins vegar hugtak sem lýsir alvarleika mögulegrar hættu og líkum á því að verða fyrir henni. Þessi ruglingur á hugtökum gerir manni ófært um að framkvæma áhættumat og taka þannig útreiknaða áhættu. Það verður ómögulegt að áætla ásættanlegan fórnarkostnað. Þessi hugsunarháttur hefur verið gegnumgangandi í faraldrinum. Hann endurspeglast í aðgerðum sem beinast að heilbrigðum ungmennum og börnum. Upp undir helmingur barna sem smitast er bókstaflega einkennalaus. Önnur fá kvef eða flensulík einkenni. Langvarandi fylgikvillar eru fátíðir og sjaldnast alvarlegir. Ekkert af þeim 3.200 börnum á aldrinum 5-11 ára sem greindust með kórónuveiruna fyrir 5. janúar þessa árs þurfti að leggjast inn á spítala (3). Líkur á alvarlegum veikindum eru hverfandi. Flensa og sumar aðrar umgangspestir eru jafnvel hættulegri börnum en þessi kórónuveira. Ekkert heiðarlegt áhættumat getur réttlætt þær aðgerðir sem yfirvöld hafa beitt gegn þessum hópum, enda er fórnarkostnaðurinn mikill. Sem dæmi má nefna rökin fyrir bólusetningu 5-11 ára barna. Þau byggðu varla á áhættumati, heldur var að miklu leyti einblínt á það versta sem getur gerst. “Smit meðal barna geta valdið alvarlegum veikindum þótt það sé sjaldgæft”. Langvarandi fylgikvillar hafa verið lítið rannsakaðir en virðast vera miklu sjaldgæfari hjá börnum en hjá fullorðnum, en þeir eru til. Þó svo að 90% smitist af hinu ofurvæga ómíkron afbrigði, getur barn smitast af delta, og við „vitum hvað delta getur gert”. Sérfræðingar eru ekki ónæmir fyrir þessum rökvillum. Í umfjöllunum sínum og ráðleggingum hafa sjónvarpslæknar iðulega lagt ofuráherslu á hættu frekar en áhættu. Þannig hafa þeir alið á ótta í stað þess að upplýsa almenning á uppbyggilegan máta. Þegar þeir bregðast okkur verðum við að vera á varðbergi, tilbúin að rýna í líkindi og beita gagnrýnni hugsun. Neðanmálsgreinar: Þann 13. febrúar voru 86 þúsund staðfest smit hér á landi (um 25% þjóðarinnar), en samkvæmt túlkun sóttvarnalæknis (03.02.2022) á fyrstu niðurstöðum úr rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar “má ætla að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en greinst hafa”. Þann 13. febrúar voru rúmlega 10 þúsund manns í einangrun. 15 lágu á spítalavegnaveirunnar, 17 lágu á spítalameðveiruna (en innlögnin var af öðrum orsökum) og fjórir til viðbótar þar sem orsök innlagnar var óviss. Samkvæmt sóttvarnalækni (05.01.2022): “Ekkert barn á aldrinum 5-11 ára hefur enn sem komið er verið lagt inn á sjúkrahús hér á landi vegna COVID-19”. Þá höfðu um 3.200 börn á þessum aldri greinst með veiruna og lokið einangrun, en mun fleiri höfðu sýkst. Síðan 30. júní 2021 hafa fimmtán einstaklingar undir tvítugu þurft að leggjast inn með eða vegna COVID-19, en þúsundir hafa smitast. Innlagnirnar eru einna helst meðal ungbarna, og barna með undirliggjandi sjúkdóma. Höfundur er B.S. í verkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan smituðumst nýverið af veirunni fræknu, en nú hefur hún sennilega sýkt um 40% þjóðarinnar (1). Við fengum skammvinn og væg einkenni, eins og flestir. Á samfélagsmiðlum óska hundruð manna einkennalausum áhrifavöldum góðs bata. Hvernig nær maður bata ef það er ekkert að manni? Við einkennalausan Bjarna Ben sagði einn: „Vonandi lifir þú þetta af.“ Fólk sem fær væg eða engin einkenni er sagt heppið. Til að róa áhyggjur fólks tilkynna sumir einkennaleysi sitt, en þora vart að lýsa reynslu sinni, ella verði þeir ásakaðir um að gera lítið úr veirunni. Eftir standa litríkar lýsingar af verstu tilfellunum, sem gefa villandi mynd. Heppninnar vegna eru lýsingar flestra einskis virði. Þetta er öfugsnúið eins og svo margt annað í umræðunni. Upp er niður og niður er upp. Raunveruleikinn er þessi: 98% á göngudeildar einkennalitlir eða einkennalausir. 0,15% þeirra sem eru í einangrun liggja á spítala vegna COVID-19 (2). 0,06% þeirra sem hafa greinst hér á landi hafa látið lífið með eða vegna COVID-19. Það er ekki heppni að fá væg eða engin einkenni, enda við því að búast. Þvert á móti er óheppni að veikjast illa. Það er nefnilega óheppni að verða fyrir ólíklegum skaða, en það er ekki heppni að verða fyrir líklegum viðburði. Við getum ekki lifað í ótta við ólíklegar uppákomur og látið óttann stjórna lífi okkar. Þegar litið er fram hjá líkindunum er gjarnan einblínt á það versta sem getur gerst. Hættu og áhættu er ruglað saman. Hætta er eiginleiki sem getur valdið tjóni eða skaða. Áhætta er hins vegar hugtak sem lýsir alvarleika mögulegrar hættu og líkum á því að verða fyrir henni. Þessi ruglingur á hugtökum gerir manni ófært um að framkvæma áhættumat og taka þannig útreiknaða áhættu. Það verður ómögulegt að áætla ásættanlegan fórnarkostnað. Þessi hugsunarháttur hefur verið gegnumgangandi í faraldrinum. Hann endurspeglast í aðgerðum sem beinast að heilbrigðum ungmennum og börnum. Upp undir helmingur barna sem smitast er bókstaflega einkennalaus. Önnur fá kvef eða flensulík einkenni. Langvarandi fylgikvillar eru fátíðir og sjaldnast alvarlegir. Ekkert af þeim 3.200 börnum á aldrinum 5-11 ára sem greindust með kórónuveiruna fyrir 5. janúar þessa árs þurfti að leggjast inn á spítala (3). Líkur á alvarlegum veikindum eru hverfandi. Flensa og sumar aðrar umgangspestir eru jafnvel hættulegri börnum en þessi kórónuveira. Ekkert heiðarlegt áhættumat getur réttlætt þær aðgerðir sem yfirvöld hafa beitt gegn þessum hópum, enda er fórnarkostnaðurinn mikill. Sem dæmi má nefna rökin fyrir bólusetningu 5-11 ára barna. Þau byggðu varla á áhættumati, heldur var að miklu leyti einblínt á það versta sem getur gerst. “Smit meðal barna geta valdið alvarlegum veikindum þótt það sé sjaldgæft”. Langvarandi fylgikvillar hafa verið lítið rannsakaðir en virðast vera miklu sjaldgæfari hjá börnum en hjá fullorðnum, en þeir eru til. Þó svo að 90% smitist af hinu ofurvæga ómíkron afbrigði, getur barn smitast af delta, og við „vitum hvað delta getur gert”. Sérfræðingar eru ekki ónæmir fyrir þessum rökvillum. Í umfjöllunum sínum og ráðleggingum hafa sjónvarpslæknar iðulega lagt ofuráherslu á hættu frekar en áhættu. Þannig hafa þeir alið á ótta í stað þess að upplýsa almenning á uppbyggilegan máta. Þegar þeir bregðast okkur verðum við að vera á varðbergi, tilbúin að rýna í líkindi og beita gagnrýnni hugsun. Neðanmálsgreinar: Þann 13. febrúar voru 86 þúsund staðfest smit hér á landi (um 25% þjóðarinnar), en samkvæmt túlkun sóttvarnalæknis (03.02.2022) á fyrstu niðurstöðum úr rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar “má ætla að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en greinst hafa”. Þann 13. febrúar voru rúmlega 10 þúsund manns í einangrun. 15 lágu á spítalavegnaveirunnar, 17 lágu á spítalameðveiruna (en innlögnin var af öðrum orsökum) og fjórir til viðbótar þar sem orsök innlagnar var óviss. Samkvæmt sóttvarnalækni (05.01.2022): “Ekkert barn á aldrinum 5-11 ára hefur enn sem komið er verið lagt inn á sjúkrahús hér á landi vegna COVID-19”. Þá höfðu um 3.200 börn á þessum aldri greinst með veiruna og lokið einangrun, en mun fleiri höfðu sýkst. Síðan 30. júní 2021 hafa fimmtán einstaklingar undir tvítugu þurft að leggjast inn með eða vegna COVID-19, en þúsundir hafa smitast. Innlagnirnar eru einna helst meðal ungbarna, og barna með undirliggjandi sjúkdóma. Höfundur er B.S. í verkfræði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun