Lífið

Hálfleikssýning Ofurskálarinnar vakti upp mikla nostalgíu

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Eminem, Dr. Dre, Mary J. Blige og Snoop Dogg
Eminem, Dr. Dre, Mary J. Blige og Snoop Dogg Getty/ Kevin Mazur

Ofurskálin fór fram um helgina og var það var stórskotaliðið Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar sem sáu um skemmtiatriðið í hálfleik. Enginn annar en 50 cent mætti sem óvæntur gestur í atriðinu og Anderson .Paak birtist líka. 

Netverjar voru alsælir með atriðið, virtust upplifa mikla nostalgíu og tala um það sem eina bestu hálfleikssýningu í sögu Ofurskálarinnar.

Klippa: Hálf­leiks­sýning Ofur­skálarinnar

Atriðið má einnig sjá í heild sinni á YouTube.

Fimm rapp og R&B stjörnuð stigu á svið í hálfleiknum á SoFi leikvanginum í Kaliforníu í gær. Samanlagt eiga listamennirnir 43 Grammy verðlaun og 21 plötu sem hafa farið á topp Billboard listans. Mary J. var sú eina þeirra sem hefur komið fram á athöfninni áður en það var árið 2001. Sá sem kemur fram í hálfleiknum fær ekki greitt fyrir það en NFL stendur undir kostnaði á atriðinu sjálfu.

Mary J. Blige og 50 cent í miklu stuðiGetty/ Kevin C. Cox
Það var mikil stemningGetty/ Ronald Martinez
50 cent mætti á hvolfiGetty/ Kevin Mazur

Atriðið í hálfleik er nánast jafn stórt mál og leikurinn sjálfur og muna flestir eftir atriðum síðustu ára. Þar má nefna dansandi hákarlana hennar Katy Perry, sameining Destiny's Child þegar Beyoncé sá um atriðið og þegar Justin Timberlake og Janet Jackson lentu í vanræðum með búningana árið 2004. 

Dansandi hákarlarnir hennar Katy Perry árið 2015Getty/ Kevin Mazur

Missy Elliot sem sjálf var með atriðið 2015 ásamt Katy Perry var alsæl með framkomu Mary J. Blige í gær.

Í fyrra sá tónlistarmaðurinn The Weeknd um atriðið og vakti einnig mikla lukku. Í kjölfar atriðisins kom mikið af svokölluðum meme-um sem fóru eins og eldur í sinu um netið.

Netverjar voru alsælir með atriðið í ár og upplifðu gömlu góðu dagana aftur í gegnum tónlistina. Atriðið hefur einnig verið uppspretta margra góðra brandara og meme-a á netinu eins og gengur og gerist þessa dagana.


Tengdar fréttir

Helstu hip-hop-stjörnur heims troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar

Einvalalið tónlistarfólks mun sjá um tónleikana í hálfleik á 56. Ofurskálinni sem er hápunktur ársins í amerískum fótbolta. Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar munu skemmta þeim tugum, ef ekki hundruðum, milljóna áhorfenda sem horfa á Ofurskálina á meðan leikmenn hvíla sig í hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×