Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 14:00 Skilnaður Kim og Kanye virðist ekki jafn friðsæll og áður eftir að Kim byrjaði í sambandi með Pete Davidson. Vísir Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. Atlaga Kanye að Davidson hefur vakið mikla athygli en hann birti tugi færslna á Instagram á síðustu dögum þar sem hann talaði illa um Davidson og um svik annarra Hollywood-stjarna, sem hafa átt vingott við hann. Vakin er athygli á því í fjölmiðlum vestanhafs að Kanye er með geðhvarfasýki, sem hann opnaði sig um árið 2018. Kanye hefur meðal annars gagnrýnt Davidson á undanförnum dögum fyrir grínatriði, sem Davidson flutti í grínþættinum Saturday Night Live árið 2018, þar sem Davidson grínast með geðheilsu Kanye. Í atriðinu segist Davidson sjálfur glíma við geðsjúkdóma, sem hann hefur verið opinn með, en segist taka við því lyf og hvetur Kanye til að gera slíkt hið sama. Skjáskot Kanye svaraði gríninu á Instagram í síðustu viku og sagði: „SKETE HEFUR KLÆÐST GERVI-TRUMPHATTI TIL AÐ GAGNRÝNA MIG FYRIR AÐ KJÓSA EKKI RÉTT SEM SVARTUR MAÐUR OG SKOTIÐ Á MIG VEGNA GEÐHEILSU MINNAR.“ Kanye hefur núna eytt öllum sínum færslum af Instagram og eru bara sex færslur eftirstandandi, fimm þeirra birti hann í gær. Í flestum færslunum talar hann um fjölskylduna sína, sem hann ætli að endurheimta, og um að „rústa“ Davidson. Skilnaðurinn sem fór í klessu eftir SNL Kanye og Kim tilkynntu fyrir ári síðan að þau væru að skilja og virtist skilnaðurinn á vinalegum nótum, svona fyrst um sinn. Það var ekki fyrr en í október sem málin fóru að flækjast en þann 9. október stjórnaði Kim í fyrsta sinn Saturday Night Live og gerði vel að mati margra. Kim bauð Kanye að vera í áhorfendahópnum þegar þátturinn var í loftinu en það var við undirbúning þáttarins sem Kim kynntist Pete Davidson, sem vinnur í þættinum. Í einu atriðinu kysstust þau Pete, sem Kanye líkaði alls ekki. Kanye talaði um kossinn í viðtali við Hollywood Unlocked. „Af hverju býðurðu mér í SNL og kyssir gaurinn sem þú ert að hitta beint fyrir framan mig? Og öllum finnst það bara í lagi,“ sagði Kanye í viðtalinu. Var ekki boðið í afmæli dótturinnar Síðan þá hefur Kanye reglulega minnst á Davidson og ósætti hans og Kim í kjölfar skilnaðarins. Kanye keypti sér hús í sömu götu og Kim býr í til að halda nálægð við krakkana þeirra fjóra og hefur lýst því að hann vilji geta gengið inn á heimili Kim óáreittur og eftir sínum óskum. Óánægja Kanye varð sérstaklega ljós um miðjan janúar þegar dóttir þeirra Kim, Chicago, átti afmæli. Kim hélt afmælisveislu fyrir hana með systur sinni Kylie Jenner en dóttir hennar Stormi á afmæli á svipuðum tíma. Kanye var ekki boðið í afmælisveisluna og lýsti hann yfir óánægju um að hafa ekki fengið boð í myndskeiði sem hann gaf út. Kim sagði í kjölfarið að hún skildi ekkert í ósætti Kanye. Þau hefðu ákveðið að halda sitthvort afmælið fyrir Chicago þennan dag. Bjargað frá dauðum til að berja Pete Kanye gaf þá lag út í janúar ásamt The Game sem heitir Eazy og fer hann þar ekki fögrum orðum um Davidson. Hann minnist í laginu á bílslys sem hann lenti í árið 2002 sem hann kjálkabrotnaði í. Hann segir í texta lagsins að Guð hafi bjargað sér frá dauðanum í þessu slysi til að hann gæti barið Pete Davidson. Undanfarna daga hefur Kanye farið stórum á samfélagsmiðlum um Davidson, eins og áður segir, og deild fjölda mynda af Davidson á Instagram-reikningi sínum sem hann hefur síðan eytt. Kanye birti þessa mynd af Davidson og Kim á Instagram.Skjáskot Ein myndanna sem vakið hefur mikla athygli var mynd, sem tekin var af papparassa, af Davidson og Kim nema myndin klippt þannig að ekki sést í andlitin þeirra. Undir myndina skrifar hann: „SJÁIÐ ÞENNAN FÁVITA, ÉG VELTI FYRIR MÉR HVORT INSTAGRAM LOKI FYRIR AÐGANGINN MINN FYRIR AÐ DISSA FYRRVERANDI KÆRASTA HILLARY CLINTON.“ Vísar hann þar til þess að Davidson fékk sér húðflúr af andliti Clinton á kálfann. Þá birti hann mynd af plaggatinu fyrir Marvel myndina Captain America Civil War, en í stað ofurhetjanna var hann búinn að klippa inn andlit sitt, Davidson og annarra Hollywood-stjarna og segja miðlar vestanhafs að með myndbirtingunni hafi hann skipt stjörnunum í lið: Kanye á móti Davidson. Skjáskot Með Kanye eru rappararnir Drake, Travis Scott og Future og fyrirsætan og kærasta Kanye Julia Fox. Á hinni hliðinni eru Davidson, Kim, rapparinn Kid Cudi, tónlistarkonurnar Billie Eilish og Taylor Swift, sem Kanye hefur átt í deilum við í fortíðinni. Við myndina skrifar hann: „INTERNETIÐ HEFUR ENN EKKI FUNDIÐ GÓÐA MYND AF SKETE,“ sem hann kallar Davidson í nokkrum færslanna. Stuttu síðar birti hann mynd með yfirskriftinni „Hver mun sigra?“ þar sem hann setur inn mynd af annars vegar sér og vinum sínum og hins vegar af Davidson og Kid Cudi. Hver mun sigra? spyr Kanye við myndina.Skjáskot Kanye birti sömuleiðis mynd sem tekin var í 35 ára afmælisveislu Cudi, fyrir þremur árum síðan, þar sem Cudi var staddur á veitingastað ásamt Davidson, Kanye og leikaranum Timothy Chalamet. Á myndinni sem Kanye deildi var hann hins vegar búinn að krota rauðann kross yfir andlitið á Davidson og skrifaði við myndina: „ÉG VILDI BARA AÐ VINUR MINN STÆÐI VIÐ BAKIÐ Á MÉR EN HNÍFURINN FER BARA DÝPRA.“ Kanye West crosses out Pete Davidson from Instagram photo:“I JUST WANTED MY FRIEND TO HAVE MY BACK THE KNIFE JUST GOES IN DEEPER” pic.twitter.com/ksjiPKFkBB— Pop Crave (@PopCrave) February 13, 2022 Kanye segir engann hafa brotist inn á Instagram-aðganginn sinn.Skjáskot Svo virðist sem einhverjir hafi haldið að brotist hafi verið inn á Instagram-aðgang Kanye en hann birti í gær mynd af sér, haldandi á blaði sem á stendur að ekki hafi verið brotist inn á aðganginn. Við myndina skrifar hann: „ÞAÐ VAR EKKI BROTIST INN Á AÐGANGINN MINN ÉG VERÐ Í SUNNUDAGSMESSU Á HÁDEGI OG FER SVO MEÐ NORTH OG SAINT Á OFURSKÁLINA STUTTU SEINNA.“ Í gær virðist sem Kanye hafi eytt út öllum fyrri færslum en á Instagram-síðu hans er nú bara hægt að finna fimm færslur frá því í gær og eina síðan á fimmtudag, sú er með nokkrum myndum af Kim og börnunum þeirra fjórum og skrifar Kanye við færsluna: „GUÐ GERÐU ÞAÐ SAMEINAÐU FJÖLSKYLDU OKKAR Á NÝ.“ Við hinar færslunar skrifar hann svipaða hluti, að hann vilji sameina fjölskyldu sína að nýju og varar fólk við hinum „grunsamlega Skete Davidson.“ Tvær færlsurnar eru myndbrot úr Ofurskálarauglýsingu McDonalds, sem Kanye er sjálfur í, og við aðra færsluna skrifar Kanye: „ÆTLA AÐ FÁ MÉR BIG MAC FRÁ MCDONALDS OG RÚSTA PETIE DAVIDSUN.“ View this post on Instagram A post shared by ye (@kanyewest) Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Atlaga Kanye að Davidson hefur vakið mikla athygli en hann birti tugi færslna á Instagram á síðustu dögum þar sem hann talaði illa um Davidson og um svik annarra Hollywood-stjarna, sem hafa átt vingott við hann. Vakin er athygli á því í fjölmiðlum vestanhafs að Kanye er með geðhvarfasýki, sem hann opnaði sig um árið 2018. Kanye hefur meðal annars gagnrýnt Davidson á undanförnum dögum fyrir grínatriði, sem Davidson flutti í grínþættinum Saturday Night Live árið 2018, þar sem Davidson grínast með geðheilsu Kanye. Í atriðinu segist Davidson sjálfur glíma við geðsjúkdóma, sem hann hefur verið opinn með, en segist taka við því lyf og hvetur Kanye til að gera slíkt hið sama. Skjáskot Kanye svaraði gríninu á Instagram í síðustu viku og sagði: „SKETE HEFUR KLÆÐST GERVI-TRUMPHATTI TIL AÐ GAGNRÝNA MIG FYRIR AÐ KJÓSA EKKI RÉTT SEM SVARTUR MAÐUR OG SKOTIÐ Á MIG VEGNA GEÐHEILSU MINNAR.“ Kanye hefur núna eytt öllum sínum færslum af Instagram og eru bara sex færslur eftirstandandi, fimm þeirra birti hann í gær. Í flestum færslunum talar hann um fjölskylduna sína, sem hann ætli að endurheimta, og um að „rústa“ Davidson. Skilnaðurinn sem fór í klessu eftir SNL Kanye og Kim tilkynntu fyrir ári síðan að þau væru að skilja og virtist skilnaðurinn á vinalegum nótum, svona fyrst um sinn. Það var ekki fyrr en í október sem málin fóru að flækjast en þann 9. október stjórnaði Kim í fyrsta sinn Saturday Night Live og gerði vel að mati margra. Kim bauð Kanye að vera í áhorfendahópnum þegar þátturinn var í loftinu en það var við undirbúning þáttarins sem Kim kynntist Pete Davidson, sem vinnur í þættinum. Í einu atriðinu kysstust þau Pete, sem Kanye líkaði alls ekki. Kanye talaði um kossinn í viðtali við Hollywood Unlocked. „Af hverju býðurðu mér í SNL og kyssir gaurinn sem þú ert að hitta beint fyrir framan mig? Og öllum finnst það bara í lagi,“ sagði Kanye í viðtalinu. Var ekki boðið í afmæli dótturinnar Síðan þá hefur Kanye reglulega minnst á Davidson og ósætti hans og Kim í kjölfar skilnaðarins. Kanye keypti sér hús í sömu götu og Kim býr í til að halda nálægð við krakkana þeirra fjóra og hefur lýst því að hann vilji geta gengið inn á heimili Kim óáreittur og eftir sínum óskum. Óánægja Kanye varð sérstaklega ljós um miðjan janúar þegar dóttir þeirra Kim, Chicago, átti afmæli. Kim hélt afmælisveislu fyrir hana með systur sinni Kylie Jenner en dóttir hennar Stormi á afmæli á svipuðum tíma. Kanye var ekki boðið í afmælisveisluna og lýsti hann yfir óánægju um að hafa ekki fengið boð í myndskeiði sem hann gaf út. Kim sagði í kjölfarið að hún skildi ekkert í ósætti Kanye. Þau hefðu ákveðið að halda sitthvort afmælið fyrir Chicago þennan dag. Bjargað frá dauðum til að berja Pete Kanye gaf þá lag út í janúar ásamt The Game sem heitir Eazy og fer hann þar ekki fögrum orðum um Davidson. Hann minnist í laginu á bílslys sem hann lenti í árið 2002 sem hann kjálkabrotnaði í. Hann segir í texta lagsins að Guð hafi bjargað sér frá dauðanum í þessu slysi til að hann gæti barið Pete Davidson. Undanfarna daga hefur Kanye farið stórum á samfélagsmiðlum um Davidson, eins og áður segir, og deild fjölda mynda af Davidson á Instagram-reikningi sínum sem hann hefur síðan eytt. Kanye birti þessa mynd af Davidson og Kim á Instagram.Skjáskot Ein myndanna sem vakið hefur mikla athygli var mynd, sem tekin var af papparassa, af Davidson og Kim nema myndin klippt þannig að ekki sést í andlitin þeirra. Undir myndina skrifar hann: „SJÁIÐ ÞENNAN FÁVITA, ÉG VELTI FYRIR MÉR HVORT INSTAGRAM LOKI FYRIR AÐGANGINN MINN FYRIR AÐ DISSA FYRRVERANDI KÆRASTA HILLARY CLINTON.“ Vísar hann þar til þess að Davidson fékk sér húðflúr af andliti Clinton á kálfann. Þá birti hann mynd af plaggatinu fyrir Marvel myndina Captain America Civil War, en í stað ofurhetjanna var hann búinn að klippa inn andlit sitt, Davidson og annarra Hollywood-stjarna og segja miðlar vestanhafs að með myndbirtingunni hafi hann skipt stjörnunum í lið: Kanye á móti Davidson. Skjáskot Með Kanye eru rappararnir Drake, Travis Scott og Future og fyrirsætan og kærasta Kanye Julia Fox. Á hinni hliðinni eru Davidson, Kim, rapparinn Kid Cudi, tónlistarkonurnar Billie Eilish og Taylor Swift, sem Kanye hefur átt í deilum við í fortíðinni. Við myndina skrifar hann: „INTERNETIÐ HEFUR ENN EKKI FUNDIÐ GÓÐA MYND AF SKETE,“ sem hann kallar Davidson í nokkrum færslanna. Stuttu síðar birti hann mynd með yfirskriftinni „Hver mun sigra?“ þar sem hann setur inn mynd af annars vegar sér og vinum sínum og hins vegar af Davidson og Kid Cudi. Hver mun sigra? spyr Kanye við myndina.Skjáskot Kanye birti sömuleiðis mynd sem tekin var í 35 ára afmælisveislu Cudi, fyrir þremur árum síðan, þar sem Cudi var staddur á veitingastað ásamt Davidson, Kanye og leikaranum Timothy Chalamet. Á myndinni sem Kanye deildi var hann hins vegar búinn að krota rauðann kross yfir andlitið á Davidson og skrifaði við myndina: „ÉG VILDI BARA AÐ VINUR MINN STÆÐI VIÐ BAKIÐ Á MÉR EN HNÍFURINN FER BARA DÝPRA.“ Kanye West crosses out Pete Davidson from Instagram photo:“I JUST WANTED MY FRIEND TO HAVE MY BACK THE KNIFE JUST GOES IN DEEPER” pic.twitter.com/ksjiPKFkBB— Pop Crave (@PopCrave) February 13, 2022 Kanye segir engann hafa brotist inn á Instagram-aðganginn sinn.Skjáskot Svo virðist sem einhverjir hafi haldið að brotist hafi verið inn á Instagram-aðgang Kanye en hann birti í gær mynd af sér, haldandi á blaði sem á stendur að ekki hafi verið brotist inn á aðganginn. Við myndina skrifar hann: „ÞAÐ VAR EKKI BROTIST INN Á AÐGANGINN MINN ÉG VERÐ Í SUNNUDAGSMESSU Á HÁDEGI OG FER SVO MEÐ NORTH OG SAINT Á OFURSKÁLINA STUTTU SEINNA.“ Í gær virðist sem Kanye hafi eytt út öllum fyrri færslum en á Instagram-síðu hans er nú bara hægt að finna fimm færslur frá því í gær og eina síðan á fimmtudag, sú er með nokkrum myndum af Kim og börnunum þeirra fjórum og skrifar Kanye við færsluna: „GUÐ GERÐU ÞAÐ SAMEINAÐU FJÖLSKYLDU OKKAR Á NÝ.“ Við hinar færslunar skrifar hann svipaða hluti, að hann vilji sameina fjölskyldu sína að nýju og varar fólk við hinum „grunsamlega Skete Davidson.“ Tvær færlsurnar eru myndbrot úr Ofurskálarauglýsingu McDonalds, sem Kanye er sjálfur í, og við aðra færsluna skrifar Kanye: „ÆTLA AÐ FÁ MÉR BIG MAC FRÁ MCDONALDS OG RÚSTA PETIE DAVIDSUN.“ View this post on Instagram A post shared by ye (@kanyewest)
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira