Sjóþunginn lék borgarbúa grátt: „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2022 13:26 Veruleiki margra í morgun. egill aðalsteinsson Töluverðum snjó kyngir niður á Suðvesturlandi og áttu margir hverjir erfitt með að komast til vinnu í morgun. Aðstæður verða krefjandi fyrir vegfarendur fram eftir degi og víða eru vegir lokaðir. Hljóðið í upphaf útvarpsfréttarinnar einkenndi morgun margra íbúa Suðvesturlands sem þurftu að moka bíla sína út úr stæðum til þess að komast til vinnu. Fréttastofa fór á stúfana um klukkan tíu í morgun og ræddi við vegfarendur sem unnu að því að ýta föstum bílum og koma sér til vinnu í snjóþunganum. Gengur þetta? „Já, já. Það þarf að moka þetta,“ sagði Þórarinn, þegar hann var að moka frá tröppunum að heimili sínu. Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur. Komin með nóg af þessu,“ sagði Elín, íbúi í Hlíðunum sem var að moka frá bílnum. Skyggni er ekki með besta móti.egill aðalsteinsson Vegir víða lokaðir Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðstæður verði mjög krefjandi fyrir vegfarendur á Suðvesturlandi í dag. Búast megi við því að færð á vegum versni þegar líður á daginn en víða er flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs. Björgunarsveitirnar Ingunn og Tintron aðstoðuðu konu á Lyngdalsheiði sem hafði gengið í blindbyl í um tvo tíma í nótt, en hún óskaði eftir aðstoð eftir að hafa gengið frá snjóhúsi sem hún hafði dvalið í. Ekkert met slegið Veðurfræðingur á veðurstofunni segir að þó að snjókoma hafi verið mikil sé ekki um neitt met að ræða. „Nei þetta er alls ekki met snjór. Það mældust 25 cm á Bústaðarvegi í morgun. Meðaltal af dýptarmælingum sem voru gerðar. Það var meiri snjór í lok janúar, byrjun febrúar árið 2019 og þar áður árið 2017 þannig að metið er rúmir 50 cm frá árinu 2017,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs og segir Elín viðbúið að það verði vetrarástand og vetrarfærð næstu daga. Vonandi er þessi bíll ekki lengur fastur á bílastæðinu.egill aðalsteinsson Veður Reykjavík Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Hljóðið í upphaf útvarpsfréttarinnar einkenndi morgun margra íbúa Suðvesturlands sem þurftu að moka bíla sína út úr stæðum til þess að komast til vinnu. Fréttastofa fór á stúfana um klukkan tíu í morgun og ræddi við vegfarendur sem unnu að því að ýta föstum bílum og koma sér til vinnu í snjóþunganum. Gengur þetta? „Já, já. Það þarf að moka þetta,“ sagði Þórarinn, þegar hann var að moka frá tröppunum að heimili sínu. Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur. Komin með nóg af þessu,“ sagði Elín, íbúi í Hlíðunum sem var að moka frá bílnum. Skyggni er ekki með besta móti.egill aðalsteinsson Vegir víða lokaðir Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðstæður verði mjög krefjandi fyrir vegfarendur á Suðvesturlandi í dag. Búast megi við því að færð á vegum versni þegar líður á daginn en víða er flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs. Björgunarsveitirnar Ingunn og Tintron aðstoðuðu konu á Lyngdalsheiði sem hafði gengið í blindbyl í um tvo tíma í nótt, en hún óskaði eftir aðstoð eftir að hafa gengið frá snjóhúsi sem hún hafði dvalið í. Ekkert met slegið Veðurfræðingur á veðurstofunni segir að þó að snjókoma hafi verið mikil sé ekki um neitt met að ræða. „Nei þetta er alls ekki met snjór. Það mældust 25 cm á Bústaðarvegi í morgun. Meðaltal af dýptarmælingum sem voru gerðar. Það var meiri snjór í lok janúar, byrjun febrúar árið 2019 og þar áður árið 2017 þannig að metið er rúmir 50 cm frá árinu 2017,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs og segir Elín viðbúið að það verði vetrarástand og vetrarfærð næstu daga. Vonandi er þessi bíll ekki lengur fastur á bílastæðinu.egill aðalsteinsson
Veður Reykjavík Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira