Innlent

Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Svona var Reykjavík á ellefta tímanum í morgun þegar mesta bílaumferðin var gengin yfir.
Svona var Reykjavík á ellefta tímanum í morgun þegar mesta bílaumferðin var gengin yfir. Vísir/egill

Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði.

Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Suður- og Vesturlandi eftir hádegið og fram á nótt. Ökumenn á Reykjanesbraut eru beðnir um að aka sérstaklega varlega.

Röskun hefur orðið víða á æfingum og tómstundaiðkun sökum veðurs. Almannavarnir biðja foreldra að meta hvort tilefni sé til að sækja börn sín í skóla eftir hádegið.

Fylgst er með gangi mála í snjóvaktinni á Vísi að neðan. Lesendur úr öllum landshlutum eru hvattir til að senda okkur myndir eða myndbönd af aðstæðum í heimabyggð á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×