Innlent

Ó­færð í Víði­dal: „Þetta minnir mig á gamla daga“

Atli Ísleifsson og Telma Tómasson skrifa
Sigurbjörn Bárðarson segir hestana kynnast náttúrulegum aðstæðum þegar snjórinn er þetta mikill. Það sé gott.
Sigurbjörn Bárðarson segir hestana kynnast náttúrulegum aðstæðum þegar snjórinn er þetta mikill. Það sé gott. Vísir/Telma

„Nú er þetta alvöru hvítt. Þetta minnir mig á gamla daga. Svona var þetta oft hérná áður fyrr, í minningunni.“

Þetta segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður þegar fréttastofa náði tali af honum í Víðidal í Reykjavík í morgun.

Vísir/Telma

Aðspurður um hvernig hestamenn fari að þegar færðin sé svona segir Sigurbjörn að götur nágrenni hestasvæðisins í Víðidal séu nú vanalega ruddar þegar líður á daginn.

„Svo eru hestarnir að kynnast náttúrulegum aðstæðum og fara ótroðnar slóðir. Þeir þurfa að hafa fyrir því að fara í gegnum snjóinn. Þetta er bara þjálfun og uppbygging. Bara jákvætt,“ segir Sigurbjörn.

Hann segir það þó vera langt síðan að hann hafi séð annan eins snjó í Víðidal. „Þetta var stundum svona í gamla daga. Þá var þetta stundum kolófært. Þá komst maður ekki inn í dalinn,“ segir Sigurbjörn sem segir ennfremur að þetta sé áminning um að Móðir Náttúra hafi alltaf síðasta orðið.

Sjá má viðtalið við Sigurbjörn og myndir af aðstæðum í Víðidal í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir

Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×