Samtökin, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans.
Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018.
Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands.
Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans
Undir lok 2020 skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands.
Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember.
Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsis.
Sjá einnig: Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns
Síðan þá hefur fleiri ákærum verið bætt á Navalní.
Nú er verið að rétta yfir honum í dómsal í fangelsinu þar sem hann afplánar dóm sinni. Í frétt Times segir að fjölskyldu hans, blaðamönnum og öðrum gestum hafi verið meinaður aðgangur að réttarhöldunum.
Lögmaður Navalnís segist ekki hafa fengið að taka síma eða tölvu með sér í fangelsið þar sem réttarhöldin fara fram.
Moscow Times segir þó að Yúlía, eiginkona Navalnís, sé með honum í dómsalnum.
Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp en það gæti verið seinna í vikunni. Eins og greint er frá í frétt Times eru litlar líkur á öðru en að Navalní verði sakfelldur og þá sérstaklega með tilliti til þess að í Rússlandi enda einungis tæplega 0,4 prósent glæpamála með sýknudómi.
Einn bandamanna Navalnís birti meðfylgjandi myndband í morgun.
— Ivan Zhdanov (@ioannZH) February 15, 2022