Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2022 09:00 Guerrilla Games Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð. HZD hafði meiri „vá-þátt“. Það verður þó að segjast eðlilegt miðað við það að saga HZD var æðisleg og að um framhaldsleik er að ræða. Einn áhugaverðasti söguheimur heimsins Horizon-leikirnir tveir gerast í einhverjum áhugaverðasta tölvuleikjaheimi sem ég hef upplifað. Ég man ekki eftir því að hafa áður lagt jafn mikla áherslu á að uppgötva eins mikið um söguheiminn og fortíð hans og ég gerði í Horizon Zero Dawn. Það sama er upp á teningnum í þessum leik. Í stuttu máli sagt, þá leiddu miklar tækniframfarir til þess að óstöðvandi hernaðargervigreind eyddi öllu lífi á jörðinni. Faro-plágan, eins og hún var kölluð, notaði lífræn efni til að búa til fleiri vélmenni gegn mönnum og má því segja að menn, dýr og plöntur hafi verið bókstafleg fæða plágunnar. Guerrilla Games Mennirnir reyndu að verjast vélmennum Faro-plágunnar eins lengi og þeir gátu, með því markmiði að tryggja framhald lífs á jörðinni. Það var gert með því að koma fyrir kerfi sem gat skapað líf á nýjan leik, eftir að ný og betri gervigreind hakkaði Faro-pláguna og slökkti á henni. Þetta er mjög mikil einföldun en áðurnefndu kerfi var stýrt af þessari nýju og góðu gervigreind sem kallaðist Gaia. Hluti hennar, sem kallast Hades, fékk þó sjálfstæðan vilja og reyndi aftur að útrýma öllu lífi. Til að reyna að koma í veg fyrir útrýminguna þurfti Gaia að eyða sjálfri sér og klóna skapara sinn til að bjarga málunum. Þar kom Aloy til sögunnar en hún er klón vísindakonunnar Elisabet Sobeck. Í fyrri leiknum þurfti hún að koma í veg fyrir að Hades gæti endurvakið vélmenni Faro-plágunnar. Nú þarf hörkukvendið að koma heiminum aftur til bjargar en Horizon Forbidden West hefst nokkrum mánuðum eftir HZD og byrjar á tilraun Aloy til að finna afrit af Gaiu svo líf þurrkist ekki út aftur. Guerrilla Games Hafandi hlaupið yfir söguna verð ég að segja að það kæmi mér ekki á óvart ef fólk ætti í erfiðleikum með að koma inn í þennan leik, hafi það ekki spilað Horizon Zero Dawn. Í upphafi leiksins er þó farið vel yfir söguna að þeim tímapunkti. Að mörgu leyti sami leikurinn Í grunninn er HFW að mörgu leyti sami leikurinn og HZD. Sem Aloy slást spilarar við hjarðir vélmennadýra og ráðast á búðir mennskra óvina. Þau skoða stóran opinn heim, safna birgðum og smíða betra dót úr þeim birgðum. Horizon Zero Dawn var fyrst gefinn út á PS4 árið 2017. Sony gaf hann þó aftur út á PC árið 2020. Spilun HFW er Spilun leiksins svipar mjög til þess fyrri, með nokkrum viðbótum þó. Aloy lærir ný brögð og nýjar brellur, auk þess sem hún eignast ný tæki og vopn. Þá getur hún meira að segja flogið á baki vélrisaeðlu, sem er brjálað. Nýju lífi hefur verið hleypt í klifur Aloy með nokkurs konar grappling hook sem hún getur notað til að skjótast á milli staða eins og einhvers konar köngulóar-kona. Þá getur hún einnig notast við græju sem gerir henni kleift að svífa um, sem gefur manni nýjar og góðar leiðir til að leysa þrautir og ferðast um stóran heim HFW. Lítur fáránlega vel út Ég hef verið að spila leikinn í PS5 en hann lítur í stuttu máli sagt fáránlega vel út. Allt umhverfi er vel hannað og flott og það sama má segja um persónur leiksins. Ég hef verið að spila leikinn í PS5 og hef rekið mig á hikst þegar mikið er um að vera í leiknum. Það getur gert manni erfitt fyrir við að hitta vélmennin almennilega í viðkvæm svæði. Það lagaðist þó þegar ég breytti úr „Resolution Mode“, þar sem áhersla er lögð á upplausn, yfir í „Performance Mode“, þar sem áherslan er á ramma á sekúndu. Burtséð frá því er leikurinn einstakur hvað varðar útlit. Hér má sjá langa og ítarlega yfirferð Digital Foundry um útlit og grafík Horizon Forbidden West og hvernig leikurinn er betri en forveri sinn að því leyti. Hér má svo sjá muninn á milli þess að velja Performance eða Resolution mode. Vélrænar hreyfingar stuða Ég er ekki búinn með leikinn, enda er hann mjög stór og í mörg horn að líta, en eftir að hafa spilað hann í nokkra daga eru nokkrir hlutir sem fara í taugarnar á mér. Klifur Aloy er þar ofarlega á lista en mér finnst hreyfingar hennar oft vélmennalegar og að öðru leyti slappar. Þegar hún klifrar til dæmis upp á klett, stoppar hún oft efst eins og hún festist í einhverju „animation“. Það sem ég er að reyna að segja, og stend mig illa við, er að það skortir oft mikið flæði í hreyfingar Aloy og það á sérstaklega við um þegar hún er að klifra. Svo hef ég rekist á persónur í leiknum sem eru með einhver dauðustu augu sem ég hef á ævinni séð. Það hefur mér þótt skrítið því langflestar persónur leiksins eru einstaklega vel gerðar og augun þar á meðal. Mér finnst eins og einhver hafi gleymt einhverju. Guerrilla Games Aloy getur líka setið föst á skrítinum stöðum, eins og hún geti ekki stigið yfir steinvölur, en það er reyndar algengur fylgikvilli stórra opinna heima. Framtíðartafl sem ég hata Talandi um stóra opna heima, þá er heimur Horizon Forbidden West stórkostlegur. Hann er stór, vel hannaður og stútfullur af hlutum til að gera. Einn þessara hluta er þó óþolandi. Margir leikir hafa í gegnum árin innihaldið mini-leiki og á það sérstaklega við leiki í opnum heimum. Eftir að Gwent sló í gegn í Witcher 3 virðast allir leikjaframleiðendur heimsins vera að reyna að grípa þessa sömu eldingu. Assassins Creed Valhalla var með leikinn Örlög, Red Dead Redemption er með póker og svo mætti lengi telja. Horizon Forbidden West er með Machine Strike og ég hata þann leik. Machine Strike er einhverskonar skák þar sem maður spilar með litlum köllum sem tákna vélmenni heimsins. Víðsvegar um heiminn eru persónur sem Aloy getur spilað Aloy þarf að kaupa og vinna bestu kallana til að geta spilað Machine Strike við alla spilara í leiknum Þó ég segi sjálfur frá, þá er ég ógeðslega góður í Gwent. Ég er það hins vegar ekki í Machine Strike. Mér virðist ómögulegt að læra þetta almennilega og þá sérstaklega vegna þess að ég hef ekki áhuga á því. Guerrilla Games Aukaverkefni gerð rétt Það sem Guerrilla Games gera þó vel og manni finnst í fljótu bragði svipa smá til Witcher 3, eru svokölluð aukaverkefni eða side quests. Í leikjum sem gerast í opnum heimum eru slík verkefni allt of oft á þessa leið: „Hæ, mig vantar hjálp. Getur þú farið þangað, sótt þetta og gefið þessum það? Bæ." Í Horizon Forbidden West eru aukaverkefnin þó oftar en ekki kjötugari en svo og þau geta jafnvel verið krefjandi og áhugaverð. Innihaldið eigin smásögur sem gaman er að upplifa og gefa söguheiminum mun meira gildi. Aukaverkefni geta gert gífurlega mikið fyrir leiki sem þennan og þau gera það svo sannarlega að þessu sinni. Guerrilla Games Samantekt-ish Horizon Forbidden West byggir vel á velgengni Horizon Zero Dawn. Vandi þess nýja er að sá gamli var svo brjálæðislega áhugaverður og nýstárlegur að það kemur smá niður á upplifunninni. Til vega upp á móti því gerðu starfsmenn Guerrilla Games leik sem er stærri og meiri í alla staði. Ný vélmenni, nýtt sögusvið, flug, nýir hæfileikar og bara meira sjónarspil. Þá hjálpar það HFW að opinn heimur leiksins er mjög svo vel hannaður og gerður og inniheldur endalaust af áhugaverðum verkefnum. Margir leikir í opnum heimi falla í þá gryfju að láta mann gera hluta til þess eins að gera hluti (svokallað grænd). Þetta hefur allt miklu meira vægi í HFW. Í stuttu máli sagt, þá set ég HFW í flokk með bestu leikjunum sem gerast í opnum heimi. Má þar nefna leiki eins og Witcher 3, Spider-Man og Red Dead Redemption 2. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
HZD hafði meiri „vá-þátt“. Það verður þó að segjast eðlilegt miðað við það að saga HZD var æðisleg og að um framhaldsleik er að ræða. Einn áhugaverðasti söguheimur heimsins Horizon-leikirnir tveir gerast í einhverjum áhugaverðasta tölvuleikjaheimi sem ég hef upplifað. Ég man ekki eftir því að hafa áður lagt jafn mikla áherslu á að uppgötva eins mikið um söguheiminn og fortíð hans og ég gerði í Horizon Zero Dawn. Það sama er upp á teningnum í þessum leik. Í stuttu máli sagt, þá leiddu miklar tækniframfarir til þess að óstöðvandi hernaðargervigreind eyddi öllu lífi á jörðinni. Faro-plágan, eins og hún var kölluð, notaði lífræn efni til að búa til fleiri vélmenni gegn mönnum og má því segja að menn, dýr og plöntur hafi verið bókstafleg fæða plágunnar. Guerrilla Games Mennirnir reyndu að verjast vélmennum Faro-plágunnar eins lengi og þeir gátu, með því markmiði að tryggja framhald lífs á jörðinni. Það var gert með því að koma fyrir kerfi sem gat skapað líf á nýjan leik, eftir að ný og betri gervigreind hakkaði Faro-pláguna og slökkti á henni. Þetta er mjög mikil einföldun en áðurnefndu kerfi var stýrt af þessari nýju og góðu gervigreind sem kallaðist Gaia. Hluti hennar, sem kallast Hades, fékk þó sjálfstæðan vilja og reyndi aftur að útrýma öllu lífi. Til að reyna að koma í veg fyrir útrýminguna þurfti Gaia að eyða sjálfri sér og klóna skapara sinn til að bjarga málunum. Þar kom Aloy til sögunnar en hún er klón vísindakonunnar Elisabet Sobeck. Í fyrri leiknum þurfti hún að koma í veg fyrir að Hades gæti endurvakið vélmenni Faro-plágunnar. Nú þarf hörkukvendið að koma heiminum aftur til bjargar en Horizon Forbidden West hefst nokkrum mánuðum eftir HZD og byrjar á tilraun Aloy til að finna afrit af Gaiu svo líf þurrkist ekki út aftur. Guerrilla Games Hafandi hlaupið yfir söguna verð ég að segja að það kæmi mér ekki á óvart ef fólk ætti í erfiðleikum með að koma inn í þennan leik, hafi það ekki spilað Horizon Zero Dawn. Í upphafi leiksins er þó farið vel yfir söguna að þeim tímapunkti. Að mörgu leyti sami leikurinn Í grunninn er HFW að mörgu leyti sami leikurinn og HZD. Sem Aloy slást spilarar við hjarðir vélmennadýra og ráðast á búðir mennskra óvina. Þau skoða stóran opinn heim, safna birgðum og smíða betra dót úr þeim birgðum. Horizon Zero Dawn var fyrst gefinn út á PS4 árið 2017. Sony gaf hann þó aftur út á PC árið 2020. Spilun HFW er Spilun leiksins svipar mjög til þess fyrri, með nokkrum viðbótum þó. Aloy lærir ný brögð og nýjar brellur, auk þess sem hún eignast ný tæki og vopn. Þá getur hún meira að segja flogið á baki vélrisaeðlu, sem er brjálað. Nýju lífi hefur verið hleypt í klifur Aloy með nokkurs konar grappling hook sem hún getur notað til að skjótast á milli staða eins og einhvers konar köngulóar-kona. Þá getur hún einnig notast við græju sem gerir henni kleift að svífa um, sem gefur manni nýjar og góðar leiðir til að leysa þrautir og ferðast um stóran heim HFW. Lítur fáránlega vel út Ég hef verið að spila leikinn í PS5 en hann lítur í stuttu máli sagt fáránlega vel út. Allt umhverfi er vel hannað og flott og það sama má segja um persónur leiksins. Ég hef verið að spila leikinn í PS5 og hef rekið mig á hikst þegar mikið er um að vera í leiknum. Það getur gert manni erfitt fyrir við að hitta vélmennin almennilega í viðkvæm svæði. Það lagaðist þó þegar ég breytti úr „Resolution Mode“, þar sem áhersla er lögð á upplausn, yfir í „Performance Mode“, þar sem áherslan er á ramma á sekúndu. Burtséð frá því er leikurinn einstakur hvað varðar útlit. Hér má sjá langa og ítarlega yfirferð Digital Foundry um útlit og grafík Horizon Forbidden West og hvernig leikurinn er betri en forveri sinn að því leyti. Hér má svo sjá muninn á milli þess að velja Performance eða Resolution mode. Vélrænar hreyfingar stuða Ég er ekki búinn með leikinn, enda er hann mjög stór og í mörg horn að líta, en eftir að hafa spilað hann í nokkra daga eru nokkrir hlutir sem fara í taugarnar á mér. Klifur Aloy er þar ofarlega á lista en mér finnst hreyfingar hennar oft vélmennalegar og að öðru leyti slappar. Þegar hún klifrar til dæmis upp á klett, stoppar hún oft efst eins og hún festist í einhverju „animation“. Það sem ég er að reyna að segja, og stend mig illa við, er að það skortir oft mikið flæði í hreyfingar Aloy og það á sérstaklega við um þegar hún er að klifra. Svo hef ég rekist á persónur í leiknum sem eru með einhver dauðustu augu sem ég hef á ævinni séð. Það hefur mér þótt skrítið því langflestar persónur leiksins eru einstaklega vel gerðar og augun þar á meðal. Mér finnst eins og einhver hafi gleymt einhverju. Guerrilla Games Aloy getur líka setið föst á skrítinum stöðum, eins og hún geti ekki stigið yfir steinvölur, en það er reyndar algengur fylgikvilli stórra opinna heima. Framtíðartafl sem ég hata Talandi um stóra opna heima, þá er heimur Horizon Forbidden West stórkostlegur. Hann er stór, vel hannaður og stútfullur af hlutum til að gera. Einn þessara hluta er þó óþolandi. Margir leikir hafa í gegnum árin innihaldið mini-leiki og á það sérstaklega við leiki í opnum heimum. Eftir að Gwent sló í gegn í Witcher 3 virðast allir leikjaframleiðendur heimsins vera að reyna að grípa þessa sömu eldingu. Assassins Creed Valhalla var með leikinn Örlög, Red Dead Redemption er með póker og svo mætti lengi telja. Horizon Forbidden West er með Machine Strike og ég hata þann leik. Machine Strike er einhverskonar skák þar sem maður spilar með litlum köllum sem tákna vélmenni heimsins. Víðsvegar um heiminn eru persónur sem Aloy getur spilað Aloy þarf að kaupa og vinna bestu kallana til að geta spilað Machine Strike við alla spilara í leiknum Þó ég segi sjálfur frá, þá er ég ógeðslega góður í Gwent. Ég er það hins vegar ekki í Machine Strike. Mér virðist ómögulegt að læra þetta almennilega og þá sérstaklega vegna þess að ég hef ekki áhuga á því. Guerrilla Games Aukaverkefni gerð rétt Það sem Guerrilla Games gera þó vel og manni finnst í fljótu bragði svipa smá til Witcher 3, eru svokölluð aukaverkefni eða side quests. Í leikjum sem gerast í opnum heimum eru slík verkefni allt of oft á þessa leið: „Hæ, mig vantar hjálp. Getur þú farið þangað, sótt þetta og gefið þessum það? Bæ." Í Horizon Forbidden West eru aukaverkefnin þó oftar en ekki kjötugari en svo og þau geta jafnvel verið krefjandi og áhugaverð. Innihaldið eigin smásögur sem gaman er að upplifa og gefa söguheiminum mun meira gildi. Aukaverkefni geta gert gífurlega mikið fyrir leiki sem þennan og þau gera það svo sannarlega að þessu sinni. Guerrilla Games Samantekt-ish Horizon Forbidden West byggir vel á velgengni Horizon Zero Dawn. Vandi þess nýja er að sá gamli var svo brjálæðislega áhugaverður og nýstárlegur að það kemur smá niður á upplifunninni. Til vega upp á móti því gerðu starfsmenn Guerrilla Games leik sem er stærri og meiri í alla staði. Ný vélmenni, nýtt sögusvið, flug, nýir hæfileikar og bara meira sjónarspil. Þá hjálpar það HFW að opinn heimur leiksins er mjög svo vel hannaður og gerður og inniheldur endalaust af áhugaverðum verkefnum. Margir leikir í opnum heimi falla í þá gryfju að láta mann gera hluta til þess eins að gera hluti (svokallað grænd). Þetta hefur allt miklu meira vægi í HFW. Í stuttu máli sagt, þá set ég HFW í flokk með bestu leikjunum sem gerast í opnum heimi. Má þar nefna leiki eins og Witcher 3, Spider-Man og Red Dead Redemption 2.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira