Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2022 14:46 Mikil leynd hefur hvílt yfir tökum House of the Dragon. Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. Finna má skráninguna hér á vef IMDB. Snorri Þórisson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus, sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa heyrt af tökum fyrir þættina hér á landi. Pegasus kom að framleiðslu Game of Thrones-þáttanna hér á landi en tökurnar teygðu sig alls yfir sex ár. House of the Dragon byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. House of the Dragon gerist um 300 árum fyrir Game of Thrones og fjalla um tímabil þar sem borgarastyrjöld geisaði innan Targaryen ættarinnar. Borgarastyrjöld þessi kallast Drekadansinn (Dance of Dragons). Handrit þáttanna er skrifað af George RR Martin, Ryan Condal og Miguel Sapochnik en sá síðastnefndi leikstýrði stærstu orrustum Game of Thrones þáttaraðarinnar og mun meðal annars leikstýra fyrsta þætti þessarar þáttaraðar. Ísland táknaði nokkra staði í Westeros Í Game of Thrones var Ísland notað fyrir tökur um nokkra staði í Westeros, sögusviði A Song of Ice and Fire. Ísland var að mestu notað til að tákna landsvæðið fyrir norðan Vegginn, Eastwatch-by-the-Sea og The Bloody Gate í The Vale. Má þar nefna staði eins og Þingvelli, sem áttu að vera svæðið í kringum The Bloody Gate, Þórufoss, þar sem drekinn Drogon bragðaði á íslenskum geitum, Stakkholtsgjá, þar sem Jon Snow og félagar fönguðu uppvakning, Kirkjufell, Dimmuborgir, Reynisfjöru, sem átti að tákna Eastwatch-by-the-Sea og nokkra aðra staði. Sjá einnig: Tökur Game of Thrones í fullum gangi á Þingvöllum Til viðbótar við það hefur myndefni frá Íslandi verið notað til að gera bakgrunna atriði sem voru tekin upp annars staðar í heiminum. Þar má meðal annars nefna orrustuna við Hardhome, þar sem Jon Snow hitti Næturkonunginn fyrst. Í fljótu bragði man undirritaður ekki eftir því að hlutar bókarinnar A Dance of Dragons, sem þættirnir eru gerðir eftir, gerist í Norðrinu eða fyrir norðan Vegginn. Það er því óljóst hvað tökurnar sem skráðar eru á IMDB eigi að vera um. Til viðbótar við það má benda á að framleiðsla þáttanna er vel á veg komin og tökum á fyrstu þáttaröð að miklu leyti lokið. Geeta V. Patel, sem leikstýrir áttunda þætti House of the Dragon, setti færslu á Instagram fyrr í dag þar sem hún sagðist hafa lokið sinni aðkomu að þáttunum. Áttundi þátturinn er einn þeirra sem er með Ísland skráðan sem tökustað. Greg Yaitanes, sem einnig er skráður leikstjóri þátta sem eiga að hluta til að vera teknir upp á Íslandi, birti fyrir fimm dögum færslu á Instagram þar sem hann sagði sínum tökum lokið. Ísland líklega í bakgrunni Sé skráning IMDB rétt og að atriði í níu þáttum af tíu megi rekja til Íslands, er ekki óraunhæft að gera ráð fyrir því að þar sé verið að notast við skot af umhverfi sem sett eru í bakgrunn atriða eða annarsstaðar. Hér að neðan má til að mynda sjá atriði sem var að miklu leyti tekið upp í kvikmyndaveri en notast við myndefni frá Íslandi sem bætt var við í eftirvinnslu. House of the Dragon var að miklu leyti tekið upp í tökuveri í London en Game of Thrones voru að teknir upp í Norður-Írlandi. Tökur hafa einnig farið fram víðar á Bretlandseyjum, á Spáni og annarsstaðar. Saga House of the Dragon fer að miklu leyti fram á eyjunni Dragonstone, sem er virki Targaryen-fjölskyldunnar og hugsanlega gæti myndefni frá Íslandi verið notað til að tákna eyjunna eða umhverfi hennar. Það eru þó eðli málsins samkvæmt, einungis vangaveltur en gífurleg leynd hefur hvílt yfir framleiðslu þáttanna. House of the Dragon verða frumsýndir á þessu ári en ekki liggur nánar fyrir hvenær. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Martin bað forstjóra HBO um hundrað þætti af Game of Thrones George R.R. Martin, rithöfundurinn sem skrifaði Game of Thrones bókina og aðrar bækur í þeim söguheimi sem sjónvarpsþættirnir vinsælu byggja á, hafði áhyggjur af því að gera þyrfti fleiri þáttaraðir til að gera sögunni skil. Alveg eins og við hin! 30. nóvember 2021 21:40 HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28 HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon HBO birti í morgun stutta stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem frumsýndir verða á næsta ári. 5. október 2021 09:46 Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. 3. ágúst 2021 13:15 HBO með minnst þrjár nýjar þáttaraðir í vinnslu HBO vinnur að framleiðslu þriggja nýrra þáttaraða úr söguheimi Game of Thrones þáttanna. Það er til viðbótar við seríuna House of the Dragon, sem fjallar um Targaryen ættina og frumsýna á á næsta ári. 19. mars 2021 14:12 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Finna má skráninguna hér á vef IMDB. Snorri Þórisson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus, sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa heyrt af tökum fyrir þættina hér á landi. Pegasus kom að framleiðslu Game of Thrones-þáttanna hér á landi en tökurnar teygðu sig alls yfir sex ár. House of the Dragon byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. House of the Dragon gerist um 300 árum fyrir Game of Thrones og fjalla um tímabil þar sem borgarastyrjöld geisaði innan Targaryen ættarinnar. Borgarastyrjöld þessi kallast Drekadansinn (Dance of Dragons). Handrit þáttanna er skrifað af George RR Martin, Ryan Condal og Miguel Sapochnik en sá síðastnefndi leikstýrði stærstu orrustum Game of Thrones þáttaraðarinnar og mun meðal annars leikstýra fyrsta þætti þessarar þáttaraðar. Ísland táknaði nokkra staði í Westeros Í Game of Thrones var Ísland notað fyrir tökur um nokkra staði í Westeros, sögusviði A Song of Ice and Fire. Ísland var að mestu notað til að tákna landsvæðið fyrir norðan Vegginn, Eastwatch-by-the-Sea og The Bloody Gate í The Vale. Má þar nefna staði eins og Þingvelli, sem áttu að vera svæðið í kringum The Bloody Gate, Þórufoss, þar sem drekinn Drogon bragðaði á íslenskum geitum, Stakkholtsgjá, þar sem Jon Snow og félagar fönguðu uppvakning, Kirkjufell, Dimmuborgir, Reynisfjöru, sem átti að tákna Eastwatch-by-the-Sea og nokkra aðra staði. Sjá einnig: Tökur Game of Thrones í fullum gangi á Þingvöllum Til viðbótar við það hefur myndefni frá Íslandi verið notað til að gera bakgrunna atriði sem voru tekin upp annars staðar í heiminum. Þar má meðal annars nefna orrustuna við Hardhome, þar sem Jon Snow hitti Næturkonunginn fyrst. Í fljótu bragði man undirritaður ekki eftir því að hlutar bókarinnar A Dance of Dragons, sem þættirnir eru gerðir eftir, gerist í Norðrinu eða fyrir norðan Vegginn. Það er því óljóst hvað tökurnar sem skráðar eru á IMDB eigi að vera um. Til viðbótar við það má benda á að framleiðsla þáttanna er vel á veg komin og tökum á fyrstu þáttaröð að miklu leyti lokið. Geeta V. Patel, sem leikstýrir áttunda þætti House of the Dragon, setti færslu á Instagram fyrr í dag þar sem hún sagðist hafa lokið sinni aðkomu að þáttunum. Áttundi þátturinn er einn þeirra sem er með Ísland skráðan sem tökustað. Greg Yaitanes, sem einnig er skráður leikstjóri þátta sem eiga að hluta til að vera teknir upp á Íslandi, birti fyrir fimm dögum færslu á Instagram þar sem hann sagði sínum tökum lokið. Ísland líklega í bakgrunni Sé skráning IMDB rétt og að atriði í níu þáttum af tíu megi rekja til Íslands, er ekki óraunhæft að gera ráð fyrir því að þar sé verið að notast við skot af umhverfi sem sett eru í bakgrunn atriða eða annarsstaðar. Hér að neðan má til að mynda sjá atriði sem var að miklu leyti tekið upp í kvikmyndaveri en notast við myndefni frá Íslandi sem bætt var við í eftirvinnslu. House of the Dragon var að miklu leyti tekið upp í tökuveri í London en Game of Thrones voru að teknir upp í Norður-Írlandi. Tökur hafa einnig farið fram víðar á Bretlandseyjum, á Spáni og annarsstaðar. Saga House of the Dragon fer að miklu leyti fram á eyjunni Dragonstone, sem er virki Targaryen-fjölskyldunnar og hugsanlega gæti myndefni frá Íslandi verið notað til að tákna eyjunna eða umhverfi hennar. Það eru þó eðli málsins samkvæmt, einungis vangaveltur en gífurleg leynd hefur hvílt yfir framleiðslu þáttanna. House of the Dragon verða frumsýndir á þessu ári en ekki liggur nánar fyrir hvenær.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Martin bað forstjóra HBO um hundrað þætti af Game of Thrones George R.R. Martin, rithöfundurinn sem skrifaði Game of Thrones bókina og aðrar bækur í þeim söguheimi sem sjónvarpsþættirnir vinsælu byggja á, hafði áhyggjur af því að gera þyrfti fleiri þáttaraðir til að gera sögunni skil. Alveg eins og við hin! 30. nóvember 2021 21:40 HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28 HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon HBO birti í morgun stutta stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem frumsýndir verða á næsta ári. 5. október 2021 09:46 Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. 3. ágúst 2021 13:15 HBO með minnst þrjár nýjar þáttaraðir í vinnslu HBO vinnur að framleiðslu þriggja nýrra þáttaraða úr söguheimi Game of Thrones þáttanna. Það er til viðbótar við seríuna House of the Dragon, sem fjallar um Targaryen ættina og frumsýna á á næsta ári. 19. mars 2021 14:12 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Martin bað forstjóra HBO um hundrað þætti af Game of Thrones George R.R. Martin, rithöfundurinn sem skrifaði Game of Thrones bókina og aðrar bækur í þeim söguheimi sem sjónvarpsþættirnir vinsælu byggja á, hafði áhyggjur af því að gera þyrfti fleiri þáttaraðir til að gera sögunni skil. Alveg eins og við hin! 30. nóvember 2021 21:40
HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28
HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon HBO birti í morgun stutta stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem frumsýndir verða á næsta ári. 5. október 2021 09:46
Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. 3. ágúst 2021 13:15
HBO með minnst þrjár nýjar þáttaraðir í vinnslu HBO vinnur að framleiðslu þriggja nýrra þáttaraða úr söguheimi Game of Thrones þáttanna. Það er til viðbótar við seríuna House of the Dragon, sem fjallar um Targaryen ættina og frumsýna á á næsta ári. 19. mars 2021 14:12