Lagið er tekið upp í hjólhýsi Júníusar og aðrir hljóðfæraleikarar í laginu eru Örn Eldjárn á bassa og Þorleifur Gaukur á slide gítar. Júníus mun senda frá sér nýja plötu í haust og því má búast við meira af nýju efni frá honum á næstunni.

„Lagið er um tilfinninguna að fara í ferðalag og síðan á endanum man maður eftir heimahögunum og það að rata aftur heim bæði andlega og líkamlega,“
segir Juníus um lagið sem má heyra í heild sinni hér að neðan.