Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. febrúar 2022 22:38 Það má reikna með að einn eða tveir kokteilar verði sötraðir í ferðinni. Romm gæti komið við sögu. Getty Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu. Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn. Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn.
Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira