Baldwin varð Hutchins að bana og særði leikstjóra kvikmyndarinnar fyrir slysni eftir að hann skaut úr skammbyssu við tökur. Baldwin er einn nokkurra sem fjölskyldan kærir fyrir morð af gáleysi.
Lögmenn fjölskyldunnar segja að Hutchins væri enn á lífi hefðu starfsmenn á tökustað ekki stytt sér leiðir.
Kæran var lögð fram í gær í Nýju-Mexíkó fyrir hönd Matthew, eiginmanns Hutchins, og Andros sonar þeirra. Farið er fram á bætur í kærunni en þær ekki tilgreindar nánar.
Í kærunni segir að Baldwin og aðrir starfsmenn á tökustað hafi ekki farið eftir settum reglum og öryggisstöðlum á tökustað. Þá er framleiðendum myndarinnar kennt um fyrir að hafa ekki farið eftir öryggisreglum til að flýta fyrir svo tökur myndu ekki vara enn lengur og þeir hafi hundsað athugasemdir um brot á öryggisreglum.
Auk Baldwin eru David Halls aðstoðarleikstjóri, Hanna Gutierrez-Reed vopnavörður og Sarah Zachry yfirmaður leikmunadeildarinnar kærð af fjölskyldunni.