Þetta kemur fram í tilkynningu sóttvarnalæknis sem birtist á vef Embætti landlæknis.
Þar er rifjað upp að í janúar, þegar ómíkronafbrigðið var að taka yfir deltaafbrigðið hér á landi, hafi verið ákveðið að setja upplýsingar um raðgreiningar hjá þeim sem smitast höfðu af Covid-19 inn í Heilsuveru hjá hverjum og einum.
Vegna mikillar aukningar á þeim fjölda sem greinist daglega með Covid-19 undanfarnar vikur, um og yfir tvö þúsund manns, hefur ekki tekist að raðgreina öll jákvæð sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu, þar sem fjöldi sýna sé langt umfram greiningargetu fyrirtækisins.
„Þá hefur raðgreining leitt í ljós að ómíkrón afbrigðið hefur nú algjörlega yfirtekið delta og er svokallað BA.2 afbrigði þess allsráðandi,“ segir í tilkynningunni.
Því hefur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ákveðið að hætt verði að raðgreina öll jákvæð sýni. Þó mun Íslensk erfðagreining í samvinni við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans áfram raðgreina ákveðið úrtak jákvæðra sýna til að fylgjst með hvaða afbrigði berast til landsins og breiðast hér út.