Veðrið lék stórt hlutverk í ferðalaginu, sem var nógu krefjandi fyrir, en þau þurftu að hætta við í miðju fjalli vegna veðurs. Þau biðu svo eftir betri veðurglugga til þess að reyna að klára að komast alla leið á toppinn.
„Þessi leið er ekki stikuð og það er ekki stígur þannig að það er mjög þægilegt að vera með einn góðan leiðsögumann og gott track af leiðinni eða bara í skipulagðri ferð með góðum hóp.“
„Við sjáum allt framundan, Baulu og Vestfirðina, Snæfellsnesið og alla breiðuna,“ segir Garpur spenntur þegar þau komast ofarlega. Þverhníptar og brattar hlíðar Skessuhornsins urðu samt til þess að Rakel var hætt að lítast á blikuna á tímabili þrátt fyrir að vera með ísexi og hjálm.
„Fokk, þetta er rosalegt,“
viðurkenndi Rakel þegar toppurinn nálgaðist. „Ég er svo buguð.“
Þessa einstöku íslensku náttúruperlu má sjá í öðrum þættinum af Okkar eigið Ísland hér fyrir neðan.
Í fyrsta þættinum fóru Rakel og Garpur í göngu á Sólheimajökul. Skoðuðu þau meðal annars fallegan íshelli á leiðinni og stórkostlega litadýrð. Þáttinn um Sólheimajökul má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Okkar eigið Ísland birtist alla laugardaga á Lífinu á Vísi.