
Okkar eigið Ísland

Fóru líka upp á eiginkonuna fyrir besta útsýni landsins
Garpur og félagar fóru í þetta skiptið upp á báða toppa Tindfjalla í Okkar eigið Ísland, toppa sem kenndir eru við hjónin Ýmu og Ými. Í þættinum má sjá stórbrotið útsýni sem Garpur segir besta útsýni sem hann hefur fengið á Íslandi.

Okkar eigið Ísland: Skelltu sér í slímuga laug
Félagarnir Garpur I. Elísabetarson, Sigurður Karlsson og Leifur Runólfsson skella sér á Blátind í Morsárdal í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland. Þá tókst þeim að finna dularfulla náttúrulaug að göngu lokinni sem enginn veit hvar er. Laugin reyndist hálfógeðsleg en það stöðvaði ekki göngugarpana.

Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp
Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta.

Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli
Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana.

Garpur fór niður sviflínu á jökli
Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi.

Hefur gengið 3200 sinnum á Heimaklett á 10 árum
Göngugarpurinn Svavar Steingrímsson segist hafa labbað um 3200 sinnum á Heimaklett síðan árið 2013. Hann hefur nánast farið upp fjallið á hverjum degi síðustu tíu ár. Það sem gerir þetta afrek enn merkilegra er að Svavar er 87 ára gamall.

„Held að það tengist því að ég hafi verið nakinn í fyrsta þætti“
Þriðja þáttaröðin af Okkar eigið Ísland er komin í loftið, þættir sem hafa slegið í gegn.

Okkar eigið Ísland: Allt það helsta úr annarri seríu
Önnur þáttaröð af Okkar eigið Ísland lauk göngu sinni hér á Vísi síðustu helgi þegar Garpur I. Elísabetarson fór í Merkúrker í lauflétt ævintýri.

Okkar eigið Ísland: Leyniævintýrastaður í Eyjafjöllum
Í þessum síðasta þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur í Merkurker sem er auðvelt og skemmtilegt ævintýraferðalag í Eyjafjöllum.

„Ég er verulega lofthræddur hérna uppi“
Garpur I. Elísabetarson, umsjónarmaður Okkar eigin Íslands, hélt ásamt félögum sínum í langan og strangan leiðangur inn Morsárdal á suðausturlandi og stefndu á Þumal, sem er 120 metra toppur við rætur Vatnajökuls í svokölluðum Skaftafellsfjöllum.

Garpur bugaður á Kerlingu
Garpur og félagar hans, Jónas og Andri Már fóru í leiðangur í Svarfaðadal í klifur upp Kerlingareld. Kerlingareldur er veggur í miðju fjalli sem heitir Kerling sem gnæfir yfir dalnum. Veggurinn er 200 metra hár og hafa ekki margir klifrarar farið þar upp.

Okkar eigið Ísland: Á brjóstunum í Berufirði
Ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson heldur áfram ferðalögum sínum í þáttunum Okkar eigið Ísland. Í þessum fimmta þætti fer hann á Vestfirði og skellir sér á Vaðalfjöll sem liggja á Berufirði og Þorskafirði.

Okkar eigið Ísland: „Við komumst ekki héðan, við erum fastir“
Í fjórða þætti af Okkar eigið Ísland, fara Garpur og Andri í leiðangur undir Vatnajökul. Þar hitta þeir Óskar Arason, eiganda Iceguide sem fer með þá á kajak á Heinabergslóni.

Okkar eigið Ísland: Eitt fallegasta fjall landsins falið á hálendinu
Í þriðja þætti af Okkar Eigið Ísland fara þeir Garpur og Andri í ferðalag yfir hálendi landsins. Þeir keyra hin fallega fjallaveg sem kallast F210 sem leiðir þá yfir fallegt hálendið og nátturuperlur og enda hjá Mælifelli, sem er eitt allra fallegasta fjall landsins.

Undraveröld Kötlujökuls, íshellar og ævintýri
Í öðrum þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur með Andra og sýnir honum íshellana í Kötlujökli. Hellirinn er mjög aðgengilegur og nær höfuðborginni en flest svona ævintýri. Andri hefur aldrei séð íshelli áður og má segja að upplifun hans svíki engan.

Upplifði ótrúlegt útsýni á toppi Hraundranga í fyrstu fjallgöngunni
Í þessum fyrsta þætti af nýrri þáttaröð af Okkar eigið Ísland fara ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson og klifrarinn Andri Már Ómarsson í leiðangur upp Hraundranga í Öxnadal.

„Ég verð mjög oft hræddur“
Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið.

Fór óhefðbunda leið upp brattann á Hafursey
Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið.

Treysti á broddana í bröttum hlíðum Búlandstinds
Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið.

Sólbrunninn á brúninni á Lómagnúpi
Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi, sá fyrsti er um Lómagnúp. Við gefum honum orðið.

Skemmtilegt að fá örn í heimsókn í miðri göngu
Garpur I. Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir breyttu til og fóru í skipulagða gönguferð í Brynjudal í lokaþættinum af Okkar eigið Ísland.

Enduðu við einstakan foss eftir göngu inn Nauthúsagil
Í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland völdu Garpur og Rakel að ganga inn Nauthúsagil. Ástæðan var að skyggnið var svo slæmt að þau vildu fara í leiðangur þar sem útsýnið yrði fallegt þrátt fyrir veðrið.

Dróninn réði ekki við toppinn: „Aldrei vanmeta Baulu“
Garpur I. Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir fóru upp á Baulu í nýjasta ævintýri sínu í Okkar eigið Ísland.

Hugsanlega næsta Instagram-stjarna landsins: „Það eiga allir að koma hingað“
Í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland skoða Rakel María Hjaltadóttir og Garpur I. Elísabetarson Múlagljúfur. Þessi fallegi staður er við rætur Vatnajökuls og gangan að gljúfrinu er aðeins fjórir kílómetrar fram og til baka.

Upplifðu ævintýralegt vetrarútsýni á toppi Móskarðshnjúka á Esjunni
Garpur Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir skoða vetrarfegurðina á Móskarðshnjúkum í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland sem kom út á Vísi í dag.

Fundu stórkostleg ísgöng á Breiðamerkurjökli í anda Elsu í Frozen
Í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland skoða Rakel María Hjaltadóttir og Garpur I. Elísabetarson íshelli á Breiðamerkurjökli. Í göngunni sáu þau einnig í fyrsta sæti einstök ísgöng á jöklinum sem gerði þau algjörlega agndofa.

Leist ekkert á þverhníptar hlíðar Skessuhorns: „Ekki horfa niður“
Ævintýrafólkið Garpur I Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir fóru í erfiða fjallgöngu á Skessuhorn í Borgarfirði í nýjasta þættinum af okkar eigið Ísland.

Stórkostlegir litir á Sólheimajökli: „Miklu fallegri en ég bjóst við“
Í fyrsta þættinum af Okkar eigið Ísland heimsóttu Rakel og Garpur Sólheimajökull. Þau segja að gangan sé mjög byrjendavæn.

Garpur og Rakel fóru á rómantískt stefnumót í íshelli á Sólheimajökli
„Það eru margir sem mikla það fyrir sér að fara upp á jökul,“ segir Garpur I. Elísabetarson í fyrsta þættinum af Okkar eigið Ísland. Í þáttunum skoða Garpur og Rakel María Hjaltadóttir ýmsa skemmtilega staði á Íslandi og byrja þau á Sólheimajökli.

Fyrstu sautján stefnumótin á fjöllum og gera nú eigin ferðaþætti
Garpur Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir fara um helgina af stað með nýja þætti á Lífinu á Vísi. Þættirnir kallast Okkar eigið Ísland.