Telur einkvæni vera óheilbrigt Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 17:01 Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon lýsti því yfir í hlaðvarpi í gær að honum þætti einkvæni jaðra við sjálfselsku og eignarhald. Getty/ Bruce Glikas Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. Sambandsráðgjafinn Dr. Laura Berman ræddi við Cannon í hlaðvarpinu The Language of Love. Í þættinum svaraði Cannon meðal annars þeirri spurningu hvort öll börnin hans átta hefðu verið plönuð, en hann á börnin með fimm konum. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ segir Cannon. Cannon var giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár. Þau eignuðust tvíburana Moroccan og Monroe árið 2011. Hann eignaðist svo Golden Sagon árið 2017 og Powerful Queen árið 2020 með fegurðardrottningunni Brittany Bell, en þau áttu í nokkurra ára slitróttu ástarsambandi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Fimm börn undir tveggja ára Mánuði eftir fæðingu Powerful Queen bárust þær fregnir að Cannon ætti von á öðru barni eða réttara sagt þremur börnum. Hann eignaðist tvíburana Zion Mixolydian og Zillion Heir með plötusnúðnum Abby De La Rosa þann 14. júní á síðasta ári. Aðeins níu dögum síðar eignaðist hann soninn Zen með fegurðardrottningunni Alyssu Scott, en hann var fljótt greindur með heilaæxli og lést hann í desember sama ár. Sjá einnig: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Aðeins mánuði eftir andlát Zen tilkynnti Cannon að hann ætti von á áttunda barninu með fyrirsætunni Bre Tiesi. Það mun þá vera hans fimmta barn á tæplega tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Stundar ekki óvarið kynlíf með hvaða konu sem er vegna sýklafóbíu „Mér finnst allar konur sem ég hef eignast barn með vera frábærar mæður og ég hef alveg hugsað: Vá hvað hún verður góð móðir, hún þráir að eignast börn. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hana í móðurhlutverkinu. Að því leyti voru börnin plönuð,“ segir Cannon. Hann segist alls ekki stunda óvarið kynlíf með hvaða konu sem er þar sem hann sé með sýklafóbíu á háu stigi. Þrátt fyrir að hafa verið giftur söngkonunni Mariuh Carey virðist Cannon ekki hafa mikið álit á hjónabandi, með hjónabandi séu tveir aðilar að lýsa því yfir að þeir séu ekki einhleypir. „Tvær manneskjur ákveða bara að þær meti samband sitt svo mikils að þær vilji ekki leyfa öðrum að vera hluti af því sambandi og þeirri orku sem þær eiga sín á milli. Mér finnst einkvæni ekki vera heilbrigt. Mér finnst það jaðra við sjálfselsku og eignarhald.“ Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sambandsráðgjafinn Dr. Laura Berman ræddi við Cannon í hlaðvarpinu The Language of Love. Í þættinum svaraði Cannon meðal annars þeirri spurningu hvort öll börnin hans átta hefðu verið plönuð, en hann á börnin með fimm konum. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ segir Cannon. Cannon var giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár. Þau eignuðust tvíburana Moroccan og Monroe árið 2011. Hann eignaðist svo Golden Sagon árið 2017 og Powerful Queen árið 2020 með fegurðardrottningunni Brittany Bell, en þau áttu í nokkurra ára slitróttu ástarsambandi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Fimm börn undir tveggja ára Mánuði eftir fæðingu Powerful Queen bárust þær fregnir að Cannon ætti von á öðru barni eða réttara sagt þremur börnum. Hann eignaðist tvíburana Zion Mixolydian og Zillion Heir með plötusnúðnum Abby De La Rosa þann 14. júní á síðasta ári. Aðeins níu dögum síðar eignaðist hann soninn Zen með fegurðardrottningunni Alyssu Scott, en hann var fljótt greindur með heilaæxli og lést hann í desember sama ár. Sjá einnig: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Aðeins mánuði eftir andlát Zen tilkynnti Cannon að hann ætti von á áttunda barninu með fyrirsætunni Bre Tiesi. Það mun þá vera hans fimmta barn á tæplega tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Stundar ekki óvarið kynlíf með hvaða konu sem er vegna sýklafóbíu „Mér finnst allar konur sem ég hef eignast barn með vera frábærar mæður og ég hef alveg hugsað: Vá hvað hún verður góð móðir, hún þráir að eignast börn. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hana í móðurhlutverkinu. Að því leyti voru börnin plönuð,“ segir Cannon. Hann segist alls ekki stunda óvarið kynlíf með hvaða konu sem er þar sem hann sé með sýklafóbíu á háu stigi. Þrátt fyrir að hafa verið giftur söngkonunni Mariuh Carey virðist Cannon ekki hafa mikið álit á hjónabandi, með hjónabandi séu tveir aðilar að lýsa því yfir að þeir séu ekki einhleypir. „Tvær manneskjur ákveða bara að þær meti samband sitt svo mikils að þær vilji ekki leyfa öðrum að vera hluti af því sambandi og þeirri orku sem þær eiga sín á milli. Mér finnst einkvæni ekki vera heilbrigt. Mér finnst það jaðra við sjálfselsku og eignarhald.“
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15