„Svakalegt mál ef satt reynist að aðstoðarfólkið sé sekt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 11:01 Kamila Valieva var í öngum sínum eftir frjálsu æfingarnar í gær. getty/Jean Catuffe Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir mál rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu fyrst og síðast sorglegt. Það sé hins vegar afar flókið vegna ungs aldurs hennar og finna þurfi út hversu mikla, ef einhverja, ábyrgð hún ber í málinu. Líklega er hin fimmtán ára Valieva umtalaðasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Rússneska skautakonan féll á lyfjaprófi sem var tekið um jólin. Niðurstöðurnar bárust hins vegar ekki fyrr en í síðustu viku, eftir að hún keppti í liðakeppninni á Vetrarólympíuleikunum en áður en hún átti að keppa í einstaklingskeppninni. Þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófinu fékk Valieva leyfi frá Alþjóða íþróttadómstólnum, CAS, til að keppa í einstaklingskeppninni. Var ungur aldur hennar meðal annars tekinn með í reikninginn. Valieva var efst eftir skylduæfingarnar en var langt frá sínu besta í frjálsu æfingunum og varð að gera sér 4. sætið að góðu. Verðlaunaafhendingin gat því farið fram en svo hefði ekki verið ef Valieva hefði komist á pall. Það sást bersýnilega í frjálsu æfingunum að atburðir og umræða síðustu daga hafa haft mikil áhrif á Valievu sem hefði líklega undir öllum eðlilegum kringumstæðum unnið einstaklingskeppnina. Margir hafa samúð með þessari kornungu skautakonu og spurningar hafa vaknað um ábyrgð hennar í málinu, hvort hún hafi yfirhöfuð eitthvað um það að segja hvaða lyf hún notar eða notar ekki. Valieva telst vera svokallaður verndaður einstaklingur sem er nýtt hugtak. „Hún fellur undir þá skilgreiningu því hún er fimmtán ára. Eitt skilyrðið er að vera sextán ára og yngri. Einnig er hægt að falla undir þessa skilgreiningu ef keppandi er átján ára og yngri og hefur ekki keppt í alþjóðlegri keppni eða úrskurðað hefur verið að hann skorti lögræði samkvæmt viðkomandi landslögum öðrum en aldri,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við Vísi. Þarf að finna sektarstigið Rannsóknin á máli Valievu beinist að miklu leyti að því hvar ábyrgðin liggur og finna svokallað sektarstig. „Hún gæti borið takmarkaða ábyrgð en það fer eftir hennar sektarstigi og sektarstigi aðstoðarfólks hennar ef um er að ræða brot af hálfu þess. Ef við stillum þessu þannig upp að hún hafi ekki verið eina manneskjan sem vissi af þessu þarf að meta sektarstig viðkomandi aðstoðarfólks, hvort það hafi vitað af þessu. Og ef svo er ber viðkomandi gríðarlega ábyrgð, séstaklega þar sem hún er verndaður einstaklingur. Aðstoðarfólk íþróttamanna ber líka ábyrgð og getur sætt refsingum, óháð því hvort viðkomandi íþróttamaður sé verndaður einstaklingur eða ekki,“ sagði Birgir. Birgir Sverrisson er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Spurningin er alltaf hversu mikil áhrif skipanir frá öðrum hafa á svona ungan einstakling því hún getur ekki varið sig jafn vel og fullorðinn einstaklingur.“ Staðfest hefur verið að hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni Valievu. Það getur hjálpað til við að auka úthald. Einnig hefur verið talað um að leyfar af tveimur öðrum hjartalyfjum, hypoxen og L-Carnatine, hafi fundist í sýni hennar. Öfugt við trimetazidine eru þau ekki á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Birgir man ekki eftir öðru svipuðu tilfelli þar sem trimetazidine kom við sögu. Eitt þekktasta dæmið um íþróttamann sem var dæmdur í bann vegna notkun hjartalyfs er rússneska tenniskonan Maria Sharapova sem notaði efnið meldonium sem var sett á bannlista fyrir nokkrum árum. Ekkert í alltof góðum málum Þrátt fyrir ungan aldur Valievu segir Birgir varhugavert ef aðstoðarfólk hennar eitt og sér verður gert að blórabögglum. „Ef hún er fundin sek eða staðfest að lyfjareglur hafi verið brotnar er hún ekkert í alltof góðum málum, óháð aldri. Fordæmið væri ekki gott, að íþróttamaðurinn sleppi en aðstoðarfólkið tæki á sig sökina,“ sagði Birgir og benti á mál norsku skíðagöngukonunnar Theresu Johaug. „Hún missti af síðustu Ólympíuleikum en læknirinn hennar tók á sig sökina. Hún var dæmd ábyrg að miklu leyti þótt hún hafi ekki fengið hámarksrefsingu. En hérna erum við með fimmtán ára barn þar sem sektarstig einstaklingsins er lítið ef eitthvað. Það þarf að rannsaka það og finna hvert sektarstig hennar er. Ef hún er látin taka lyfið og hefur ekkert um það að segja er það svakaleg misnotkun og ábyrgðin liggur að langstærstum hluta hjá aðstoðarfólkinu,“ sagði Birgir og bætti við að hann muni ekki eftir máli sem þessu á Ólympíuleikum, þar sem grunur leikur á að jafn ungur keppandi hafi brotið lyfjareglur. Valieva var langt frá sínu besta í einstaklingskeppninni.getty/Xavier Laine „Því miður erum við að tala um lyfjamál á Ólympíuleikunum 2022. En þetta sýnir að einhverju leyti að lyfjaeftirlit virkar þótt þetta séu leiðinlegar aðstæður. Við verðum að ná fram réttum úrslitum,“ sagði Birgir. Ferilinn eyðilagður? Hann segir að Valieva sé í afar erfiðri stöðu og málið hafi þegar sett stórt strik í reikning hennar. „Ég get ímyndað mér að þetta sé ekki auðvelt fyrir barn að glíma við. Og ef hún er ekki höfuðpaurinn í þessu máli er þetta sanngjarnt gagnvart henni sem íþróttamanni, er búið að eyðileggja ferilinn hennar og hverjir bera ábyrgð á því? Það er svakalegt mál ef satt reynist að aðstoðarfólkið sé sekt,“ sagði Birgir. „Þetta er sorglegt mál sama hvernig á það er litið. Ég á engu að síður von á því að hún fái stuðning. Það er ekki horft sömu augum á þetta og ef hún væri þrítug og ekki verndaður einstaklingur.“ Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Líklega er hin fimmtán ára Valieva umtalaðasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Rússneska skautakonan féll á lyfjaprófi sem var tekið um jólin. Niðurstöðurnar bárust hins vegar ekki fyrr en í síðustu viku, eftir að hún keppti í liðakeppninni á Vetrarólympíuleikunum en áður en hún átti að keppa í einstaklingskeppninni. Þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófinu fékk Valieva leyfi frá Alþjóða íþróttadómstólnum, CAS, til að keppa í einstaklingskeppninni. Var ungur aldur hennar meðal annars tekinn með í reikninginn. Valieva var efst eftir skylduæfingarnar en var langt frá sínu besta í frjálsu æfingunum og varð að gera sér 4. sætið að góðu. Verðlaunaafhendingin gat því farið fram en svo hefði ekki verið ef Valieva hefði komist á pall. Það sást bersýnilega í frjálsu æfingunum að atburðir og umræða síðustu daga hafa haft mikil áhrif á Valievu sem hefði líklega undir öllum eðlilegum kringumstæðum unnið einstaklingskeppnina. Margir hafa samúð með þessari kornungu skautakonu og spurningar hafa vaknað um ábyrgð hennar í málinu, hvort hún hafi yfirhöfuð eitthvað um það að segja hvaða lyf hún notar eða notar ekki. Valieva telst vera svokallaður verndaður einstaklingur sem er nýtt hugtak. „Hún fellur undir þá skilgreiningu því hún er fimmtán ára. Eitt skilyrðið er að vera sextán ára og yngri. Einnig er hægt að falla undir þessa skilgreiningu ef keppandi er átján ára og yngri og hefur ekki keppt í alþjóðlegri keppni eða úrskurðað hefur verið að hann skorti lögræði samkvæmt viðkomandi landslögum öðrum en aldri,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við Vísi. Þarf að finna sektarstigið Rannsóknin á máli Valievu beinist að miklu leyti að því hvar ábyrgðin liggur og finna svokallað sektarstig. „Hún gæti borið takmarkaða ábyrgð en það fer eftir hennar sektarstigi og sektarstigi aðstoðarfólks hennar ef um er að ræða brot af hálfu þess. Ef við stillum þessu þannig upp að hún hafi ekki verið eina manneskjan sem vissi af þessu þarf að meta sektarstig viðkomandi aðstoðarfólks, hvort það hafi vitað af þessu. Og ef svo er ber viðkomandi gríðarlega ábyrgð, séstaklega þar sem hún er verndaður einstaklingur. Aðstoðarfólk íþróttamanna ber líka ábyrgð og getur sætt refsingum, óháð því hvort viðkomandi íþróttamaður sé verndaður einstaklingur eða ekki,“ sagði Birgir. Birgir Sverrisson er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Spurningin er alltaf hversu mikil áhrif skipanir frá öðrum hafa á svona ungan einstakling því hún getur ekki varið sig jafn vel og fullorðinn einstaklingur.“ Staðfest hefur verið að hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni Valievu. Það getur hjálpað til við að auka úthald. Einnig hefur verið talað um að leyfar af tveimur öðrum hjartalyfjum, hypoxen og L-Carnatine, hafi fundist í sýni hennar. Öfugt við trimetazidine eru þau ekki á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Birgir man ekki eftir öðru svipuðu tilfelli þar sem trimetazidine kom við sögu. Eitt þekktasta dæmið um íþróttamann sem var dæmdur í bann vegna notkun hjartalyfs er rússneska tenniskonan Maria Sharapova sem notaði efnið meldonium sem var sett á bannlista fyrir nokkrum árum. Ekkert í alltof góðum málum Þrátt fyrir ungan aldur Valievu segir Birgir varhugavert ef aðstoðarfólk hennar eitt og sér verður gert að blórabögglum. „Ef hún er fundin sek eða staðfest að lyfjareglur hafi verið brotnar er hún ekkert í alltof góðum málum, óháð aldri. Fordæmið væri ekki gott, að íþróttamaðurinn sleppi en aðstoðarfólkið tæki á sig sökina,“ sagði Birgir og benti á mál norsku skíðagöngukonunnar Theresu Johaug. „Hún missti af síðustu Ólympíuleikum en læknirinn hennar tók á sig sökina. Hún var dæmd ábyrg að miklu leyti þótt hún hafi ekki fengið hámarksrefsingu. En hérna erum við með fimmtán ára barn þar sem sektarstig einstaklingsins er lítið ef eitthvað. Það þarf að rannsaka það og finna hvert sektarstig hennar er. Ef hún er látin taka lyfið og hefur ekkert um það að segja er það svakaleg misnotkun og ábyrgðin liggur að langstærstum hluta hjá aðstoðarfólkinu,“ sagði Birgir og bætti við að hann muni ekki eftir máli sem þessu á Ólympíuleikum, þar sem grunur leikur á að jafn ungur keppandi hafi brotið lyfjareglur. Valieva var langt frá sínu besta í einstaklingskeppninni.getty/Xavier Laine „Því miður erum við að tala um lyfjamál á Ólympíuleikunum 2022. En þetta sýnir að einhverju leyti að lyfjaeftirlit virkar þótt þetta séu leiðinlegar aðstæður. Við verðum að ná fram réttum úrslitum,“ sagði Birgir. Ferilinn eyðilagður? Hann segir að Valieva sé í afar erfiðri stöðu og málið hafi þegar sett stórt strik í reikning hennar. „Ég get ímyndað mér að þetta sé ekki auðvelt fyrir barn að glíma við. Og ef hún er ekki höfuðpaurinn í þessu máli er þetta sanngjarnt gagnvart henni sem íþróttamanni, er búið að eyðileggja ferilinn hennar og hverjir bera ábyrgð á því? Það er svakalegt mál ef satt reynist að aðstoðarfólkið sé sekt,“ sagði Birgir. „Þetta er sorglegt mál sama hvernig á það er litið. Ég á engu að síður von á því að hún fái stuðning. Það er ekki horft sömu augum á þetta og ef hún væri þrítug og ekki verndaður einstaklingur.“
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira