Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel Elísabet Hanna skrifar 20. febrúar 2022 07:01 Ævintýraþráin er mikil hjá Margréti sem nýtur lífsins í Brussel með fjölskyldunni sinni. Aðsend Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvenær tókstu stökkið?Við fluttum út í janúar 2016 til London og svo til Brussel sumarið 2018. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Ævintýraþráin hefur alltaf verið sterk í mér og því var ég mjög spennt þegar við fluttum út árið 2016. Ég eyddi þremur mánuðum í S-Frakklandi þegar ég var 18 ára, að læra frönsku, og síðan hefur mig alltaf langað til þess að búa í Frakklandi og ég á það enn eftir. London var hins vegar stórkostleg og eigum við margar góðar minningar þaðan. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Svo hefur Brussel komið skemmtilega á óvart. Brussel er mjög blönduð borg og býður uppá áhugavert og fjölbreytt mannlíf og menningu, framúrskarandi matargerð og hvergi er hægt að fá betri bjór. Við þetta bætist svo áhugaverð saga Belgíu og íbúa þess sem skiptast að mestu á milli Flæmingja og Vallóna sem búa við ansi flókið og nær óskiljanlegt stjórnkerfi svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Það er frábært að fá tækfæri til að búa í Evrópu og á sama tíma vona ég að ég eigi eftir að upplifa það að búa í fleiri löndum. Mikið rosalega væri gaman að prufa að búa í Asíu, t.d. í Japan og kynnast japanskri menningu. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Covid var blessunarlega ekki komið til sögunnar þegar við fluttum til Brussel en faraldurinn hefur haft mikil áhrif á okkar líf, eins og annarra. Ég eignaðist Þorstein Úlf í janúar 2020, rétt áður en allt fór í lás hér í Brussel. Svo lokuðu skólarnir í 12 vikur þannig að það var ansi skrautlegt að vera heima með nýbura og eina 3 og hálfs árs. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Það bjargaði okkur alveg hvað veðrið var gott og við gátum farið mikið út í göngutúr en ekki á róló því belgísk stjórnvöld lokuðu rólóvöllunum í 12 vikur líka – ekki alveg nógu sniðugt. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Búslóðin okkar var í geymslu og við vorum nýbúin að festa kaup á íbúð í Hafnarfirðinum fagra en þá bauðst okkur að flytja til til London. „Búslóðin var því send til London í stað Hafnarfjarðar.“ Maðurinn minn starfaði í sendiráði Íslands og ég var ólétt af okkar fyrsta barni. Ég fór í fæðingarorlof frá WOW air þar sem ég starfaði sem flugfreyja. Svo fór ég í meistaranám í Markaðsfræði við London Southbank University sem ég útskrifaðist úr haustið 2019. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt? Fólk hefur auðvitað ólíkar óskir og þarfir en við horfðum til þess að húsnæðið væri vel staðsett með tilliti til vinnu, ferðatíma og samgangna, skóla og annarrar grunnþjónustu. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Frönskukunnáttan mín hjálpaði mikið þegar við fluttum frá London til Brussel þannig að það er ágætt að hafa það í huga að enskukunnátta er misjöfn í löndum. Í hreinskilni sagt þá vissi ég nú ekki mikið um Belgíu þegar við fluttum hingað. Vissir þú að það eru þrjú opinber tungumál í Belgíu? Franska, flæmska og þýska! „Belgía er áhugavert land og ég er hissa á að það hafi ekki verið vinsælla en ella að koma hingað í helgarferðir fyrir Íslendinga – það kannski breytist núna.“ Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í? Ég hef nýtt tímann í að mennta mig á meðan maðurinn minn vinnur. Ég kláraði MSc nám í London og í fyrrasumar útskrifaðist ég með diplóma í Viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Næst er stefnan sett á MBA nám við Leuven Háskóla og af því að þetta verður birt þá verð ég auðvitað að standa við stóru orðin. Og já svo er ég meira og minna búin að vera ólétt, að fæða börn eða með barn á brjósti síðan við fluttum af landi brott. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar og vina minna. Það koma oft dagar þar sem ég myndi vilja rölta á Norðurbakkann til mömmu í kaffi. Svo sakna ég sundlauganna alveg stórkostlega mikið og þrái oft að geta fengið mér ís með lúxús-ídýfu og lakkrískurli. Belgía er frekar flatt, þéttbýlt og gróðurvaxið land, og ég finn hve mikið ég sakna að sjá fjöllin og hafið. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Gulra viðvarana og ennþá minna sakna ég rauðra viðvarana. Einangrun og sú óhagganlega staðreynd að Ísland er eyja getur líka verið áskorun. Hvernig er veðrið?Á íslenskum mælikvarða er veðrið frábært þó svo að Belginn myndi seint nota það sem sölupunkt. Það er æðislegt að upplifa hverja árstíð fyrir sig - að sjá kirsuberjatréin í blóma á vorin, upplifa heit sumur og svo mild og litrík haust. Það eina sem vantar er snjórinn á veturna. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég er mikið á einkabílnum þar sem aðgengi að heppilegum almenningssamgöngum er ekki stærsti kosturinn við hverfið okkar, ólíkt því þegar ég bjó í London þar sem ég gekk mikið og notaði túbið. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Kemurðu oft til Íslands?Við komum yfirleitt til Íslands á sumrin og þá er okkar fyrsta verk að fara í sund. Við þræddum sundlaugar landsins í fyrrasumar og þótt sundlaugar á Íslandi séu yfirleitt til fyrirmyndar og til öfundar, komumst að því að sundlaugin á Akureyri og sundlaugin í Mosó eru í uppáhaldi. „Næsta sumar langar okkur að að ferðast um meginlandið, jafnvel komast á slóðir Julie Andrews í söngvaseiði í austurísku ölpunum.“ Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa í Brussel en á Íslandi?Það er talsvert ódýrara að versla í matinn hér heldur en á Íslandi. Hér eru líka frábær hráefni í boði og mikið úrval af lífrænum vörum sem kosta ekki endilega hálfan handlegg. Vín og bjór á veitingarstöðum eru líka á góðu verði – enda Brussel höfuðvígi bjórs og drykkju. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? „Í London var eins og ég væri að reka lítið gistiheimili og fengum við oft tvær heimsóknir í mánuði.“ Það snarminnkaði þegar við fluttum til Brussel af einhverjum ástæðum en fjölskyldan hefur verið dugleg að heimsækja okkur sem okkur þykir ofboðslega vænt um. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert? Hér í Brussel er ágætlega stórt Íslendingasamfélag og mikið af skemmtilegu fólki. Íslendingafélagið er mjög öflugt og skipuleggur fjöldann allan af viðburðum og er Þorrablótið sá stærsti sem félagið heldur. Félagið stendur líka fyrir haustferð, jólaballi og á sunnudögum er íslenskuskóli fyrir börn þannig að það er mikið um að vera - þegar takmarkanir eru ekki að flækja hlutina of mikið. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Áttu þér uppáhalds stað?Í Belgíu eru fjölmargir fallegir bæir og skemmtilegar borgir. Antwerpen er alltaf í uppáhaldi en þar er kunnuglegur skandinavískur fílingur, margar æðislegar fataverslanir og glæsileg listasöfn. Í Flæmingjalandi er einnig að finna borgina Gent sem hefur uppá margt að bjóða – góðan mat og glæsilegt umhverfi. Fallegasti bær Belgíu eru auðvitað miðaldagersemin Brugge en hann er á heimsminjaskrá UNESCO. Í Ardenafjöllum í Vallóníu eru margir krúttlegir bæir eins og t.d. Dinant, Bouillon og Durbuy. Margrét í göngutúr dagsins.Aðsend Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla í Brussel?Ég er nýbúin að fara á dásamlegan grænmetisstað sem heitir Humus x Hortense. Það er ekki aðeins töfrandi matur heldur er umhverfið líka svo yndislegt - allt í Art Nouveau stíl. Í Belgíu er mikið úrval af fínum Michelin stöðum og á sama tíma fjöldinn allur af góðum brasseríum og frönskubúllum (fritterie) þar sem þú getur gætt þér á gómsætum tvídjúpsteiktum frönskum, löðrandi í majónesi. Vissirðu að franskar karteflur eiga uppruna sinn í Belgíu? Nú legg ég til að við byrjum að kalla þær belgískar karteflur. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Brussel?Ég myndi hiklaust mæla með leiðsöguferð um borgina með Stellu vinkonu minni sem rekur Stellar Walks. Það þarf vart að taka það fram en í Brussel-heimsókn er skylda að smakka á eðal-belgísku súkkulaði, drekka rótsterkan munkabjór, gæða sér á dýrindis krækling og kóróna svo máltíðina með góðri vöfflu. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Mér finnst voða gott að vakna á undan börnunum og eiga smá me-time, þá kveiki ég á kerti og bý mér til hveitigrasskot. Tek svo hugleiðslusession og geri pilates æfingar í stofunni, á meðan ég horfi á sólarupprásina – allt áður en börnin vakna auðvitað. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Að öllu gamni sleppt þá snýst morguninn um að koma krökkunum úr húsi með tilheyrandi skemmtilegheitum og samningaviðræðum. En þar sem ég er á fæðingarvertíð, með einn 3 mánaða heima þá fer tíminn minn aðallega í brjóstagjöf. Okkur mæðginum finnst mjög fínt að fara í göngutúr, kíkja á markaðinn í hverfinu og hitta vinkonur okkar. Hvað er það besta við Brussel? Það besta er hvað það er stutt í allar áttir og auðvelt að rúlla í nærliggjandi bæi og lönd. Mér finnst líka frábært hvað það eru mörg græn og skemmtileg svæði hér í kring. Auk þess hef ég gaman af fjölbreytileikanum í borginni og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að kynnst allskonar fólki, hvaðan af úr heiminum. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvað er það versta við staðinn þinn? Belgíska þjónustulundin er nú ekki uppá marga fiska en það er bara partur af belgíska sjarmanum. Hér geta hlutir verið óþarflega flóknir og leiðinlegir en þá segi ég alltaf „Af hverju að fara auðveldu leiðina þegar þú getur farið þá belgísku og haft allt flókið og tímafrekt?“. Það er t.d. mjög belgískt að sjá heila akrein lokaða frá 08:00 á primetime þegar allir eru á leið í vinnu - þegar það væri kannski hentugra á öðrum tíma eins og á næturna. „Best var nú þegar þeir lokuðu fjölförnum göngum í morgunumferðinni til þess að skipta um ljósaperu.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Við fjölskyldan erum svakalega ánægð í Brussel og ég vona að við verðum hér eitthvað áfram. Svo er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér en eitt er víst að að ævintýraþráin hefur bara aukist. Stökkið Íslendingar erlendis Belgía Tengdar fréttir Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00 Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvenær tókstu stökkið?Við fluttum út í janúar 2016 til London og svo til Brussel sumarið 2018. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Ævintýraþráin hefur alltaf verið sterk í mér og því var ég mjög spennt þegar við fluttum út árið 2016. Ég eyddi þremur mánuðum í S-Frakklandi þegar ég var 18 ára, að læra frönsku, og síðan hefur mig alltaf langað til þess að búa í Frakklandi og ég á það enn eftir. London var hins vegar stórkostleg og eigum við margar góðar minningar þaðan. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Svo hefur Brussel komið skemmtilega á óvart. Brussel er mjög blönduð borg og býður uppá áhugavert og fjölbreytt mannlíf og menningu, framúrskarandi matargerð og hvergi er hægt að fá betri bjór. Við þetta bætist svo áhugaverð saga Belgíu og íbúa þess sem skiptast að mestu á milli Flæmingja og Vallóna sem búa við ansi flókið og nær óskiljanlegt stjórnkerfi svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Það er frábært að fá tækfæri til að búa í Evrópu og á sama tíma vona ég að ég eigi eftir að upplifa það að búa í fleiri löndum. Mikið rosalega væri gaman að prufa að búa í Asíu, t.d. í Japan og kynnast japanskri menningu. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Covid var blessunarlega ekki komið til sögunnar þegar við fluttum til Brussel en faraldurinn hefur haft mikil áhrif á okkar líf, eins og annarra. Ég eignaðist Þorstein Úlf í janúar 2020, rétt áður en allt fór í lás hér í Brussel. Svo lokuðu skólarnir í 12 vikur þannig að það var ansi skrautlegt að vera heima með nýbura og eina 3 og hálfs árs. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Það bjargaði okkur alveg hvað veðrið var gott og við gátum farið mikið út í göngutúr en ekki á róló því belgísk stjórnvöld lokuðu rólóvöllunum í 12 vikur líka – ekki alveg nógu sniðugt. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Búslóðin okkar var í geymslu og við vorum nýbúin að festa kaup á íbúð í Hafnarfirðinum fagra en þá bauðst okkur að flytja til til London. „Búslóðin var því send til London í stað Hafnarfjarðar.“ Maðurinn minn starfaði í sendiráði Íslands og ég var ólétt af okkar fyrsta barni. Ég fór í fæðingarorlof frá WOW air þar sem ég starfaði sem flugfreyja. Svo fór ég í meistaranám í Markaðsfræði við London Southbank University sem ég útskrifaðist úr haustið 2019. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt? Fólk hefur auðvitað ólíkar óskir og þarfir en við horfðum til þess að húsnæðið væri vel staðsett með tilliti til vinnu, ferðatíma og samgangna, skóla og annarrar grunnþjónustu. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Frönskukunnáttan mín hjálpaði mikið þegar við fluttum frá London til Brussel þannig að það er ágætt að hafa það í huga að enskukunnátta er misjöfn í löndum. Í hreinskilni sagt þá vissi ég nú ekki mikið um Belgíu þegar við fluttum hingað. Vissir þú að það eru þrjú opinber tungumál í Belgíu? Franska, flæmska og þýska! „Belgía er áhugavert land og ég er hissa á að það hafi ekki verið vinsælla en ella að koma hingað í helgarferðir fyrir Íslendinga – það kannski breytist núna.“ Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í? Ég hef nýtt tímann í að mennta mig á meðan maðurinn minn vinnur. Ég kláraði MSc nám í London og í fyrrasumar útskrifaðist ég með diplóma í Viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Næst er stefnan sett á MBA nám við Leuven Háskóla og af því að þetta verður birt þá verð ég auðvitað að standa við stóru orðin. Og já svo er ég meira og minna búin að vera ólétt, að fæða börn eða með barn á brjósti síðan við fluttum af landi brott. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar og vina minna. Það koma oft dagar þar sem ég myndi vilja rölta á Norðurbakkann til mömmu í kaffi. Svo sakna ég sundlauganna alveg stórkostlega mikið og þrái oft að geta fengið mér ís með lúxús-ídýfu og lakkrískurli. Belgía er frekar flatt, þéttbýlt og gróðurvaxið land, og ég finn hve mikið ég sakna að sjá fjöllin og hafið. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Gulra viðvarana og ennþá minna sakna ég rauðra viðvarana. Einangrun og sú óhagganlega staðreynd að Ísland er eyja getur líka verið áskorun. Hvernig er veðrið?Á íslenskum mælikvarða er veðrið frábært þó svo að Belginn myndi seint nota það sem sölupunkt. Það er æðislegt að upplifa hverja árstíð fyrir sig - að sjá kirsuberjatréin í blóma á vorin, upplifa heit sumur og svo mild og litrík haust. Það eina sem vantar er snjórinn á veturna. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég er mikið á einkabílnum þar sem aðgengi að heppilegum almenningssamgöngum er ekki stærsti kosturinn við hverfið okkar, ólíkt því þegar ég bjó í London þar sem ég gekk mikið og notaði túbið. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Kemurðu oft til Íslands?Við komum yfirleitt til Íslands á sumrin og þá er okkar fyrsta verk að fara í sund. Við þræddum sundlaugar landsins í fyrrasumar og þótt sundlaugar á Íslandi séu yfirleitt til fyrirmyndar og til öfundar, komumst að því að sundlaugin á Akureyri og sundlaugin í Mosó eru í uppáhaldi. „Næsta sumar langar okkur að að ferðast um meginlandið, jafnvel komast á slóðir Julie Andrews í söngvaseiði í austurísku ölpunum.“ Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa í Brussel en á Íslandi?Það er talsvert ódýrara að versla í matinn hér heldur en á Íslandi. Hér eru líka frábær hráefni í boði og mikið úrval af lífrænum vörum sem kosta ekki endilega hálfan handlegg. Vín og bjór á veitingarstöðum eru líka á góðu verði – enda Brussel höfuðvígi bjórs og drykkju. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? „Í London var eins og ég væri að reka lítið gistiheimili og fengum við oft tvær heimsóknir í mánuði.“ Það snarminnkaði þegar við fluttum til Brussel af einhverjum ástæðum en fjölskyldan hefur verið dugleg að heimsækja okkur sem okkur þykir ofboðslega vænt um. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert? Hér í Brussel er ágætlega stórt Íslendingasamfélag og mikið af skemmtilegu fólki. Íslendingafélagið er mjög öflugt og skipuleggur fjöldann allan af viðburðum og er Þorrablótið sá stærsti sem félagið heldur. Félagið stendur líka fyrir haustferð, jólaballi og á sunnudögum er íslenskuskóli fyrir börn þannig að það er mikið um að vera - þegar takmarkanir eru ekki að flækja hlutina of mikið. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Áttu þér uppáhalds stað?Í Belgíu eru fjölmargir fallegir bæir og skemmtilegar borgir. Antwerpen er alltaf í uppáhaldi en þar er kunnuglegur skandinavískur fílingur, margar æðislegar fataverslanir og glæsileg listasöfn. Í Flæmingjalandi er einnig að finna borgina Gent sem hefur uppá margt að bjóða – góðan mat og glæsilegt umhverfi. Fallegasti bær Belgíu eru auðvitað miðaldagersemin Brugge en hann er á heimsminjaskrá UNESCO. Í Ardenafjöllum í Vallóníu eru margir krúttlegir bæir eins og t.d. Dinant, Bouillon og Durbuy. Margrét í göngutúr dagsins.Aðsend Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla í Brussel?Ég er nýbúin að fara á dásamlegan grænmetisstað sem heitir Humus x Hortense. Það er ekki aðeins töfrandi matur heldur er umhverfið líka svo yndislegt - allt í Art Nouveau stíl. Í Belgíu er mikið úrval af fínum Michelin stöðum og á sama tíma fjöldinn allur af góðum brasseríum og frönskubúllum (fritterie) þar sem þú getur gætt þér á gómsætum tvídjúpsteiktum frönskum, löðrandi í majónesi. Vissirðu að franskar karteflur eiga uppruna sinn í Belgíu? Nú legg ég til að við byrjum að kalla þær belgískar karteflur. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Brussel?Ég myndi hiklaust mæla með leiðsöguferð um borgina með Stellu vinkonu minni sem rekur Stellar Walks. Það þarf vart að taka það fram en í Brussel-heimsókn er skylda að smakka á eðal-belgísku súkkulaði, drekka rótsterkan munkabjór, gæða sér á dýrindis krækling og kóróna svo máltíðina með góðri vöfflu. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Mér finnst voða gott að vakna á undan börnunum og eiga smá me-time, þá kveiki ég á kerti og bý mér til hveitigrasskot. Tek svo hugleiðslusession og geri pilates æfingar í stofunni, á meðan ég horfi á sólarupprásina – allt áður en börnin vakna auðvitað. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Að öllu gamni sleppt þá snýst morguninn um að koma krökkunum úr húsi með tilheyrandi skemmtilegheitum og samningaviðræðum. En þar sem ég er á fæðingarvertíð, með einn 3 mánaða heima þá fer tíminn minn aðallega í brjóstagjöf. Okkur mæðginum finnst mjög fínt að fara í göngutúr, kíkja á markaðinn í hverfinu og hitta vinkonur okkar. Hvað er það besta við Brussel? Það besta er hvað það er stutt í allar áttir og auðvelt að rúlla í nærliggjandi bæi og lönd. Mér finnst líka frábært hvað það eru mörg græn og skemmtileg svæði hér í kring. Auk þess hef ég gaman af fjölbreytileikanum í borginni og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að kynnst allskonar fólki, hvaðan af úr heiminum. View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Hvað er það versta við staðinn þinn? Belgíska þjónustulundin er nú ekki uppá marga fiska en það er bara partur af belgíska sjarmanum. Hér geta hlutir verið óþarflega flóknir og leiðinlegir en þá segi ég alltaf „Af hverju að fara auðveldu leiðina þegar þú getur farið þá belgísku og haft allt flókið og tímafrekt?“. Það er t.d. mjög belgískt að sjá heila akrein lokaða frá 08:00 á primetime þegar allir eru á leið í vinnu - þegar það væri kannski hentugra á öðrum tíma eins og á næturna. „Best var nú þegar þeir lokuðu fjölförnum göngum í morgunumferðinni til þess að skipta um ljósaperu.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Við fjölskyldan erum svakalega ánægð í Brussel og ég vona að við verðum hér eitthvað áfram. Svo er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér en eitt er víst að að ævintýraþráin hefur bara aukist.
Stökkið Íslendingar erlendis Belgía Tengdar fréttir Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00 Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00
Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00