Bassi Maraj gerði sér lítið fyrir og skellti sér á skeljarnar og spurði Binna Glee að spurningu sem hann svaraði játandi. Í kjölfarið birti hann mynd af hring á baugfingri Binna sem virðist þó hafa verið tekin í skartgripaverslun og hafa heimildir fréttastofu staðfest að um grín var að ræða.


Sunneva Einars og Jóhanna Helga Jensdóttir hafa verið duglegar að deila myndum úr ferðalaginu og virðast hafa það náðugt á ströndinni.
Æði strákarnir hafa einnig verið að njóta lífsins úti. Binni virðist vera á bleiku skýi þrátt fyrir að ekki hafi verið um raunverulegt bónorð að ræða.
Greyið Bassi virðist hafa gleymt sólarvörninni heima í þetta skiptið miðað við það að hann talar um sig sem „brenndan kjúkling“ undir myndinni. Hann man vonandi eftir henni næst.
Patrekur Jamie virðist skemmta sér konunglega með vinum sínum sem hafa náð sér í kúbverska vindla.

Sunneva og Jóhanna skelltu sér á rúntinn í bleikum blæjubíl sem fer þeim afskaplega vel.
Kærasti Sunnevu hann Benedikt Bjarnason fór með í ferðina og fékk líka að kíkja á rúntinn.


Söngkonan Þórunn Antónía lét sig ekki vanta á götur Havana, var í stíl við bílinn og virðist hæst ánægð með lífið.
Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía er einnig í ferðinni ásamt kærustunni sinni Báru Guðmundsdóttur.
Flugvélin mun snúa heim um helgina og verður gaman að fylgjast með þeim njóta sín þangað til.