Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. febrúar 2022 15:31 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. „Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Selt heildarmagn jókst um fimm prósent milli ára en meðalverð inn á heilsölumarkað til heimila og smærri fyrirtækja hækkaði ekki milli ára á meðan verð til stórnotenda hækkaði um 55 prósent. Hagnaðurinn er nú í sögulegum hæðum. Hækkunina má rekja til hagstæðra ytri skilyrða á ál og orkumörkuðum og þess að endursamið hefur verið við flest fyrirtækin. „Bætta afkomu Landvirkjunar á síðasta ári má því alfarið rekja til hækkunar á tekjum af sölu til stórnotenda,“ segir Hörður. Tekjur hækkuðu og skuldir lækkuðu Þar að auki voru rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári meiri en nokkur sinni áður í sögu félagsins en þær námu 72,6 milljörðum króna og hækkuðu um 23,2 prósent frá árinu áður. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkunum á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum. Nettó skuldir lækkuðu þá um 22,8 milljarða króna frá áramótum og voru í árslok 195,1 milljarður króna. Að sögn Harðar eru helstu skuldahlutföll nú orðin sambærileg og hjá systurfyrirtækjum Landsvirkjunar á Norðurlöndunum. „Ekki er því lengur þörf á að leggja áherslu á hraða lækkun skulda og hefur arðgreiðslugeta fyrirtækisins þar af leiðandi aukist. Í þessu ljósi áformar stjórn fyrirtækisins að leggja til við aðalfund um 15 milljarða kr. (120 milljóna Bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs,“ segir Hörður. Hann segir enn fremur að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé góður grunnur fyrir þær áskoranir sem eru fram undan og segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Tækifærin eru fjölmörg og við höfum þegar hafist handa við undirbúning verkefna sem stuðla að orkuskiptum innanlands og metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður. Landsvirkjun Tekjur Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Sjá meira
„Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Selt heildarmagn jókst um fimm prósent milli ára en meðalverð inn á heilsölumarkað til heimila og smærri fyrirtækja hækkaði ekki milli ára á meðan verð til stórnotenda hækkaði um 55 prósent. Hagnaðurinn er nú í sögulegum hæðum. Hækkunina má rekja til hagstæðra ytri skilyrða á ál og orkumörkuðum og þess að endursamið hefur verið við flest fyrirtækin. „Bætta afkomu Landvirkjunar á síðasta ári má því alfarið rekja til hækkunar á tekjum af sölu til stórnotenda,“ segir Hörður. Tekjur hækkuðu og skuldir lækkuðu Þar að auki voru rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári meiri en nokkur sinni áður í sögu félagsins en þær námu 72,6 milljörðum króna og hækkuðu um 23,2 prósent frá árinu áður. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkunum á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum. Nettó skuldir lækkuðu þá um 22,8 milljarða króna frá áramótum og voru í árslok 195,1 milljarður króna. Að sögn Harðar eru helstu skuldahlutföll nú orðin sambærileg og hjá systurfyrirtækjum Landsvirkjunar á Norðurlöndunum. „Ekki er því lengur þörf á að leggja áherslu á hraða lækkun skulda og hefur arðgreiðslugeta fyrirtækisins þar af leiðandi aukist. Í þessu ljósi áformar stjórn fyrirtækisins að leggja til við aðalfund um 15 milljarða kr. (120 milljóna Bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs,“ segir Hörður. Hann segir enn fremur að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé góður grunnur fyrir þær áskoranir sem eru fram undan og segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Tækifærin eru fjölmörg og við höfum þegar hafist handa við undirbúning verkefna sem stuðla að orkuskiptum innanlands og metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður.
Landsvirkjun Tekjur Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Sjá meira