Innlent

Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tekið var á málinu á skrifstofu Play í vikunni.
Tekið var á málinu á skrifstofu Play í vikunni. Vísir/Vilhelm

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópur starfsmanna mælt sér mót að loknum vinnudegi. Þegar leið á kvöldið hafi meint ofbeldi millistjórnandans gagnvart flugliðanum átt sér stað.

Heimildir fréttastofu herma að tekið hafi verið á málinu á skrifstofu PLAY í vikunni sem lauk með þeim hætti að millistjórandanum var sagt upp störfum. 

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri PLAY, segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um persónuleg málefni einstakra starfsmanna. 

Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort málið hafi verið kært til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×