Um verður að ræða órafmagnaða eða „un-plugged“ tónleika þar sem Frikki Dór mun ekki bara flytja sín vinsælustu lög heldur mun hann segja sögur á bak við nokkra af sínum stærstu smellum.
„Við höfum alltaf sagt í þáttunum að áskrifendur Blökastsins eiga að græða á því að vera áskrifendur og þess vegna viljum við bjóða upp á veglegt aukaefni með þáttunum. Eins og tónleikana hans Frikka í kvöld, Bríet verður svo í næsta mánuði, verið er að undirbúa risa páskabingó og fleira. Svo fá áskrifendur tilboð send vikulega sem hægt er að nýta á alls kyns menningarviðburðum, veitingastoðum og fleira,“ segir Auðunn Blöndal.
Strákarnir í Blökastinu héldu áramótabingó í janúar sem vakti mikla gleði meðal þátttakenda. Því er ljóst að aðdáendur bingó geta byrjað að hlakka til páskabingós. Sér í lagi þar sem Bingóið í Vinabæ verður haldið í síðasta skiptið þann 28. febrúar.
Veislan hefst klukkan 20:00 á Tal hér á Vísi, hægt er að tryggja sér áskrift að Blökastinu hér.