Lífið

Tón­leikar með Frikka Dór heima í stofu í kvöld

Árni Sæberg skrifar
Blökastið og Frikki Dór skála fyrir áskrifendum hlaðvarpsins vinsæla.
Blökastið og Frikki Dór skála fyrir áskrifendum hlaðvarpsins vinsæla. Blökastið

Friðrik Dór Jónsson flytur öll sín þekktustu lög ásamt lögum af nýjustu plötu hans í beinni útsendingu á Tal hér á Vísi fyrir áskrifendur Blökastsins.

Um verður að ræða órafmagnaða eða „un-plugged“ tónleika þar sem Frikki Dór mun ekki bara flytja sín vinsælustu lög heldur mun hann segja sögur á bak við nokkra af sínum stærstu smellum.

„Við höfum alltaf sagt í þáttunum að áskrifendur Blökastsins eiga að græða á því að vera áskrifendur og þess vegna viljum við bjóða upp á veglegt aukaefni með þáttunum. Eins og tónleikana hans Frikka í kvöld, Bríet verður svo í næsta mánuði, verið er að undirbúa risa páskabingó og fleira. Svo fá áskrifendur tilboð send vikulega sem hægt er að nýta á alls kyns menningarviðburðum, veitingastoðum og fleira,“ segir Auðunn Blöndal.

Strákarnir í Blökastinu héldu áramótabingó í janúar sem vakti mikla gleði meðal þátttakenda. Því er ljóst að aðdáendur bingó geta byrjað að hlakka til páskabingós. Sér í lagi þar sem Bingóið í Vinabæ verður haldið í síðasta skiptið þann 28. febrúar.

Veislan hefst klukkan 20:00 á Tal hér á Vísi, hægt er að tryggja sér áskrift að Blökastinu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×