Eins og flestir vita birtist myndband af Zouma á dögunum þar sem leikmaðurinn sést níðast á köttunum sínum. Á myndbandinu má sjá Zouma slæa kettina sína og sparka í þá.
Ef marka má hina ýmsu miðla á samfélagsmiðlinum Twitter þá nýtti Chris Wood, framherji Newcastle, sér þetta atvik til að reyna að koma varnarmanninum úr jafnvægi. Wood á að hafa mjálmað á Zouma í hvert skipti sem þeir áttust við í leiknum.
Þessi hegðun fór ekki vel í liðsfélaga Zouma, en samkvæmt þessum sömu miðlum á Twitter á Craig Dawson að hafa fengið nóg og farið og kvartað í dómaranum yfir þessu athæfi nýsjálenska framherjans.
Rumours are that Craig Dawson complained to the Ref during the West Ham Newcastle game because Chris Wood kept 'meowing' at Kurt Zouma 😅 pic.twitter.com/UKIgO1VtDl
— Footy Accumulators (@FootyAccums) February 19, 2022