Fótbolti

Sjáðu fyrsta mark Natöshu fyrir Ísland og laglegan lokahnykk Selmu

Sindri Sverrisson skrifar
Natasha Anasi fagnaði innilega eftir að hafa skorað sitt fyrsta A-landsliðsmark, í Bandaríkjunum þar sem hún er fædd og uppalin.
Natasha Anasi fagnaði innilega eftir að hafa skorað sitt fyrsta A-landsliðsmark, í Bandaríkjunum þar sem hún er fædd og uppalin. AP/Mark J. Terrill

Natasha Anasi og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu mörk Íslands í nótt þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Tékklandi og tryggði sér úrslitaleik gegn Bandaríkjunum í SheBelieves Cup.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan en Ísland skoraði bæði mörk sín á fyrstu tuttugu mínútum leiksins áður en að Tékkar minnkuðu muninn þegar fimm mínútur voru eftir, eftir að Natasha komst afar nálægt því að skora sitt annað mark.

Klippa: Mörk og færi úr leik Íslands og Tékklands

Amanda Andradóttir átti stóran þátt í báðum mörkum Íslands en hún gaf fyrirgjöfina þegar Natasha skoraði með þrumuskalla, og hóf svo skyndisóknina sem Selma kláraði með marki.

Þetta var fimmti A-landsleikur og fyrsta landsliðsmark Natöshu en þessi þrítugi miðvörður fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok árs 2019.

Natasha, sem gekk í raðir Breiðabliks í vetur, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2014, með ÍBV og síðar Keflavík.

Selma, sem sleit krossband í hné haustið 2019 og missti af tímabilinu 2020, hefur leikið með Breiðabliki stærstan hluta síns ferils en gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×