Íbúar himinlifandi með að búið sé að bjarga húsunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 11:36 Hjónin Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir eru ánægð með nýjustu vendingar í málinu og líður nú öruggum með húsnæði sitt. vísir/egill Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjarlægja 19 hús við vesturhlið vegarins til að rýmka til fyrir borgarlínu. Formaður skipulags- og byggingarráðs segir málið hafa verið byggt á misskilningi; aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin, sem verði nú færð inn á verndarsvæði svo íbúum líði enn öruggari. „Þetta er auðvitað bara mikið fagnaðarefni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endurbætur eða framkvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Heimildin olli misskilningi Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ósáttir íbúar væru við bæinn í málinu en á nýju deiliskipulagi sem er í umsóknarferli var upprunalega veitt heimild til að fjarlægja þessi 19 hús við vesturhlið Reykjavíkurvegar til að rýmka til fyrir borgarlínu, sem á að liggja um veginn. Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deiliskipulaginu. „Þetta var farið að valda ákveðnum misskilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipulaginu,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin. „Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema íbúarnir séu með í því. Það komu athugasemdir frá þeim um þetta atriði, þær voru teknar fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið tillit til langflestra athugasemdanna við þetta skipulag,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum Þá stendur einnig til að stækka fyrirhugað verndarsvæði í hverfinu, sem kallast gamli Vesturbærinn, þannig að umrædd hús verði innan þess. Íbúarnir höfðu einmitt gagnrýnt það að húsin sem stæðu næst Reykjavíkurvegi næðu ekki inn á nefndarsviðið. Ólafur Ingi segir að allir í skipulags- og byggingarráði séu sammála um að stækka verndarsvæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið samþykkt enn. „Við erum sammála um það í nefndinni, já, og það verður samþykkt bráðlega,“ segir hann. Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær Á myndinni hér að ofan má sjá Vesturbæ Hafnarfjarðar. Verndarsvæðið eins og það var teiknað upp fyrst er daufblátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndarsvæðið átti að taka enda í austurátt en bláa línan sýnir Reykjavíkurveginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjarlægja í framtíðinni. Samkvæmt Ólafi Inga verður verndarlínan færð alveg upp að Reykjavíkurvegi svo húsin falli undir svæðið. Því fagnar íbúinn Magnús Reyr. „Það er mikilvægt að húsin séu á þessu verndarsvæði svo þau væru þá ekki að bjóða framtíðarbæjarstjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndarsvæðið,“ segir hann. Verndarsvæðið verður líklega að raunveruleika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnarfjarðarbæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðuneyti og Skipulagsstofnun að samþykkja það. Samgöngur Hafnarfjörður Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mikið fagnaðarefni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endurbætur eða framkvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Heimildin olli misskilningi Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ósáttir íbúar væru við bæinn í málinu en á nýju deiliskipulagi sem er í umsóknarferli var upprunalega veitt heimild til að fjarlægja þessi 19 hús við vesturhlið Reykjavíkurvegar til að rýmka til fyrir borgarlínu, sem á að liggja um veginn. Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deiliskipulaginu. „Þetta var farið að valda ákveðnum misskilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipulaginu,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin. „Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema íbúarnir séu með í því. Það komu athugasemdir frá þeim um þetta atriði, þær voru teknar fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið tillit til langflestra athugasemdanna við þetta skipulag,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum Þá stendur einnig til að stækka fyrirhugað verndarsvæði í hverfinu, sem kallast gamli Vesturbærinn, þannig að umrædd hús verði innan þess. Íbúarnir höfðu einmitt gagnrýnt það að húsin sem stæðu næst Reykjavíkurvegi næðu ekki inn á nefndarsviðið. Ólafur Ingi segir að allir í skipulags- og byggingarráði séu sammála um að stækka verndarsvæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið samþykkt enn. „Við erum sammála um það í nefndinni, já, og það verður samþykkt bráðlega,“ segir hann. Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær Á myndinni hér að ofan má sjá Vesturbæ Hafnarfjarðar. Verndarsvæðið eins og það var teiknað upp fyrst er daufblátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndarsvæðið átti að taka enda í austurátt en bláa línan sýnir Reykjavíkurveginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjarlægja í framtíðinni. Samkvæmt Ólafi Inga verður verndarlínan færð alveg upp að Reykjavíkurvegi svo húsin falli undir svæðið. Því fagnar íbúinn Magnús Reyr. „Það er mikilvægt að húsin séu á þessu verndarsvæði svo þau væru þá ekki að bjóða framtíðarbæjarstjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndarsvæðið,“ segir hann. Verndarsvæðið verður líklega að raunveruleika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnarfjarðarbæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðuneyti og Skipulagsstofnun að samþykkja það.
Samgöngur Hafnarfjörður Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30