Innlent

Biðla til fólks að fara ekki yfir Öxnadalsheiði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Verulega vond færð er á Öxnadalsheiði þessa stundina. Myndin er ótengd fréttinni. 
Verulega vond færð er á Öxnadalsheiði þessa stundina. Myndin er ótengd fréttinni.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til fólks að leggja ekki af stsað á Öxnadalsheiði vegna lélgrar færðar og umferðaróhapps.

Umferðaróhapp varð í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði núna í morgun og er vegurinn þar því lokaður á meðan björgunaraðilar eru á leið á vettvang. 

Þá er afar slæmt skyggni og ófærð og biðlar lögreglan til ferðalanga að leggja ekki af stað á heiðina og bíða frekar eftir fréttum eða hafa samband við Vegagerðina og kanna ástandið. 

Þetta segir í Facebook-færslu lögreglunnar en þar segir að hún verði uppfærð þegar í ljós kemur hvort hægt verður að opna veginn. 

Verulega vondu veðri er spáð á landinu öllu síðdegis í dag og fram á morgundag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og rauðar viðvaranir taka gildi klukkan 19 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandinu og Faxaflóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×