Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Eiður Þór Árnason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. febrúar 2022 14:34 Enn ein lægðin skellur á landinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þeim tíma og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Veðurstofa Íslands hefur fært veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Stutt frá síðasta óveðri Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan stormi eða roki 20 til 30 m/s. Þá má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu og getur snjórinn valdið ófærð á götum. Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Faxaflóa á meðan viðvörunin gildir. Einungis tvær vikur eru frá því að hættustigi almannavarna var lýst yfir vegna óveðurs um allt land og samhæfingarstöð virkjuð. Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.
Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þeim tíma og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Veðurstofa Íslands hefur fært veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Stutt frá síðasta óveðri Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan stormi eða roki 20 til 30 m/s. Þá má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu og getur snjórinn valdið ófærð á götum. Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Faxaflóa á meðan viðvörunin gildir. Einungis tvær vikur eru frá því að hættustigi almannavarna var lýst yfir vegna óveðurs um allt land og samhæfingarstöð virkjuð. Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.
Veður Almannavarnir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent