Tónlistarborgin Alexandra Briem skrifar 21. febrúar 2022 14:30 Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Það sem var strax augljóst var að það vantar meira framboð á tónlistarkennslu, það þarf að jafna tækifæri barna til að stunda tónlistarnám, draga úr kostnaðarþátttöku foreldra og það þarf að stuðla að jafnari dreifingu tónlistarkennslu milli borgarhluta. Annað sem var augljóst var Reykjavík býr í dag að ákveðnu fjöreggi sem við viljum ekki glata. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir eru að skila mjög öflugu og góðu starfi, sem er ekki bara gott fyrir þau sem fá að njóta þess sjálf, heldur stuðlar líka að því að við hin búum í borg sem hefur af að státa öflugu tónlistarfólki á heimsmælikvarða. Hljómsveitum, einstöku tónlistarfólki, og líka höfundum tónlistar og öðrum sem leggja frekar fyrir sig útsetningu eða hljóðblöndun. Þetta er mikill menningarauður sem ég vil ekki hugsa til að missa. Stefnan miðar að því að efla tækifæri barna til tónlistarnáms, búa til hvata til þess að nýta frekar möguleika samspils og hópkennslu, og nýta betur tæknina. Á sama tíma þarf að fjölga plássum, bæði í tónlistarskólum og í skólahljómsveitum borgarinnar. Það er óheppilegt að stefnumótunin sem fór í gang á vissum uppgangstíma árið 2019, við gengum stórhuga til leiks. En þegar vinnunni lauk 2021 var einfaldlega allt önnur tíð. Mikið tekjufall, fjölgun á fjárhagsaðstoð og óvissa um framtíðina. Það svigrúm sem við höfðum fór í að efla velferðarþjónustu, bregðast við í skólaþjónustu og fara í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Það var því erfitt að geta ekki farið eins kröftuglega af stað og lagt hafði verið upp með. Núna er yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar til að innleiða áherslur stefnunnar. Við náðum að koma tveimur áherslum til framkvæmdar í fjárhagsáætlun ársins 2022, en það eru annars vegar tilraunaverkefni um stofnun hverfiskóra í tveimur hverfum. Hitt tilraunaverkefnið snýst um fría hópkennslu í hljóðfæraleik. Þessi verkefni eru þannig að með þeim næst mikill árangur tiltölulega hratt án þess að þarfnast mikils kostnaðar í upphafi. En það skiptir gífurlega miklu máli að þessi stefna gleymist ekki, að innleiðingin fari í gang af krafti þegar svigrúm eykst. Við viljum áfram búa í öflugri tónlistarborg. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Skóla - og menntamál Tónlist Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Tónlistarnám Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Það sem var strax augljóst var að það vantar meira framboð á tónlistarkennslu, það þarf að jafna tækifæri barna til að stunda tónlistarnám, draga úr kostnaðarþátttöku foreldra og það þarf að stuðla að jafnari dreifingu tónlistarkennslu milli borgarhluta. Annað sem var augljóst var Reykjavík býr í dag að ákveðnu fjöreggi sem við viljum ekki glata. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir eru að skila mjög öflugu og góðu starfi, sem er ekki bara gott fyrir þau sem fá að njóta þess sjálf, heldur stuðlar líka að því að við hin búum í borg sem hefur af að státa öflugu tónlistarfólki á heimsmælikvarða. Hljómsveitum, einstöku tónlistarfólki, og líka höfundum tónlistar og öðrum sem leggja frekar fyrir sig útsetningu eða hljóðblöndun. Þetta er mikill menningarauður sem ég vil ekki hugsa til að missa. Stefnan miðar að því að efla tækifæri barna til tónlistarnáms, búa til hvata til þess að nýta frekar möguleika samspils og hópkennslu, og nýta betur tæknina. Á sama tíma þarf að fjölga plássum, bæði í tónlistarskólum og í skólahljómsveitum borgarinnar. Það er óheppilegt að stefnumótunin sem fór í gang á vissum uppgangstíma árið 2019, við gengum stórhuga til leiks. En þegar vinnunni lauk 2021 var einfaldlega allt önnur tíð. Mikið tekjufall, fjölgun á fjárhagsaðstoð og óvissa um framtíðina. Það svigrúm sem við höfðum fór í að efla velferðarþjónustu, bregðast við í skólaþjónustu og fara í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Það var því erfitt að geta ekki farið eins kröftuglega af stað og lagt hafði verið upp með. Núna er yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar til að innleiða áherslur stefnunnar. Við náðum að koma tveimur áherslum til framkvæmdar í fjárhagsáætlun ársins 2022, en það eru annars vegar tilraunaverkefni um stofnun hverfiskóra í tveimur hverfum. Hitt tilraunaverkefnið snýst um fría hópkennslu í hljóðfæraleik. Þessi verkefni eru þannig að með þeim næst mikill árangur tiltölulega hratt án þess að þarfnast mikils kostnaðar í upphafi. En það skiptir gífurlega miklu máli að þessi stefna gleymist ekki, að innleiðingin fari í gang af krafti þegar svigrúm eykst. Við viljum áfram búa í öflugri tónlistarborg. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun