Bílarnir ráði við saltkassana og undanþága veitt fyrir nagladekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 16:14 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, sendi fjölmiðlum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins sem vísaði til bréfs starfsmanna í vetrarþjónustu hjá borginni. Í bréfinu nefna þeir hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í sinn garð. Þá er í bréfinu kvartað undan mismunun, hroka og einelti sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg. Bréfritarar vísa til þess að þeir séu ekki langskólagengnir. „Vetrarþjónusta gatna er öryggismál og mikið kapp lagt á að henni sé vel sinnt þannig að umferðin gangi sem greiðlegast fyrir sig á hverjum tímapunkti. Undirritaður vill hrósa öllu því fólki sem hefur komið að vetrarþjónustu í Reykjavík undanfarna daga og vikur fyrir frábært starf í erfiðum aðstæðum,“ segir Hjalti í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir fjóra starfsmenn vetrarþjónustu gatna hafa sent bréf þann 24. janúar með athugasemdum um ýmis atriði sem þeir telji að megi laga. „Þar komu fram ábendingar sem eru í skoðun, sumt hefur þegar verið lagfært og annað er í ferli. Bréfinu hefur ekki verið svarað með formlegum hætti en það ber að árétta að ávallt er brugðist við ábendingum um mál sem hafa með öryggi starfsfólks að gera.“ Bréfaritarar segja að illa hafi verið staðið að útboði fyrir bíla í vetrarþjónustu síðastliðið sumar. Atvinnubílar til vetrarþjónustu hafi verið boðnir út á árinu 2020. „Í útboðinu voru gerðar kröfur um ýmsa þætti er lúta að sértækri notkun bílanna. Ein af kröfunum var burðargeta sem skyldi nema 1000 kg að lágmarki. Allir bílar sem útboðshafi bauð fyrir vaktmenn í vetrarþjónustu þola 1180 kg í burð. Ennfremur var boðið upp á loftpúðafjöðrun sem gagnast við erfiðar aðstæður.“ Þá kvörtuðu bréfritarar sömuleiðis yfir því að bann á nagladekkjum undir eftirlitsbílum í vetur hafi gert stöðuna enn verri. Enda reyni mikið á bílana í ófærð og glerhálku. „Starfsmenn vetrarþjónustu gatna óskuðu eftir að hafa nagladekk undir bílum sem bera saltkassa. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar að draga úr notkun nagladekkja var veitt undanþága fyrir þjónustu undanfarabíla, þar á meðal fyrir þá sem flytja saltkassa. Saltgeymslur Reykjavikurborgar eru staðsettar í bröggum við Þórðarhöfða. Þeir eru vissulega gamlir en hafa fengið nauðsynlegt viðhald þegar þarf. Það hefur alltaf verið gert við leka og annað sem gæti valdið tjóni eins fljótt og auðið er. Sama má segja um pækilstöðina sem nefnd er.“ Annað sem komi fram í bréfinu séu mannauðsmál sem eigi réttan feril innan Reykjavíkurborgar og verði ekki rædd opinberlega. Reykjavík Nagladekk Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, sendi fjölmiðlum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins sem vísaði til bréfs starfsmanna í vetrarþjónustu hjá borginni. Í bréfinu nefna þeir hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í sinn garð. Þá er í bréfinu kvartað undan mismunun, hroka og einelti sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg. Bréfritarar vísa til þess að þeir séu ekki langskólagengnir. „Vetrarþjónusta gatna er öryggismál og mikið kapp lagt á að henni sé vel sinnt þannig að umferðin gangi sem greiðlegast fyrir sig á hverjum tímapunkti. Undirritaður vill hrósa öllu því fólki sem hefur komið að vetrarþjónustu í Reykjavík undanfarna daga og vikur fyrir frábært starf í erfiðum aðstæðum,“ segir Hjalti í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir fjóra starfsmenn vetrarþjónustu gatna hafa sent bréf þann 24. janúar með athugasemdum um ýmis atriði sem þeir telji að megi laga. „Þar komu fram ábendingar sem eru í skoðun, sumt hefur þegar verið lagfært og annað er í ferli. Bréfinu hefur ekki verið svarað með formlegum hætti en það ber að árétta að ávallt er brugðist við ábendingum um mál sem hafa með öryggi starfsfólks að gera.“ Bréfaritarar segja að illa hafi verið staðið að útboði fyrir bíla í vetrarþjónustu síðastliðið sumar. Atvinnubílar til vetrarþjónustu hafi verið boðnir út á árinu 2020. „Í útboðinu voru gerðar kröfur um ýmsa þætti er lúta að sértækri notkun bílanna. Ein af kröfunum var burðargeta sem skyldi nema 1000 kg að lágmarki. Allir bílar sem útboðshafi bauð fyrir vaktmenn í vetrarþjónustu þola 1180 kg í burð. Ennfremur var boðið upp á loftpúðafjöðrun sem gagnast við erfiðar aðstæður.“ Þá kvörtuðu bréfritarar sömuleiðis yfir því að bann á nagladekkjum undir eftirlitsbílum í vetur hafi gert stöðuna enn verri. Enda reyni mikið á bílana í ófærð og glerhálku. „Starfsmenn vetrarþjónustu gatna óskuðu eftir að hafa nagladekk undir bílum sem bera saltkassa. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar að draga úr notkun nagladekkja var veitt undanþága fyrir þjónustu undanfarabíla, þar á meðal fyrir þá sem flytja saltkassa. Saltgeymslur Reykjavikurborgar eru staðsettar í bröggum við Þórðarhöfða. Þeir eru vissulega gamlir en hafa fengið nauðsynlegt viðhald þegar þarf. Það hefur alltaf verið gert við leka og annað sem gæti valdið tjóni eins fljótt og auðið er. Sama má segja um pækilstöðina sem nefnd er.“ Annað sem komi fram í bréfinu séu mannauðsmál sem eigi réttan feril innan Reykjavíkurborgar og verði ekki rædd opinberlega.
Reykjavík Nagladekk Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira